Genesis. Fyrsta bók Moysi.

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. [ Og jörðin var eyði og tóm og myrkur var yfir undirdjúpinu. Og Guðs andi færðist yfir vötnin. Og Guð sagði: „Verði ljós!“ Og þar varð ljós. [ Og Guð sá að ljósið var gott. Þá skildi Guð ljósið frá myrkrunum og kallaði ljósið dag en myrkrið nótt. Þá varð af kveldi og morni sá fyrsti dagur.

Og Guð sagði: „Þar verði ein festing á milli vatnanna sem í sundur skal skilja vötnin hvor frá öðrum. [ Þá gjörði Guð eina festing og skildi vötnin sem voru undir festingunni frá þeim vötnum sem voru yfir festingunni. [ Og það skeði so. Og Guð kallaði festingina himin. [ Þá varð út af kveldi og morni sá annar dagur.

Og Guð sagði: „Samansafnist vötnin undir himninum í einn stað so að sjást megi þurrt land. [ Og það skeði so. Og Guð kallaði þurrlendið jörð og samansafnan vatnanna kallaði hann sjó. Og Guð sá að það var gott. [

Og Guð sagði: „Láti jörðin af sér uppvaxa græn grös og jurtir hafandi sæði í sér og ávaxtarsöm tré so að hvert beri ávöxt eftir sinni tegund og hafi sitt eigið sæði í sér sjálfu á jörðunni. [ Og það skeði so. Og jörðin framleiddi af sér græn grös og jurtir hafandi sæði hvert eftir sinni tegund og ávaxtarsöm tré hafandi sín eigin sæði með sjálfum sér hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott. Þá varð út af kveldi og morni sá þriðji dagur.

Og Guð sagði: „Verði ljós á festingu himinsins so þau skilji daginn frá nóttunni og gefi teikn [, tíma, daga og ár og lýsi á festingarhimni so þau upplýsi jörðina. [ Og það skeði so. Og Guð gjörði tvö stór ljós. Það stærra ljósið að stjórna deginum og það minna ljósið að stjórna nóttinni, þar að auk stjörnur. Og Guð setti þær á festingarhimininn svo að þær skyldi skína á jörðina og stjórna deginum og nóttinni og að sundurgreina ljósið og myrkrið. Og Guð sá að það var gott. Og þar varð af kveldi og morni sá fjórði dagur.

Og Guð sagði: „Vötnin framleiði af sér hræranleg og lifandi kvikindi og fugla sem fljúga skulu á jörðunni undir himinsins festingu.“ [ Og Guð skapaði stóra hvalfiska og allsháttuð hræranleg og lifandi kvikindi sem vötnin gáfu af sér, sérhvört eftir sinni tegund, og allskyns fjaðraða fugla, sérhvörja eftir sinni tegund. [ Og Guð sá að það var gott. Og Guð blessaði þá og sagði: „Aukist og margfaldist og uppfyllið vötnin sjávarins. Og fuglarnir margfaldist á jörðunni.“ Þá varð af kveldi og morni sá fimmti dagur.

Og Guð sagði: „Jörðin framleiði lifandi kvikindi, sérhvert eftir sinni tegund: Fénað, skriðkvikindi og skógdýr jarðar, hvert eftir sinni tegund.“ [ Og það skeði so. Og Guð skapaði skógdýr jarðarinnar hvert eftir sinni tegund og so fénaðinn eftir sinni tegund og allskyns skriðkvikindi jarðar eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott.

Og Guð sagði: „Vér viljum gjöra manninn eftir mynd og líking vorri, hver eð drottna skal yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir allri jörðunni og yfir öllum skriðkvikindum sem hrærast á jörðunni.

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, eftir Guðs mynd skapaði hann hann. [ Og hann skapaði þau karlmann og kvinnu. Og Guð blessaði þau og sagði til þeirra: „Aukist þið og margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið hana yður undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum sem hrærast á jörðunni.

Og Guð sagði: „Sjáið, allsháttaðar jurtir sem gefa sæði af sér á allri jörðunni og allra handa ávaxtarsöm tré sem gefa sæði af sér gef eg yður til fæðslu, og öllum dýrum jarðarinnar og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum sem lifa á jörðu að þau eti allskyns grænar jurtir.“ [ Og það skeði so. Og Guð sá alla hluti þá sem hann hafði gjört. Og sjá, þeir voru harla góðir. Og þar varð af kveldi og morni sá sétti dagur.