XXXII.

Þetta er það orðið sem skeði til Jeremia af Drottni á því tíunda ári Zedechia konungsins Júda, hvert að er hið áttanda ár Nabúgodonosor. [ Þá lá í kringum Jerúsalem herliðið konungsins af Babýlon en prophetinn Jeremias lá þá fjötraður í fordyrunum myrkvastofunnar í hjá húsi konungsins Júda, þar eð Zedechias konungurinn Júda hafði látið innilykja hann og sagt: „Hvar fyrir spáir þú og segir: So segir Drottinn: Sjá þú, eg vil gefa þennan stað í hendur konungsins af Babýlon og hann skal yfirvinna hann og Zedechias konungurinn Júda skal ekki umflúið geta úr höndum þeirra Caldeis heldur vil eg gefa hann í hendur konungsins af Babýlon so að hann skal tala munnlega við hann og það hann skal sjá hann með augum sínum. [ Og hann mun í burt flytja Zedechiam til Babýlon. Þar skal hann og vera þangað til að eg vitja hans, segir Drottinn. Því þó að þér stríðið á móti þeim Caldeis þá skal það þó ekki lukkast yður“?

Og Jeremias sagði: Orð Drottins er skeð til mín, segjandi: Sjá þú: Hanameel sonur Sallúm föðurbróðurs þíns kemur til þín og segir: [ „Kæri, kaup þú minn akur í Anatót því að þú ert nánastur ættmaður til að kaupa hann.“ Og Hanameel bróðurson föður míns kom til mín so sem það Drottinn hafði sagt fyrir fordyrnar myrkvastofunnar og sagði til mín: „Kæri, kaup þú minn akur í Anatót sem liggur í Benjamínlandi því að þú hefur erfðaréttinn þar til og þú ert hinn nánasti. Kæri, kauptu hann.“ Þá formerkta eg að það var orð Drottins og eg keypta akurinn af Hanameel bróðursyni föður míns í Anatót og vóg honum út peninga, sjö cyclos og tíu silfurpeninga, og skrifaði eitt bréf og innsiglaði það og tók vitnisburði þar til og eg vóg peningana þar út í metaskálum. Og eg tók það ið innsiglaða kaupbréfið til mín eftir lögum og venjulegum hætti og so eina opna útskrift. Og eg fékk það sama mitt kaupbréf Barúk syni Nerias sonar Mahasía, að hjá veranda Hanameel míns föðursbróðurssyni og þeim vottunum sem stóðu í kaupbréfinu og í náveru allra þeirra Gyðinganna sem bjuggu hjá fordyrunum myrkvastofunnar. Og eg bauð Barúk fyrir þeirra augum og sagði: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Tak þetta bréf, þetta hið innsiglaða kaupbréfið og þá hinu opnu útskriftina og legg þau í eitt leirker so að þau megi lengi varðveitast. Því að so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Enn skulu menn kaupa sér hús, akurlönd og víngarða í þessu landi.

Og þá eð eg hafða afhent Barúk syni Nerias þetta kaupbréf bað eg til Drottins og sagði: [ Ó Drottinn, Drottinn! Sjá, þú gjörðir himin og jörð fyrir þinn hinn mikla kraft og fyrir þinn útréttan armlegg og þar er enginn hlutur ómögulegur fyrir þér, þú sem gjörir miskunnsemi við margar þúsundir og endurgeldur illsku feðranna í barminn þeirra barna eftir þá, þú hinn mikli og hinn öflugi Guð, Drottinn Sebaót er þitt nafn, mikill af ráði og máttugur af gjörningi og þín augu standa opin yfir öllum vegum mannanna sona so að þú gefur hverjum eftir sinni verkan og eftir ávextinum síns athæfis.

Þú sem gjörðir tákn og stórmerki í Egyptalandi allt til þessa dags, bæði við Ísrael og aðra menn og gjörðir þér eitt nafn so sem það er enn nú þennan dag. [ Og þú fluttir þitt fólk Ísrael út af Egyptalandi fyri tákn og stórmerki, fyri eina volduga hönd, fyri útréttan armlegg og fyrir stórar skelfingar og gafst þeim þetta land so sem að þú hafðir svarið þeirra forfeðrum að þú vildir gefa þeim eitt land í hverju að flýtur mjólk og hunang. Og þá er þeir komu þar inn og eignuðust það þá hlýddu þeir ekki þinni raust og gengu ekki heldur eftir þínu lögmáli og þeir yfirgáfu allt það sem þú bauðst þeim að gjöra. Þar fyrir léstu og einnin alla þessa ógæfu koma yfir þá.

Sjá þú, þessi staður er bílagður allt um kring so það hann skuli yfirvinnast og uppgefinn verða í hendur þeirra Caldeis sem stríða á móti honum með sverði, hungri og drepsótt og so sem að þú hefur sagt so gengur það nú til, það sér þú sjálfur. Og þú, Drottinn, Drottinn, segir til mín: „Kaup þú akur fyrir peninga og haf votta þar við“ en staðurinn skal þó uppgefast í hendur þeirra Caldeis.

Og orð Drottins það skeði til Jeremia og sagði: [ Sjá þú, eg Drottinn er einn Guð alls holds. Skyldi mér nokkuð ómögulegt vera? Þar fyrir segir Drottinn so: Sjá þú, eg gef þennan stað í hendur Caldeis og í hönd Nabúgodonosor konungsins af Babýlon. Hann skal yfirvinna hann og þeir Caldei sem stríða á móti þessum stað skulu koma hér inn og kveikja eld í honum og brenna hann upp og öll þau húsin ofan á hverra ræfrum er þeir báru reykelsi fyrir Baal og offruðu annarlegum guðum drykkjaroffri svo að þeir reitti mig til reiði.

Því að Ísraelsbörn og Júdabörn hafa alla tíma þegar í frá þeirra æskualdri gjört það sem mér líkar illa og Ísraelssynir hafa reitt mig til reiði með sínum handaverkum, segir Drottinn. [ Því að þaðan í frá að þessi staður var uppbyggður hafa þeir gjört mig reiðan og heiftarfullan allt til þessa dags so að eg hlýt í burt að skúfa honum frá mínu augliti fyrir allra illgjörða sakir Ísraelsbarna og Júdabarna sem þeir hafa gjört að þeir reittu mig til reiði. Sjá, þeir sjálfir, þeirra konungar og höfðingjar, prestar, prophetar og þeir sem búa í Júda og Jerúsalem hafa snúið bakinu við mér og ekki andlitinu. Þó að eg léti alla tíma kenna þeim vildu þeir ekki heyra né yfirbæta sig. Þar með settu þeir sínar svívirðingar í það húsið sem af mér hafði nafn svo að þeir saurgöðu það. Og þeir hafa uppbyggt hæðirnar Baals í Ben-Hinnomdal so að þeir uppbrenndi þar sonu sína og dætur fyrir Mólok hvað eg hafði ekki boðið þeim og það sló aldreigi í mitt sinni að þeir skyldu gjöra svoddan svívirðing, hvar með að þeir komu Júda svo til að syndgast. [

Og nú fyrir þess sama sakir talar Drottinn Guð Ísraels so um þennan stað, af hverjum þér segið að hann skuli fyrir sverði, hungri og drepsótt yfirgefinn verða í hendur konungsins af Babýlon. [ Sjá þú, eg vil safna þeim úr öllum löndum sem eg hefi í burt kastað þeim í minni mikilli reiði og grimmd og ómiskunnsemi og eg vil flytja þá hingað aftur til þessa staðar svo að þeir skulu ugglausir búa og þeir skulu vera mitt fólk, so vil eg og vera þeirra Guð. Og eg vil gefa þeim eitt samlundað hjarta og athæfi so að þeir skulu óttast mig alla sína lífdaga so að það skuliu þeim vel vegna og þeirra börnum eftir þá. Og eg vil gjöra einn eilífan sáttmála viður þá so að eg vil ei því linna að gjöra þeim til góða og eg vil gefa þeim mína hræðslu í hjartað so að þeir skulu ekki í burt víkja frá mér. Og það skal vera mín gleði að eg megi þeim gott gjöra og trúlegana vil eg gróðsetja þá í þessu landi af öllu hjarta og af allri sálu.

Því að so segir Drottinn: [ Líka sem það eg hefi alla þessa hina miklu ógæfu látið koma yfir þetta fólk, so vil eg og láta allt gott koma yfir þá það sem eg hefi talað til þeirra og þar skulu enn nú kaupast akrar í þessu landi um hvert að þér segið: „Það skal í eyði liggja so að þar skal hverki fólk né fénaður inni vera og það skal gefast í hendur þeirra Chaldeis.“ Þó skulu menn kaupa samt akurlönd fyrir peninga og það sama með bréfum inciglum og vitnum í Benjamínlandi og allt um kring Jerúsalem og í stöðunum Júda, í stöðunum á fjallbyggðum, í stöðunum í dölunum og í þeim stöðunum móti suðrinu, því eg vil snúa þeirra herleiðingu, segir Drottinn.