Jakob kallaði sína sonu fyrir sig og sagði: „Safnið yður til samans svo eg megi kunngjöra yður hvað yfir yður skal koma á seinustum dögum. [ Heimtist saman og hlýðið til, þér Jakobs synir, og heyrið yðarn föður Ísrael.
Rúben, minn fyrsti son, þú ert minn kraftur og mín fyrsta magt, yppastur í offri og yppastur í ríkinu. [ Hann rann lauslega burt sem vatn. Þú skalt ekki vera æðstur því að þú fórst upp í þíns föðurs sæng og saurgaðir mína sæng með þinni uppför.
Þeir bræður Símeon og Leví, þeirra sverð eru morðingjavopn. [ Mín sál skal ekki koma í þeirra ráð og mín æra skal ekki vera í þeirra samkundu. Því þeir myrtu mann í sinni reiði og með sínum eigin vilja hafa þeir uxann fordjarfað. Bölvuð verði þeirra reiði því hún er so ströng og þeirra grimmd, að hún er so hörð. Eg vil skipta þeim í Jakob og tvístra þeim í sundur meðal Ísrael.
Júda, þú ert þann, þig skulu þínir bræður prísa. Þín hönd skal vera á þinna óvina hálsi. Þér skulu þínir föðursynir lúta. Júda er leons hvolpur, þú ert hátt kominn, minn son, við stóran sigur. Hann kraup niður og lagði sig so sem leon og so sem leoninna. Hver vill upp reisa sig í móti honum? Sú konunglega spíra skal ekki burt takast frá Júda, né heldur lærimeistarinn frá hans fótum, fyrr en sá [ Frelsarinn kemur og að honum skulu þjóðirnar safnast. Hann mun binda sinn fola við víntré og sína ösnu við þann eðla vínkvistinn. Hann mun þvo sinn klæðnað í víni og sinn möttul í vínberjablóði. Hans augu eru rauðari en vín og hans tennur hvítari en mjólk.
Sabúlon skal búa hjá höfninni við sjóinn og þar sem skipalagin eru og hans landamerki taka að Sídon.
Ísaskar skal vera einn beinasni og skal leggja sig á milli landamerkjanna. Og hann sér að hvíldin er góð og að landið er lystilegt. En hann hefur beygt sínar herðar til byrðar og er orðinn einn skattgildur þénari.
Dan skal vera dómari yfir sínu fólki, so sem ein önnur ættkvísl í Ísrael. Dan skal vera einn höggormur á vegi og ein naðra á götunni, bítandi í hestsins hæl svo að sá eð ríður falli á bak aftur. Drottinn, eg bíð eftir þínu hjálpræði.
Gað herklæddur skal færa stríðsherinn fram og til baka aftur.
Af Asser kemur það feita brauð og hann mun gjöra kóngunum til vilja.
Neftalí er einn snar hjörtur og gefur fögur orð.
Jósef mun vaxa, hann mun vaxa sem einn uppsprettubrunnur. Dæturnar ganga fram með valdstjórninni. Og þó að stórmennin reiðist og stríði í móti honum og ofsæki hann, so verður þó hans bogi fastur og armleggur hans handa sterkur, fyrir hendur þess hins megtuga í Jakob. Af honum eru komnir hirðarar og steinar í Ísrael. Af þíns föðurs Guði ert þú hólpinn og blessaður ert þú af þeim Almáttuga, með blessan af himnum ofan, með blessan af undirdjúpinu sem hér undirliggur, með blessan af brjóstinu og kviðnum. Þíns föðurs blessanir eru sterkari en minna foreldra blessanir (eftir ósk þeirra hávu í heiminum) og þær munu koma yfir Jósefs höfuð og yfir hvirfil á þeim Nasarenis á meðal hans bræðra.
Ben-Jamín er einn gleypandi úlfur. Að morgni mun hann éta herfang en að kveldi skal hann herfanginu útskipta.“
Þessir eru þeir tólf kynþættir Ísraels og þetta er það sem þeirra faðir mælti við þá þá hann blessaði þá, sérhvörn þeirra með einni sérlegri blessan.
Og hann bauð þeim og sagði til þeirra: „Eg safnast til míns fólks. Grafið mig hjá mínum forfeðrum í þeirri gröf á Efrons Hetíters akri, í þeim tvefalda hellir sem liggur gegnt Mamre í landi Kanaan, hverja Abraham keypti með akrinum af Efron Hetíter til greftrunar arfs. [ Þar hafa þeir grafið Abraham og hans kvinnu Sara, þar hafa þeir og grafið Ísak og Rebekku hans kvinnu. Þar í sama stað hefi eg og so grafið Lea, í þeim akri og í þeim hellir sem keyptur var af sonum Het.“
Þá Jakob hafði endað þessar skipanir til sona sinna lagði hann sínar fætur til samans í sænginni og andaðist og varð safnaður til síns fólks. [ Þá féll Jósef yfir síns föðurs andlit og grét yfir honum og minntist við hann.