Veröldin öll hafði eitt tal og tungumál. Og sem þeir fóru móti austri fundu þeir þar eitt sléttlendi í Sínearlandi og bjuggu þar. [ Og hver sagði til annars: „Komið, gjörum oss tigulsteina og brennum þá í eldi.“ Og þá tóku þeir tígilsteina til múrgrjóts og límstein til kalks. Og þeir sögðu: „Komið, vér viljum byggja oss einn stað og turn hvers hæð að taki upp í himininn, og gjörum oss so eitt nafn áður en vér útskiptunst um öll lönd.“
Þá fór Drottinn ofan að sjá þann stað og turn sem mannanna synir uppbyggðu. Og Drottinn sagði: „Sé, þetta er ein þjóð og þeir hafa allir eitt tungumál og þeir hafa uppbyrjað að gjöra soddan og ekki munu þeir láta af að gjöra allt það sem þeir hafa fyrir sig tekið. Komið, látum oss fara ofan og villa þeirra tungumál, að enginn skilji hvað annar segir.“ So sundurdreifði Drottinn þeim og þeir fóru þaðan til allra landa so að þeir urðu af að láta að byggja þann stað. Því kallast hans nafn Babel því Drottinn villti þar allra landa tungumál. [ Og hann sundurdreifði þeim þaðan til allra landa.
Þetta er Sems ættkvísl. Sem var hundrað ára gamall og átti Arpaksad tveimur árum eftir flóðið. [ Og hann lifði síðan fimmhundruð ára og gat sonu og dætur.
En Arpaksad var fimmtán og tuttugu ára gamall og gat Sala og hann lifði síðan fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur. [
Sala var þrjátígir ára gamall, þá gat hann Eber. Og hann lifði síðan fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur. [
Eber var fjórtán og tuttugu ára gamall, gat og Peleg. Og hann lifði síðan fjögur hundruð og þrjátigu ár og gat sonu og dætur. [
Peleg var þrítugur að aldri og gat Regú. Og lifði síðan tvöhundruð og níu ár og gat sonu og dætur. [
Regú var tólf og tuttugu ára gamall og gat Serúg. Og lifði síðan tvö hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur. [
Serúg var þrítugur að aldri og gat Nahor og lifði þar eftir tvö hundruð ára og gat sonu og dætur. [
Nahor var níu og tuttugu ára gamall og gat Tara og lifði síðan hundrað og nítján ár og gat sonu og dætur. [
Tara var sjötugur að aldri og gat Abram, Nahor og Haram. [
Þessi er Tara ættkvísl. [ Tara gat Abram, Nahor og Haran. En Haran gat Lot. En Haram andaðist fyrr en faðir hans Tara í sínu föðurlandi í þeim stað Úr í Kaldea landi. En Abram og Nahor kvonguðust. Abrams húsfrú hét Saraí. En Nahors kvinna hét Milka, Harams dóttir, sem var faðir þeirra Milka og Iska. En Saraí var óbyrja og gat engin börn.
Síðan tók Tara sinn son Abram og Lot sinn sonarson, Harams son, og Saraí sína sonarkonu, Abrams kvinnu, og útleiddi þau frá Úr í Kaldea að hann færi í landið Kanaan. Og þeir komu til Haran og bjuggu þar. Og Tara varð tvö hundruð og fimm ára gamall og andaðist í Haran. [