XX.

Á því árino þá eð Tartan kom til Asdód so sem það Sargon kóngurinn Assyria hafði hann útsent og hann barðist í móti Asdód og yfirvann hana, á þeim sama tíma talaði Drottinn fyrir Esaiam son Amos og sagði: [ Far þú og leys þann [ sekkinn af þínum lendum og drag þín skóklæði burt af þínum fótum.“ Og hann gjörði so, gekk nakinn og berfættur. Þá sagði Drottinn:

„Líka so sem það minn þjón Esaias gengur nakinn og berfættur til merkis og stórundra þriggja ára yfir Egyptum og Bláland, eins so líka mun kóngurinn í Assyria burt drífa hina herteknu Egyptalands og burt drífa bæði unga og gamla, nakta og berfætta af Mórlandi, með allsberum bakhlutum, Egyptalandi til skammar. [ Og þeir munu skelfast og skammast sín vegna Blálands upp á hverja þeir vonuðu og þar í mót Bláland vegna Egyptalands út af hverju þeir hrösuðu sér. Og þeir innbyggjarar þessarar eyjar munu segja á þeim sama tíma: Er það vort traust þangað eð vér flýðum til hjálpar so að vér frelsaðir yrðum fyrir kónginum í Assyria? Hversu fínlegana erum vér undankomnir!“