XXXII.

Sjá þú, þar mun einn kóngur ríkja réttvísina til að upphefja og höfðingjar munu þar drottna réttindin að efla so að hver maður mun verða so sem sá eð fyrir vindi er forvaraður og so sem sá eð fyrir steypiregni er innibyrgður, so sem vatslækur á þurrlendi og so sem skuggi mikils hellubjargs í þurru landi. Og augu þeirra sem sjá munu ekki láta blinda sig og eyru þeirra sem til heyra munu gæta að því og þeir sem óframsýnir eru munu hyggindi læra og tungan þeirra sem stama mun skýrt og skilið tala. Einn heimskur maður mun ekki lengur höfðingi kallast né ágjarn maður einn herra kallaður verða. Því að hinn heimski segir út af heimskunni og hans hjarta umgengst með ógæfunni so að hann uppbyrji hræsni og prédiki villudóm af Drottni upp á það að hann úthungri þær hungruðu sálir og banni hinum þyrsta að drekka. Því að stjórnan hins ágjarna er öngum nytsamleg því hann finnur upp á pretti til fordjörfunar fáráðum, með fölskum orðum þá eð hann skal tala réttindi vegna hins fátæka. En þeir höfðingjar munu það hugsa sem höfðingjum hæfir og blífa þar við.

Standið upp, þér stoltar kvinnur, heyrið mína raust, þér sem so athugalausar eru. Látið yður í eyrum loða mína ræðu. [ Það er um eitt ár og dag að gjöra, þá munu þér hinar ugglausu af hræðslu skjálfa. Því að þar verður engin vínyrkja, þar verður og engin innsafnan. Hryggist, þér drambsömu konur, skjálfið, þér hinar athugalausu, þar er fyrir höndum af klæðum að fara, allsberum að vera og að uppstytta sig um sínar lendar. Harmur mun vera akursins vegna, já vegna þess lystilega akursins, vegna þess hins frjósama víngarðsins, því að á akurlöndum fólks míns munu uppvaxa þyrnar og illgresi, þar að auk upp á öllum gleðihúsum hinnar glaðværu borgar. Því að tignarherbergin munu yfirgefin verða og sá borgarmúgurinn mun að öngu verða so að þeir turnarnir og þau sterku vígi verði jarðgryfjur ævinlega og villidýranna fagnaðarstaður, hjarðarinnar grashagi.

Þangað til so lengi það yfir oss úthelltur verður sá andi út af hæðunum, þá mun eyðimörkin að akri verða og akurinn fyri skóg reiknaður verða og rétturinn mun í eyðimörkinni byggja og réttlætið á akrinum þar fyrir vatn. [ Og réttlætisins ávöxtur mun friðurinn vera og þess réttlætisins nytsemi mun vera eilífleg kyrrð og öruggleiki so það mitt fólk mun búa í húsum friðarins, í öruggri byggingu og ágætri hlífð. En haglið mun vera ofan að skóginum og sú borgin þar fyrir neðan mun neðarleg verða. Sælir eru þér sem sáið alla vegana við vötnin því að þar megi þér þá upp á ganga láta fætur uxanna og asnanna.