Abraham var gamall og hniginn á efra aldur og Drottinn hafði blessað hann í öllum hlutum. [ Og hann sagði til síns elsta þénara sem var í hans húsi, hver eð settur var yfir allt hans góss: „Legg þína hönd undir mínar lendar og sver mér við Drottin Guð himins og jarðar að þú skulir ekki taka mínum syni til handa nokkra af þeim Chananeis dætrum honum til eiginnar kvinnu á meðal hvörra eg er búandi, heldur skaltu fara í mitt föðurland og til mínnar fósturjarðar og til minnar ættar og biðja þar mínum syni Ísak til handa eiginnar konu.
Þjóninn svaraði: „En ef konan vill ekki fylgja mér hingað í þetta land, skal eg þá færa þinn son þangað í það land af hvörju þú ert útgenginn?“ Abraham sagði til hans: „Varast þú að hafa minn son þangað aftur. Drottinn Guð himins, sá sem tók mig frá míns föðurs húsi og frá minni óðaljörðu, sá sem talaði við mig og vann mér eið og sagði: Þetta land vil eg gefa þínu sæði, hann mun senda sinn engil fyrir þér svo þú munt þar taka mínum syni til handa eiginkonu. [ En vilji konan ekki fylgja þér þá ert þú kvittur þessa eiðs, en eins kostar láttu minn son ei koma þangað.“ Þá lagði sveinninn sína hönd undir lendar Abrahams síns herra og vann honum eið að þessu.
So tók sveinninn tíu úlfbalda af síns herra úlfböldum og fór af stað og hafði allra handa með sér af síns herra góssi og auðæfum. Og hann tók sig upp og fór í Mesopotamiam til borgar Nahor. Þar hvíldi hann sína úlfbalda utan borgar í móti aftni hjá einum brunni á þeim tíma sem konur fóru út í venjulegan tíma eftir vatni. Og hann sagði:
„Drottinn Guð míns herra Abrahams, kom nú á þessum degi til mín og veit miskunnsemi mínum herra Abraham. [ Sjá, eg stend nú hér hjá þessum brunni og mannanna dætur af borginni koma nú hingað eftir vatni og þá hér kemur nú ein píka til hverrar eg segi: Set þína skjólu niður og lát mig drekka, og hún segir: Drekk þú, eg vil og gefa þínum úlföldum að drekka, að hún sé sú hin sama sem þú hefur fyrirhugað þínum þjón Ísak og að eg megi merkja hér út af að þú hefur auðsýnt miskunnsemd mínum herra.“
En áður hann hafði þetta út talað, sjá, þá kom Rebekka út, hún var dóttir Batúels, sonar Milka og Milka var Nahors Abrahams bróður kvinna, og hún bar eina skjólu á öxlinni og var mjög væn píka og fríð og ennþá júngfrú so enginn mann hafði enn þá þýðst hana. [ Hún sté ofan í brunninn og fyllti sína skjólu og kom upp aftur. Þá rann Abrahams þénari í mót henni og sagði: „Gef mér að drekka lítið vatn af þinni skjólu.“ Hún sagði: „Drekk minn herra.“ Og strax tók hún skjóluna og setti niður og gaf honum að drekka. Og sem hann hafði drukkið þá sagði hún: „Eg vil og draga vatn til þinna úlfbalda þangað til að þeir hafa allir drukkið.“ Og hún flýtti sér og steypti úr skjólunni í vatsrennuna og hljóp aftur ofan í brunninn og dró vatnið upp og vatnaði öllum hans úföldum.
Manninn furðaði þetta um hana með sjálfum sér, þegjandi þar til hann kynni að vita hvort Drottinn vildi láta hans reisu lukkast eður ei. Og sem hans úlfaldar höfðu allir drukkið tók hann eina gulllega ennisspöng að vigt hálfur syklus og setti tvo armhringa á hennar hendur sem voru að vigt tíu sykli gulls. Og hann sagði: „Mín dóttir, hverra manna ert þú? Seg þú mér það. Er ekki rúm í þíns föðurs húsi að herbergja oss?“ Hún svaraði: „Eg er Batúels dóttir, sonar Nahors sem Milka fæddi honum.“ Og hún sagði framarmeir til hans: „Vér höfum hálm og hey nóg og gott rúm til að herbergja yður.“
Þá laut maðurinn niður og bað til Drottins og sagði: „Lofaður sé Drottinn Guð míns herra Abrahams sem ekki hefur snúið miskunn og sannleika í frá mínum herra. [ Því að Drottinn hefur leitt mig hinn rétta veg hingað til míns herra föðurbróðurs húss.“ Og píkan rann heim og bar öll þessi orð í sinnar móður hús.
En Rebekka átti einn bróðir sem hét Laban. [ Hann gekk út til mannsins að brunninum. Og sem hann sá eyrnagullið og hringana á höndum sinnar systur og heyrði orð Rebekku sinnar systur þá hún sagði: „So og so hefur maðurinn mælt“, þá kom hann til mannsins og sjá þú, hann stóð hjá brunninum með sína úlfalda. Og hann sagði: „Kom hér inn þú blessaður af Drottni, því stendur þú hér úti? Eg hefi búið þér herbergi og skikkað rúm til þinna úlfalda.“ Og hann leiddi manninn inn í húsið og spretti af hans úlföldum og gaf þeim hálm og hey, og so vatn til að þvo hans fætur og hans manna sem komu með honum. Og hann setti fæðslur fram fyrir hann.
En hann sagði: „Eg vil ei matar neyta fyrr en eg hefi rekið mitt erindi.“ Þeir svöruðu: „Seg þú fram þitt erindi.“ Hann svaraði: „Eg er Abrahams þénari og Drottinn hefur ríkuglega blessað minn herra, að hann er stórmektugur orðinn, og hann hefur gefið honum naut og sauði, silfur og gull, þræla og ambáttir, úlfalda og asna. Og hér með hefur Sara míns herra húsfrú fætt honum einn son í sinni elli. Honum hefur hann gefið allt það sem hann á.
Og minn herra hefur tekið eið af mér og sagt: „Þú skalt ei taka mínum syni til handa nokkra kvinnu af þessum Kanaans dætrum í því landi sem eg bý, heldur far þú til míns föðurs húss og til minnar ættjarðar og tak þar mínum syni til handa eina kvinnu.“ En eg svaraði mínum herra: „En ef kvinnan vill ekki fylgja mér?“ Þá sagði hann til mín: „Sá Drottinn fyrir hverjum eg geng, hann mun senda sinn engil með þér og greiða götu þína, so að þú munt taka mínum syni til handa eina kvinnu út af minni ætt og af míns föðurs húsi. So skaltu vera kvittur fyrir þeim eiði nær þú kemur til minnar ættar, vilji þeir ekki gefa þér hana, so ertu og kvittur þessa eiðs.“
Því kom eg á þessum degi til brunnsins og sagði: „Drottinn Guð míns herra Abrahams! Hafir þú gefið mér náð til þessarar reisu sem eg hefi ferðast, sjá þú, eg stend hér hjá þessum brunni og nær hér kemur nú ein jungfrú að draga vatn og eg segi til hennar: „Gef mér lítið vatn af þinni skjólu til að drekka“, og hún segir: „Drekktu, eg vil og draga vatn upp til þinna úlfalda“, að hún skal vera sú kvinna sem Drottinn hefur fyrirhugað að vera skuli míns herra sonarkvinna.“
En áður eg hafða út talað þessi orð í mínu hjarta, sjá, þá kom Rebekka út hingað og bar eina skjólu á sínum öxlum og hún sté niður til brunnsins og dró upp vatnið. Þá sagða eg til hennar: „Gef mér að drekka.“ So tók hún skjóluna strax af sinni öxl og sagði: „Drekktu, eg vil og gefa þínum úlföldum að drekka“ og eg drakk. Hún vatnaði og so úlföldunum.
Eg spurði hana og að: „Hvers dóttir ert þú?“ Hún svaraði: „Eg er Batúels dóttir sem er Nahors son, hvern eð Milka fæddi honum.“ Þá lét eg eitt [ hlað um hennar enni og armhring á hennar hendur. Og eg laut niður og tilbað Drottin og lofaði Drottin Guð míns herra Abrahams sem færði mig hingað þann rétta veg að eg skyldi fá míns herra bróðurdóttir hans syni til handa.
Þar fyrir, ef þér viljið sýna vináttu og trú mínum herra, þá segið mér, en vilji þér það ekki, þá segið mér og einnin það svo að eg megi víkja annaðhvort til hægri eður vinstri handar.“
Þá svaraði Laban og Batúel og sögðu: „Frá Drottni er þetta komið. Þar fyrir kunnum vér ekki neitt að mæla í móti þér, hvorki illt né gott. Sjá þú, þar er Rebekka frammi fyrir þér. Tak þú hana og far aftur, að hún sé þíns herra sonarkona so sem Drottinn hefur sagt.“
Og sem Abrahams þjón heyrði þessi orð hneigði hann sig til jarðar fyrir Drottni. Og hann tók upp silfur, gull, gersemar og klæðnað og gaf Rebekku. En hennar bróður og móður gaf hann [ jurtir. So át hann og drakk og þeir menn sem voru með honum og þeir voru þar um nóttina.
Að morni dags stóð hann upp og sagði: „Leyfið mér nú að fara heim til míns herra.“ Þá svaraði hennar bróðir og móðir: „Lát þú stúlkuna blífa hér hjá oss eina tíu daga, síðan máttu fara.“ Hann sagði til þeirra: „Tefjið ekki fyrir mér því að Drottinn hefur gefið mér eina lukkusamlega reisu. Látið mig fara heim til míns herra.“
Þau svöruðu: „Vér viljum kalla á píkuna og spyrja eftir hvað hún sjálf segir til.“ So kölluðu þau Rebekku fyrir sig og sögðu til hennar: „Vilt þú fara með þessum manni?“ Hún svaraði: „Já, eg vil fara með honum.“ So létu þau Rebekku sína systur og hennar fósturmóðir fara með Abrahams þénara og með hans mönnum. Og þau blessuðu Rebeccam og sögðu til hennar: „Þú ert vor systir, vaxi af þér mörg þúsund þúsunda og þitt sæði skal eignast borgarhlið sinna óvina.“ So tók Rebekka sig upp með sínum ambáttum og settu sig á úlfalda og fóru með manninum. Og þénarinn meðtók Rebeccam og fór af stað.
En Ísak kom frá þeim brunni sem kallaðist þess lifanda og sjáanda því hann bjó í suðurátt landsins og var útgenginn í móti aftni út á akurinn að gjöra sína bæn. Og sem hann upplyfti sínum augum sá hann hvar úlfaldar komu. Og er Rebekka leit upp og sá Ísak sté hún niður af úlfaldanum og sagði til sveinsins: „Hver er sá maður sem kemur á móti oss þar á akrinum?“ Hann sagði: „Það er minn herra.“ Þá tók hún sína kápu og huldi sig. Og sveinninn sagði Ísak frá öllum þeim atburðum sem skeð höfðu og hvað hann hafði gjört. Þá leiddi Ísak hana í tjaldbúð sinnar móður Sare og tók hana sér til eiginkonu og so elskaði hann hana að hann fékk huggun þess harms sem hann hafði eftir sína móður. [