XXXI.

Vei þeim sem ofanfara í Eyptaland sér þar fulltings að leita, treystandi upp á víghesta og vona upp á hervagna, því þeir eru þar so margir, og á riddarana af því þeir eru mjög sterkir og halda sig ekki til Hins heilaga í Ísrael og leita ekki Drottins. [ En hann er vitur og tilsendir ógæfuna og umvendir ekki sín orð heldur mun hann taka sig upp í gegn húsinu þeirra illskufullra og í gegn hjálpinni þeirra [ illvirkjanna. Því að Egyptaland er maður og enginn guð og þeirra víghestar eru kjöt og enginn andi. Og Drottinn mun sína hönd útrétta so að sá hrasi sem hjálpina veitir og hann sem hjálpað verður niðurfalli so að þeir allir til samans tortýnist.

Því að so segir Drottinn til mín: Líka so sem eitt león og einn leónshvelpur grenjar yfir sinni bráð, nær eð fjöldinn fjárhirðaranna kallar að honum þá skelfist hann ekki fyrir þeirri kallan, hann er og einnin ekki hræddur fyrir þeirra mannfjölda, líka so mun Drottinn Sebaót ofanstíga að stríða, upp á fjallinu Síon og upp á hans hæðum. Og Drottinn Sebaót mun verja Jerúsalem (líka sem að fuglarnir gjöra með vængjunum), hlífa henni, frelsa hana og ganga í kringum í henni og hjálpa henni úr vanda.

Snúið aftur, þér Ísraelssynir, þér sem mjög eruð fráhorfnir. Því að á þeim tíma mun hver sem einn í burt kasta sínum silfruðum og gylltum skúrgoðum hver að yðvar hendur höfðu gjört til að syndgast. Assúr hann skal falla, ekki fyrir manns sverði, og skal foreyddur vera, ekki fyrir manns sverði. [ Og þó mun hann fyrir sverðinu flýja og hans æskumenn munu skattgildir vera og þeirra [ hellusteinn mun af hræðslu í burt fara og hans höfðingjar munu fyrir merkinu á flótta halda, segir Drottinn sem til Síon hefur eld og til Jerúsalem sem einn [ eldsofn.