II.
Og talan Ísraelsbarna skal vera sem sjávarsandur hvern menn kunna hverki að mæla né telja. [ Og þá skal ske í þeim stað þar sagt var til þeirra: [ „Þér eruð ekki mitt fólk“ þá skulu menn segja þar til þeirra: „Ó þér lifanda Guðs börn!“ Því að Júdabörn og Israelisbörn skulu koma til samans og halda sér allir saman til eins [ höfuðs og draga í burt af landinu. Því að Jesreel dagur skal vera einn stór og mikill dagur. Segið yðar bræðrum: „Þér eruð mitt fólk“ og til yðar systur: „Hún er í náðinni.“
Segið dóm yfir yðar móður. Hún er ekki mín kvinna og eg vil ekki hafa hana. Skipið henni að láta sinn hóruskap frá sér og hennar hórdóm frá hennar brjósti so að eg dragi hana ekki nakta út og setji hana þangað aftur sem hún var þá hún var fædd og so að eg gjöri hana ekki sem eina eyðimörk og sem eitt þurrt land og láti hana ekki deyja af þorsta og sjá ekki aumur á hennar börnum. Því þau eru hórubörn og þeirra móðir er ein [ hóra og sú sem fæddi þau heldur sig skammarlegana og segir: „Eg vil hlaupa eftir mínum fylgjumanni sem gefur mér brauð, vatn, ull, lín, viðsmjör og drykk.“
Þar fyrir sjá þú, eg vil afturbyrgja þinn veg með þyrnum og hlaða einn vegg þar fyrir so hún finni ekki sína stigu. Og þá hún hleypur eftir sínum fylgjumönnum þá skal hún ekki ná þeim og þá hún leitar eftir þeim ekki finna þá. Þá skal hún segja: „Eg vil snúa aftur til míns fyrsta manns, þar átti eg betra en nú á eg.“ Því hún vill ei vita að eg er þann sem gefur henni korn, vín og viðsmjör og að eg hefi gefið henni mikið silfur og gull það hún hefur haft Baal til dýrðar.
Þar fyrir vil eg taka mitt korn og vín aftur á sinn tíma og innihalda minni ullu og líni með hverju hún huldi sína blygðan. En nú vil eg uppfletta hennar skömm fyrir augum hennar fylgjumanna og enginn skal frelsa hana frá minni hendi. Og eg vil gjöra einn enda á allri hennar gleði, hátíðum, tunglkomum, þvottdögum og öllum hennar helgidögum. Eg vil eyðileggja hennar vínþrúgur og fíkjutré fyrst hún segir: „Það eru mín laun sem mínir fylgjumenn gefa mér.“ Eg vil gjöra einn skóg þar út af so að villudýrin skuli upp eta hann. So vil eg vitja yfir hana þeirra Baalsdaga hverjum hún gjörir reykelsisoffur og prýðir sig með nistum og gullspöngum og hálsböndum og hleyptur eftir sínum fylgjumönnum en gleymir mér, segir Drottinn.
Þar fyrir sjá þú, eg vil lokka hana og eg vil láta hana í eina eyðimörk og tala vinsamlega til hennar. [ Þar vil eg gefa henni af þeim sama stað hennar víngarð og Akórsdal til að uppláta vonina. OG þar skal hún syngja sem á sínum æskutíma þá hún dró af Egyptalandi. Þá, segir Drottinn, skaltu kalla mig „Minn maður“ og þú skalt ekki meir kalla mig „Minn Baal“. Því eg vil burt taka Baals nafn af þeirra munni so menn skulu ekki meir minnast á það nafn.
Og á þann tíma vil eg gjöra einn sáttmála við dýrin á mörkinni, við fuglana undir himninum og við skriðkvikindin á jörðunni og eg vil í sundurbrjóta í landinu boga, sverð og stríð og eg vil láta þá búa tryggilega. Eg vil gefa þér mína trú að eilífu. Eg vil trúlofa þig mér í réttlæti og dómi, í náð og miskunnsemi, já eg vil trúlofa þig mér í trúnni. Og þú skalt þekkja Drottin.
Eg vil bænheyra á þeirri sömu tíð, segir Drottinn, eg vil bænheyra himininn og himininn skal bænheyra jörðina. Og jörðin skal bænheyra kornið, vínið og viðsmjörið og þau skulu bænheyra Jesreel. Og eg vil halda hana mér til eins sæðis á jörðunni og miskunna mig yfir þá sem í óvináttunni var og segja til þeirra sem ei var mitt fólk: [ „Þú ert mitt fólk“. Og þeir skulu segja: „Þú ert minn Guð.“