Þetta er ættkvísl þeirra Nóa sona, Sem, Kam og Jafet, og þeir gátu börn eftir flóðið. Þessi eru Jafets börn: Gómer, Magóg, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras. [ En þessi eru Gómers börn: Asenas, Rifat og Tógorma. Þessi eru Javans börn: Elísa, Tarsis, Kitím og Dódaním. Af þessum eru allar heiðingjanna eyjar útskiptar í þeirra löndum, hver eftir sínu tungumáli, ætt og fólki.
Þessi eru Kams börn: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan. [ Þessi eru Kús börn: Seba, Hevíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og þessi eru Rahema börn: Skeba og Dedan. En Kús gat Nimrod. [ Hann tók til að verða einn mikilsháttar herra á jörðunni og var einn voldugur veiðimaður fyrir Drottni. Þar fyrir er það máltæki uppkomið: „Hann er einn voldugur veiðimaður fyrir Drottni so sem Nimrod.“ Og Babel var upphaf hans ríkis: Erek, Akad og Kalne í landi Sínear. [ Af því landi er Assúr síðan kominn og hann uppbyggði Níníve og Rehóbót, Ír og Kalak og þar til Ressen millum Níníve og Kalak og er það einn stór staður. Mísraím gat Lúdín, Anamín, Leabím, Naftúhím, Patúrsím og Kastúhím. Af þessum eru komnir Filistei og Kaftórím.
En Kanaan gat Sídon sinn fyrsta son og Het, Jebúsí, Emórí, Sirgósí, Hiví, Arkí, Síní, Arvadí, Semarí og Hamatí. [ Af þessum eru þær Kananíta ættir útkomnar. Og þeirra landsálfur taka frá Sídon í gegnum Gerar inn til Gasa þar til að menn koma til Sódóma, Gómorra, Adama, Sebóím og allt til Lasa. Þessir eru Kams synir, þeirra ætt, tungumál, lönd og lýðir.
En Sems Jafets elsti bróðir gat og so börn. [ Hann er allra barna faðir af Eber og þessir eru hans synir: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd og Aaram. Synir Aaram eru þessir: Ús, Húl, Geter og Mas. Arpaksad gat Sala, Sala gat Eber, Eber gat tvo sonu, einn hét Peleg, því að veröldin var skipt í hans tíð, hans bróðir hét Jaketan. Og Jaketan gat Almódad, Hasarmafet, Jara, Hadóram, Úsal, Dikela, Óbal, Abímel, Seba, Ófír, Hevíla og Jóbab. Þessir eru allir Jafetans synir. Og þeirra byggðarlög voru frá Mesa þar til komið var til Sófar til þess fjalls mót austri. Þessir eru Sems synir eftir þeirra ætt, tungumálum, landi og lýðum. Þessi er nú ætthringur Nóasona í þeirra ættkvíslum og fólki. Af þeim eru þjóðirnar útkomnar á jörðina eftir vatsflóðið.