III.
Þér skynsemdarlausir Galate, hver hefur töfrað yður það þér hlýdduð ekki sannleiknum? [ Hverjum þó Jesús Cristus var fyrir augum málaður og nú á meðal yðar krossfestur er. Það alleinasta vil eg nema af yður: Hvert þér hafið meðtekið andann fyrir verkin lögmálsins eða fyrir prédikunina af trúnni. Eru þér so skynlausir? Hvað þér hafið uppbyrjað í andanum, því vilji þér nú í holdinu áfram halda? Hafi þér þá liðið so margt fyrir ekki? Ef það er annars fyrir ekki. Sá sem yður gefur andann og gjörir slíka gjörninga á meðal yðar, gjörir hann það þá fyrir verkin lögmálsins eða fyrir prédikunina af trúnni? Líka so sem Abraham trúði Guði og það er honum reiknað til réttlætis. [ So viti þér nú þá það þeir sem trúarinnar eru að þeir eru Abrahams börn.
En Ritningin hefur þetta áður til forna fyrirséð það Guð réttláta gjörir hina heiðnu fyrir trúna. Af því kunngjörði hann það Abraham fyrirfram: „Í þér skulu allar þjóðir blessaðar verða.“ [ Líka so munu þeir sem trúarinnar eru blessast meður hinum trúaða Abraham. Því svo margir sem við lögmálsins verkin fást þeir eru undir bölvaninni. Því skrifað er: „Bölvaður sé sá hver sem ekki blífur í öllu því sem skrifað er í lögmálsbókinni so hann gjöri það.“ [ En það að fyrir lögmálið verði enginn réttlátur fyrir Guði, þa er opinbert: „Því að réttlátur lifir af trú sinni.“ [ En lögmálið er ekki af trúnni heldur: „Sá maður sem það gjörir mun lifa þar fyrir.“ [ En Christus hefur leyst oss frá bölvan lögmálsins þann tíð hann varð bölvan fyrir oss (því að skrifað er: „Bölvaður sé sá hver sem á tré hangir“) so að blessan Abrahe komi meðal heiðinna þjóða í Christo Jesú og að vér meðtækjum so fyrirheitinn anda fyrir trúna. [
Kærir bræður, eg vil tala eftir mannlegum plagsið. Engin vanrækir mannsins testament (nær það er staðfest) né eykur þar við. Nú eru þó fyrirheitin Abrahe og hans sæði tilsögð. Eigi segir hann „sæðunum“ so sem fyrir mörg heldur svo sem fyrir eitt. „Fyrir þitt sáð“ hvert að er Kristur. En eg segi þar af að það testament sem áður til forna er staðfest af Guði upp á Christum verður ekki ónýtt gjört so það fyrirheit skyldi fyrir lögmálið enda taka, hvert að gefið er fyrir fjórum hundruðum og þrjátigi árum þar eftir. Því ef arfleifðin yrði fyrir lögmálið afrekuð þá yrði hún ekki fyrir fyrirheitið gefin. En Guð hefur fyrirheitisins vegna gefið hana Abraham.
Hvar til skal þá lögmálið? Það er vegna yfirtroðslunnar tilsett þangað til það sæði kæmi hverju fyrirheitið var skeð og er tilsett af englunum fyrir hönd meðalgöngumannsins. [ En meðalgöngumaðurinn er eigi aðeins einka meðalgöngumaður en Guð er einn.
Hvernin þá? Er lögmálið í gegn Guðs fyrirheiti? Það sé fjærri. Því ef þar væri það lögmál útgefið sem lífgað gæti, sannarlega þá kæmi réttlætið út af lögmálinu. En Ritningin hefur það innilukt undir syndinni so að það fyrirheit sem kemur fyrir trúna á Jesúm Christum gæfist trúuðum. En áður sú trúa kom varðveittunst vér undir lögmálinu og inniluktir upp á þá trú sem opinber skyldi verða.
Líka so var lögmálið vor tyftunarmaður til Christum so að vér réttlættunst fyrir trúna. En nú eð trúan er komin þá erum vér eigi lengur undir þeim tyftunarmanni. Því að þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist. Því að so margir af yður sem eruð skírðir, þér hafið Kristi íklæðst. Hér er ei Gyðingur né gírskur, hér er eigi þræll né frelsingi, hér er eigi kall né kvinna, því þér eruð allir saman eitt í Christo Jesú. En fyrst þér eruð Christi þá eru þér Abrahams sæði og eftir fyrirheitinu erfingjar.