X.

Ísrael er eitt eyðivíntré, hans ávöxtur er og líka so. Því so mikinn ávöxt sem hann hafði so margt altari hafði hann gjört og hvar landið var allra best þar settu þeir sínar fegurstu kirkjur. Þeirra hjarta er í sundurdeilt. Nú skulu þeir finna sína skuld. Þeirra öltöru skulu í sundur brjótast og þeirra kirkjur skulu kollkastast. Þá skulu þeir segja: „Vér höfum öngvan kóng það vér óttunst ekki Drottinn. Hverju kann kóngurinn að hjálpa oss nú?“ Þeir sverja forgefins og gjöra einn sáttmál og svoddan ráð gróa á öllum þeirra ökrum á markinni so sem gall.

Innbyggjararnir í Samaria eru hræddir um kálfinn í Bet Aven því hans fólk syrgir fyrir honum, yfir hverjum þó að hans Kamarím plöguðu að gleðjast hans vegsemdar vegna. [ Því hann er í burt fluttur frá þeim, já kálfurinn er fluttur í Assyria konunginum til einnrar skenkingar í Jareb. So skal Efraím skammast sín og Ísrael skal hafa kinnroða fyrir sitt uppsátur. Því konungurinn af Samaria er í burtu líka sem froða á vatni. Þær hæðirnar til Aven eru afmáðar með hverju Ísrael syndgaðist. Þar vaxa nú þyrnir og þislar á þeirra öltörum. Og þeir skulu segja: „Þér fjöll, hyljið oss, og þér hálsar, fallið yfir oss!“

Ísrael, þú hefur syndgast síðan Gíbeons tíð, við það hafa þeir og haldið sig. [ En soddan stríð sem skeði móti þeim vondum mönnum í Gíbea skal ekki koma á þá heldur vil eg straffa þá eftir mínu sinni og ósk að þar skal koma samansafnað fólk yfir þá þegar eg vil straffa þá fyrir þeirra [ tvær syndir.

Efraím er einn vaninn kálfur svo hann þreskir gjarnan. Eg vil stíga yfir hans fagra háls, eg vil ríða á Efraím. Júda skal erja og Jakob jafna. Þar fyrir sáið yður réttlæti og uppskerið kærleikann og erjið öðruvís meðan tíminn er og leitið Drottins þar til hann kemur og döggvar réttlætinu yfir yður. Því að þér sáið illu og uppskerið vonda gjörninga og etið lyginnar ávöxt.

Og sökum þess að þú treystir á þína breytni og á fjöldann þinna stríðskappa þá skal þar upphefjast eitt upphlaup á meðal þíns fólks so að allir þínir fastir staðir skulu hrapa, líka sem Salman yfirvann og niðurbraut Arbeiel hús á þeim stríðstíma þá mæðurnar voru niðurslegnar með öllu til dauðs á börnunum. So skal það ganga yður í Betel sökum yðra stórra synda að Ísraelskóngur skal undir ganga snemma að morni.