Eftir þessa atburði bar so til að orð Drottins skeði til Abram í einni sýn og sagði: „Óttast þú ekki Abram. Eg er þín vernd og þín mjög stór laun.“ En Abram svaraði: „Drottinn, Drottinn, hvað vilt þú gefa mér? Eg fer héðan barnlaus en minn verkstjóri Elíasser af Damaskó á einn son.“ Og Abram sagði framarmeir: „Mér hefur þú ekkert sæði gefið og sjáðu, að sonur míns þénara skal vera minn erfingi.“
Og sjá þú, Drottinn sagði til hans: „Ekki skal hann vera þinn erfingi, heldur sá sem kemur af þínu lífi, sá sami skal vera þinn erfingi.“ [ Og hann bauð honum að ganga út og sagði: „Líttu á himininn og tel stjörnurnar ef þú getur.“ Og hann sagði til hans: „So skal þitt sæði verða.“ Abram trúði Drottni og það reiknaði hann honum til réttlætis.
Og hann sagði til hans: „Eg er Drottinn sem útleiddi þig frá Úr í Kaldealandi að eg gæfi þér þetta land til eignar.“ [ Þá sagði Abram: „Drottinn, Drottinn, hvaða merki skal eg hafa til þess að eg skuli það eignast?“ Og hann sagði til hans: „[ Tak mér eina kú þrevetra og eina geit þrevetra og einn hrút þrevetran, eina turtildúfu og eina unga dúfu.“ Og hann bar allt þetta fram fyrir hann og skipti því mitt í tvo hluti og lagði partana hvorn gegnt öðrum, en fuglinum skipti hann ekki. Og fuglarnir flugu uppá hræin en Abram rak þá í burtu. En sem sólin var nú undirgengin féll þungur svefnhöggvi yfir Abram. Og sjá þú, að ótta miklum og myrkri sló yfir hann.
Þá sagði hann til Abram: „Það skaltu vita að þitt sæði skal verða framandi á annarlegri jörðu sem að ekki heyrir þeim til og þar munu menn þjá það með þrældómi og plága það í fjögurhundruð ára. [ En eg vil dæma það fólk sem þeir verða að þjóna. [ En þar eftir munu þeir fara á burt þaðan með miklum auðæfum. En þú skalt fara með friði til þinna forfeðra, greftraður í góðri elli. En þeir skulu koma hér aftur að liðnum fjórum mannsöldrum, því að ranglæti Amoritharum er enn ekki fullkomnað.“ Og sem sólin var undir gengin so að myrkt var orðið, sjá þú, þá rauk einn ofn og einn eldslogi leið fram á meðal stykkjanna.
Á þeim degi gjörði Drottinn eirn sáttmála við Abram og sagði: „Þínu sæði vil´eg gefa þetta land, frá vatsfallinu í Egyptalandi og til þess stóra vatsfalls Eufrates, þá Keníta og Kinisíta, Kadmóníta, Hetíta, Peresíta og risana, Amoríta, Kananíta, Gergesíta, Jebúsíta. [