II.
Hvernin hefur Drottinn yfirausið dótturina Síon með myrkrunum sinnar reiði! Hann hefur útkastað þeirri dýrðinni Ísraels af himnum ofan á jörðina, hann hugsaði ekki til sinnar fótskarar á þeim deginum sinnar reiði.
Drottinn hefur miskunnarlaust afmáð alla bústaðina Jakobs. Hann hefur í sinni bræði niður brotið öll styrktarvígi dótturinnar Júda og gjört þau slétt. Hann hefur ósæmt bæði hennar ríkisstjórn og svo hennar höfðingja.
Hann hefur í sundurbrotið öll Ísraels [ horn í sinni grimmdarreiði, hann dró sína hægri hönd á bak við sig þá eð óvinurinn kom og hefur svo uppkveikt þann eld í Jakob sem eyðir allt umhverfis.
Hann hefur uppspennt sinn boga sem einn óvin, hann hefur tíað sína hægri hönd sem einn mótstöðumaður og hefur niðurdrepið allt það sem lystilegt var að sjá og útausið sinni grimmdarreiði sem eldi í bústaðina dótturinnar Síon.
Drottinn er líka sem sé hann óvinur, hann hefur Ísrael í eyðilagt, hann hefur afmáð hennar herbergi og hefur fordjarfað hennar sterka kastala. Hann hefur gjört dótturinni Júda mikla sorg og harm.
Hann hefur um koll kastað sinni tjaldbúð so sem einum garði og fordjarfað sinn bústað. Drottinn hefur látið gleyma bæði hátíðum og þvottdagshelgum í Síon og látið so vanvirðast í sinni grimmdarreiði bæði konunginn og kennimanninn.
Drottinn hefur í burt kastað sínu altari og bölvað sínum helgidómi. Hann hefur gefið múrveggina hennar herbergja út í óvinar hendur so að þeir hafa háhljóðað í húsi Drottins líka sem á hátíðardegi.
Drottinn hefur hugsað að fordjarfa þá múrveggina dótturinnar Síon. Hann hefur dregið þann mælistrenginn þar út yfir og hann sneri ekki sinni hendi þaðan í frá fyrr en hann hafði afmáð hana. Vígskörðin þau standa sárgrætilegana og múrveggirnir þeir liggja hörmulegana.
Hennar portdyr liggja djúpt í jörðunni, hann í sundurbraut hennar slagbranda og gjörði þá að öngu. Hennar konungar og höfðingjar eru í burt á meðal heiðinna þjóða þar eð þeir mega ekki iðka lögmálið og hennar prophetar hafa öngvar sjónir af Drottni.
Þeir öldungarnir dótturinnar Síon liggja á jörðu og eru [ kyrrir, þeir ausa moldardufti yfir höfuð sér og klæða sig í sekkjum. Meyjarnar af Jerúsalem hengja sín höfuð til jarðar.
Eg hefi so nær útgrátið mín augu so að mitt líf það tekur að sárna þar af. Mín lifur er úthellt á jörðina yfir eymdinni dótturinnar míns fólks þá eð brjóstmylkingarnir og smábörnin hungruðu á strætunum í staðnum, þá eð þau sögðu til sinna mæðra: „Hvar er brauð og vín?“ þann tíð þau sultu á strætunum í staðnum, líka sem að væri þau særð til ólífis og gáfu so upp aundina í faðmi sinna mæðra.
Aví þú dótturin Jerúsalem! Við hvern skal eg jafna þér? Og fyrir hvern skal eg reikna þig, þú jungfrúin dótturin Síon, hverjum skal eg samlíkja þig hvar með að eg kynni so að hugsvala þér? Því að þinn skaði er so stór sem eitt sjávarhaf, hver kann að græða þig?
Þínir prophetar hafa prédikað þér lygar og fávíslegar sjónir og hafa ekki opinberað þér þínar misgjörðir hvar með þeir hefðu mátt frásnúa þinni herleiðingu heldur á hafa þeir prédikað fyrir þér lygisamlegar prédikanir með hverjum þeir hafa prédikað þig út af landinu.
Allir þeir sem ganga framhjá klappa höndum til samans, blístra að þér og skaka sín höfuð eftir dótturinni Jerúsalem: „Er það sá staðurinn af hverjum þeir sögðu að hann væri sá hinn allra prýðilegasti, af hverjum það allt landið gladdi sig?“
Allir þínir óvinir upplúka sínum munni á móti þér, blístra að þér, nísta tönnum og segja: [ „Hei, hei! Vér höfum afmáð hana! Það er sá dagurinn vér höfum eftir beðið! Vér höfum það og fengið og vér höfum það lifað.“
Drottinn hefur framkvæmt það hvað honum bjó í sinni, hann hefur fullkomnað sín orð þau sem hann hafði áður fyrir langri ævi boðað. Miskunnarlaust hefur hann í eyðilagt, þína óvini hefur hann glatt yfir þér og upphafið það hornið þinna óvina.
Þeirra hjarta kallar til Drottins og þú, múrveggurinn dótturinnar Síon, láttu tárin ofanrenna nátt og dag líka sem annan læk, lát eigi af því og þinn augasteinn linni því ekki.
Statt upp á náttarþeli og kalla, úthell þínu hjarta fyrir augsýn Drottins, á þeirri fyrstu eyktarvökunni so sem vatni. Halt upp þínum höndum fyrir honum vegna sálnanna þinna ungbarna sem dóu af hungri frammi á öllum strætunum.
Drottinn, sjá þú og hygg að því hvern að þú hefur so fordjarfað. Skyldu konurnar eta ávöxtinn síns kviðar, þau ungu börnin spannarlöng? Skyldu prophetarnir og prestarnir so niðurdrepnir verða í helgidóminum Drottins?
Þar lágu á strætunum, á jörðunni, ungir og gamlir, mínar meyjar og yngismenn eru fallnir fyrir sverði hverja þú hefur í hel slegið á þeim deginum þinnar reiði, þú hefur niðurdrepið vægðarlaust.
Þú kallaðir mína óvini utan um kring mig so sem á einn hátíðardag so að enginn komst undan eða varð eftir á þeim reiðinnar degi Drottins. Þá sem eg hafði fóstrað og uppfætt þeim hafa óvinirnir fyrirfarið.