VI.
Fyrst vér lifum í andanum þá göngum og einnin í andanum. [ Verum eigi ágjarnir hégómadýrðar hver annan innbyrðis að reita og að öfunda. Kærir bræður, ef maðurinn verður í einhverjum glæp hindraður þá leiðréttið hann með hógværum anda, þér sem eruð andlegir. Og haf gát á sjálfum þér það þú verður ekki freistaður. Einn beri annars byrði og so munu þér uppfylla Christi lögmál. En ef einhver lætur sér þykja það hann sé nokkuð (sem hann er þó ekkert), sá tælir sjálfan sig. Hver einn reyni sín eigin verk og þá mun hann á sjálfum sér hrósan hafa og eigi á neinum öðrum. Því að hver einn mun sína byrði bera.
En sá er leiðréttur verður með orðinu hann býti honum allsháttuðum auðæfum sem hann leiðréttir. [ Farið ei villir vega: Guð lætur ekki að sér hæða. Því hvað maðurinn sáir niður það mun hann uppskera. Hver í holdinu niðursáir, sá mun af holdinu skaðsemi uppskera. En hver í andanum niðursáir, sá mun af andanum uppskera eilíft líf. Þreytunst vér eigi gott að gjöra því að á sínum tíma munu vér einnin óþrotnandi uppskera. Fyrst vér höfum nú tíðina þá gjörum gott hverjum manni, einna mest þeim sem eru trúarinnar heimkynni.
Sjáið, hve mörg orð eg skrifaði yður með eiginni hendi. Þeir eð sig vilja þakknæma gjöra eftir holdinu þeir þvinga yður til að umskerast einasta upp á það þeir verði eigi með krossi Christi ofsóttir. Því að þeir sjálfir sem sig láta umskera halda ekki lögmálið heldur vilja þeir það að þér látið umskera yður so að þeir megi hrósa sér af yðru holdi. En fjærri sé mér að hrósast nema einasta í krossi vors Drottins Jesú Christi, fyrir hvern mér er heimurinn krossfestur og eg heiminum. Því að í Christo Jesú dugir hverki umskurn né yfirhúð nokkurt heldur ný skepna. Og so margir sem eftir þessari [ reglu ganga yfir þeim sé friður og miskunn og yfir Ísrael Guðs. Hér eftir gjöri mér engin meiri mæðu því að eg ber jafnan benjar Drottins á mínum líkama. Náð vors Drottins Jesú Christi sé með yðrum anda, kærir bræður. Amen.
Til þeirra í Galatia
sendur af Roma