VIII.

Þá heyrði Júdas út af Rómverjum að þeir væri mjög megtugir og tæki gjarna framandi fólk í sína vernd sem leitaði hjálpar til þeirra og að þeir héldi tryggð og trúskap. [ Því að hann heyrði hversu ærlega gjörninga þeir höfðu gjört við Gallos hverja þeir höfðu þvingað og sér undirgefna gjört og hversu stórar orrostur þeir hefði átt í Hispania og unnið málmbergið þar sem menn grafa bæði gull og silfur og að þeir hefðu unnið mörg lönd fjarlæg Róm með mikilli kænsku og alvöru og héldu þeim og að þeir hefðu í hel slegið og úr landi rekið megtuga konunga sem með magt innreistu í þeirra lönd og unnu þeirra kóngaríki undir sig og að þeir hefðu nýlega yfirunnið Philippum, kónginn af Kitím, og síðan hans son Persen.

Sömuleiðis út af þeim stóra Antiocho Asiakóngi sem útreisti í mót Rómverjum með hundrað og tuttugu fílum, með miklu riddaraliði og vögnum, en þeir rómversku höfðu slegið hans her og þrengdu að honum so að hann varð að beiðast friðar. Og þeir lögðu á hann og hans erfingja eftir hann eitt mikið skattgjald hvert þeir skyldu gefa árlega þeim rómversku. [ Þar til hlaut hann að efa þeim rómversku gíslinga. Þeir tóku frá honum Joniam, Asiam og Lydiam, þau bestu lönd, og gáfu þau Eumeni kóngi.

Grikkjar reistu sig og einnin þeim í móti með mikillri magt. En þeir sendu einn höfuðsmann mót Grikkjum. Hann yfirvann þá og eignaðist landið og lét niðurbrjóta múrveggina í stöðunum so að þeir urðu að halda frið og vera hlýðugir. Slíka alvöru sýndu þeir öllum sínum óvinum so að þeir þvinguðu þá alla sem uppreistu sig í móti þeim.

En við sína vini og félaga héldi þeir góðan frið og héldi trú og væri megtugir og í öllum löndum væri menn hræddir við þá. Hverjum þeir hjálp veittu, hann var hólpinn og hélt sínu ríki en hvern þeir vildu straffa, sá varð frá landi og lýðum burt rekinn. Og þeir urðu mjög megtugir. Og slík dyggð var með þeim að enginn þeirra gjörði sig að konungi og enginn kóngur var þar, heldur ráðið. [ Það var þrjú hundruð manns og tuttugu. Þeir stjórnuðu vel. Og árlega útvöldu þeir einn höfuðsmann sem halda skyldi bífalning yfir öllum þeirra löndum. Honum urðu allir að hlýða. Og engin drambsemi, hatur eða ósamþykki var á milli þeirra.

Og Júdas útvaldi Eupolemum son Jóhannes, sonar Jakobs, og Jakob Eleasarson og sendi þá til Róm að binda vináttu og sáttmála við Rómverja so að þeir hjálpuðu þeim so að Ísraelsríki skyldi ekki niðurþrykkjast af Grikkjum. [ Þessir fóru til Róm langa reisu og komu fyrir ráðið og sögðu so: „Júdas Machabeus og hans bræður og Gyðingafólk hafa sent oss til yðar að gjöra frið og sáttmála með yður að þér vilduð taka oss í vernd so sem vini og félaga.“ Þetta þóknaðist Rómverjum. Og þeir létu skrifa þennan sáttmála á messingsspjöld hvern þeir sendu til Jerúsalem til einnrar minningar um þann frið og sáttmála sem gjörður var, svo hljóðandi:

„Guð gefi Rómverjum og Gyðingum lukku og frið til lands og sjóvar og varðveiti þá fyrir ófriði og óvinum að eilífu. [ En ef Rómverjar hafa ófrið í Róm eður í þeirra löndum og þar sem þeir eiga yfir að ráða þá skulu Gyðingar trúlega hjálpa Rómverjum so sem þörf krefur og þeir skulu ekki senda óvinum Rómverja vistir, vopn, fé, skip eður aðra hluti. Þetta girnast Rómverjar af Gyðingum og Gyðingar skulu trúlega halda þessa hluti svikalaust og án hindrunar. Þar í móti, ef að Gyðingar hafa ófrið þá skulu Rómverjar trúlega hjálpa þeim so sem þörf krefur og þeir skulu ekki senda óvinum Gyðinga vistir, vopn, fé skið né aðra hluti. Þessu lofa Rómverjar viljandi þennan sáttmála trúlega halda og án undirhyggju. So var sá sáttmáli gjörður á millum Rómverja og Gyðinga.

En ef aðrir hvorir hugsa síðar meir að setja fleiri greinir hér við eður að umbreyta nokkru eður af að taka þá skulu hvorirtveggju hafa þar magt til. Og hvað þar verður viðaukið eður aftekið það skal allt saman ætíð haldast og óbrigðanlega.

Og þar sem Demetrius kóngur veitir Gyðingum yfirvald, þar um höfum vér honum so til skrifað: [ Hvar fyrir plágar þú vora vini og tilhengjara? Ef að þeir klaga sig oftar þar um þá hljótum vér að vernda þá og yfirfalla þig bæði til lands og sjóvar.“