Prophetinn Esaias
Fyrsti kapítuli.
Þessi er sýnin hverja að Esaias sonur Amos hefur séð yfir Judam og Jerúsalem á dögum þeirra Úsía, Jótam, Akas og Esekía kónganna í Júda.
Heyri, þér himnar, og þú jörð, hlausta með eyrunum því að Drottinn hann talar. Eg hefi börnin fóstrað og upphafið en þau falla frá mér. Nautið það þekkir sinn lávarð og asninn jötuna síns herra en Ísrael þekkir það ekki og mitt fólk skynjar það eigi. Ó vei þeirri syndugri þjóð, þvó fólki mikilla misgjörða, þess illskufulla sæðisins, þeim [ skemmdarsonum sem yfirgefa Drottin, þeir eð lasta þann Hinn heilaga í Ísrael og ganga á bak sér aftur!
Hvað skal að lemja yður lengur fyrst þér gangið því meir afvega? Allt höfuðið er sjúkt, allt hjartað er veikt, í frá hvirfli til ilja er ekki neitt heilbrigt á þeim heldur sár og benjar og þroti sem ekki er um bundið og eigi með smyrslum læknað né með viðsmjöri mýkt. Yðvart land er í eyði lagt, yðrar borgir eru með eldi brenndar. Framandi menn þeir fortæra yður akurlendin fyrir yðar augsýn og þau eru foreydd líka sem í foreyðslu hernaðarins. En það hvað nú er afgangs af dótturinni Síon þá er það so sem húskorn í víngarði og so sem eitt lítið hreysi í grasrunni og líka sem sá staður að foreyddur er. Nema það Drottinn allsherjar hefði látið oss nokkurt sæði yfir blífa þá værum vér orðnir eins líka sem Sódóma og Gómorra.
Heyrið orð Drottins, þér höfðingjar af Sódóma, og lát þér í eyrum loða lögmál Guðs vors, þú lýður af Gómorra! [ Hvar til skal mér fjöldinn yðvarra fórnfæringa? segir Drottinn. Eg em saddur brennioffursins af sauðunum og feitinnar af alifénu og öngva lyst hefi eg á blóði oxanna, lambanna og hafranna. Þá er þér komið nú inn fyrir mína augsýn, hver krefur slíks af yðar hendi það þér gangið í mínum fordyrum? Færið ekki lengur fórnir yðrar so til forgefins, það reykelsi er mér styggð, þær tunglkomuhátíðir og þvottdagar er þér komið til samans hafandi mæðu og angist fæ eg ekki liðið. Mín sála hún stuggar við yðvar tunglkomuhelgum og ártíðum, þær eru mér leiðar vorðnar, eg get þær ekki lengur liðið. Og þó að þér útbreiðið yðar hendur þá sný eg þó mínum augum í frá yður og þó að þér biðjið margfaldlega þá heyri eg yður þó ekki því að yðar hendur eru fullar blóði.
Þvoið og hreinsið yður, takið yðvar illskubreytni í burt frá mínum augum. Látið af illu, lærið gott að gjöra. Leitið eftir réttinum, hjálpið hinum niðurþrykkta. Látið hinn föðurlausa rétt ske og styrkið ekkjunnar málefni, komið þá og [ áteljið mig, segir Drottinn. Þó að yðar syndir sé rauðar sem blóð þá skulu þær snjáhvítar verða og þó þær sé rauðar sem rós þá skulu þær þó verða hvítar sem ull. Ef að þér viljið mér hlýða þá skulu þér neyta landsins auðæfa en ef þér viljið það ekki og eruð óhlýðugir þá skulu þér af ófriðarsverði uppsvelgdir verða. Því að munnur Drottins hann segir þetta.
Hvernin kemur það til að sú ágætisborgin er hórkona vorðin! Hún var full réttinda, réttvísin byggði þar inni en nú manndráparar. Þitt silfur er umvent í skúm og þitt vín er vatsblandað. Þínir höfðingjar eru affallnir og samlagsmenn þjófanna. Þeir þiggja allir mútur og leita eftir fégjöfum, hinum föðurlausa gjöra þeir öngvan rétt og málefnið ekkjnnar kemur ei fyrir þá.
Þar fyrir segir Drottinn allsherjar, sá Hinn megtugi í Ísrael: Ó vei, eg mun hljóta að hugsvala mér fyrir [ óvini mína og hefnast fyrir fjandmenn mína! Og eg mun snúa minni hendi í móta þér og hreinsa þitt skúm sem best og allt þitt tin í burt taka og gefa þér dómara aftur líka sem áður fyrri voru og ráðherra sem í upphafinu. Þá muntu einn staður réttvísinnar og ein ágæt borg kallast. Síon hlýtur fyrir réttindin frelsuð að verða og hennar hinir herteknu fyrir réttlætið so að þeir glæpafullir og syndugir verði til samans foreyddir og þeir eð yfirgefa Drottin fyrirfarist því að þeir hljóta til skammar að verða yfir þeim eikitrjánum sem þér hafið lysting til og að skammast yðar yfir þeim jurtragörðunum sem þér útveljið, þá eð þér munuð verða sem önnur eik með þurrum laufblöðum og so sem annar jurtragarður fyrir utan vatn, þá nær eð sú [ verndarhlíf yðar mun vera sem annar hör og hennar [ gjörðir sem eldgneisti og mun so hvorttveggja til samans uppbrennt verða so að enginn geti útslökkt þar.