Prophetinn Jeremias
Fyrsti kapítuli
Þessar eru þær gjörðir Jeremie sonar Hilkía út af þeim kennimönnum til Anatót í Benjamínslandi, til hvers að skeði orð Drottins á dögum Jósía sonar Amón kóngsins Júda, á því hinu þrettánda ári hans ríkis, og þar eftir á á dögum kóngsins Júda Jóakíms sonar Jósía, allt til enda þess ellefta ársins Sedekía sonar Jósía kóngsins Júda, allt til herleiðingar Jerúsalem á þeim fimmta mánaði. [
Og orð Drottins það skeði til mín og sagði: „Eg þekkta þig áður en eg tilbjó þig í móðurlífi og útvalda þig fyrr en þú vart fæddur af móðurinni og setti þig til spámanns á meðal fólksins.“
En eg sagði: „Óhó Drottinn Drottinn, eg dugi ekki til að prédika það eg er so ungur.“ En Drottinn sagði til mín: „Seg þú eigi: Eg er so ungur, heldur þá skaltu fara burt þangað sem eg sendi þig og prédika það hvað eg býð þér. Vert ekki hræddur við þá það eg em í hjá þér og eg vil frelsa þig, segir Drottinn.“ Og Drottinn rétti út sína hönd og áhrærði minn munn og sagði til mín: „Sjá þú, eg legg mín orð í þinn munn. Sjá þú, að eg set þig á þessum degi yfir þjóðir og kóngaríki so að þú skalt upp slíta, í sundurbrjóta, í [ eyði leggja og fordjarfa og einnin líka uppbyggja og gróðsetja.“
Og orð Drottins það skeði til mín og sagði: „Jeremía, hvað sér þú?“ Eg sagði: „Eg sé einn vakandi staf.“ Og Drottinn sagði til mín: „Það hefur þú rétt séð því að eg vil vakandi vera yfir mínu orði so að eg fullgjöri það.“ Og orð Drottins það skeði til mín enn í annað sinn og sagði: „Hvað sér þú?“ Eg sagði: „Eg sé einn sjóðanda pott af norðrinu.“ Og Drottinn sagði til mín: „Af norðrinu mun koma sú ólukkan yfir alla þá sem í landinu búa. Því að sjá þú, eg vil til samans kalla alla höfðingjana út í þeim kóngaríkjunum móti norðrinu, segir Drottinn, so að þeir skulu koma og setja sína stóla fyrir borgarhliðunum til Jerúsalem og umhverfis kringum múrveggina og fyrir öllum stöðunum í Júda. Og eg vil láta réttinn ganga yfir þá fyrir sakir allra þeirra illgirni að þeir yfirgefa mig og gefa reykelsi annarlegum guðum og tilbiðja sinna handa verk.
So umgyrtu þínar lendar og gjör þig reiðubúinn til að prédika þeim allt það hvað eg skipa þér. [ Óttast þá ekki so sem að skylda eg fráskelfa þig því að eg vil í dag gjöra þig að einnri öröggri borg og að einum járnstólpa og að koparvegg í öllu landinu í gegn þeim konungunum Júda, í gegn þeirra höfðingjum, í gegn þeirra kennimönnum, í gegn því fólkinu landsins. Þó so sé að þeir standi á móti þér þá skulu þeir þó ekki yfirvinna þig því að eg em hjá þér, segir Drottinn, að eg frelsi þig.“
Og orð Drottins það skeði til mín og sagði: Far þú og prédika opinberlegana til Jerúsalem og seg þú: So segir Drottinn: Eg minnist á það að þú vart ein væn ung meyja og ein elskuleg brúður þar eð þú fylgdir mér í eyðimörkinni í þvi landinu sem ekkert sæði er, þar eð Ísrael var eign Drottins og hans fyrsti ávöxtur. Hver sem vildi hann upp eta sá hlaut fyrir skuldu að vera og ógæfan hlaut yfir hann að koma, segir Drottinn.