II.
En þar var einn kennimaður, Matathias að nafni, sonur Jóhannis, sonar Símeons, út af kyni Jóarím af Jerúsalem. [ Hann bjó á fjallinu Móden. Hann átti fimm sonu: Jóhannan hver eð nefndist Gaddis, Símon með viðurnefni Tasi, Júda með viðurnefni Machabeus og Eleasar með viðurnefni Arron og Jónatan sá er kallaðist Appus. Þessir aumkuðu þá miklu eymd í Júda og Jerúsalem.
Og Matathias harmaði, segjandi: [ „Aví að eg er fæddur til þess að eg verð að sjá foreyðslu míns fólks og þess heilaga staðar og sitja kyrr þar til og láta fjandmennina drýgja sitt ofbeldi! Framandi menn hafa settst í helgidóminn og musteri Guðs er so sem bölvuð manneskja, þess fegurð er í burt flutt. Þeir inu gömlu eru í hel slegnir á strætunum og æskumennirnir eru af annarlegum í gegnum lagðir. Ríkið er orðið til hlutskiptis öllum heiðingjum sem það ræna, öll þess vegsemd er í burtu. Það var ein drottning en nú er það ein ambátt. Sjáið, vor helgidómur, vor lofstír og hrósan, er í burt, heiðingjar hafa það í eyði lagt. Hver vill enn nú hafa lyst að lifa?“ Og Matathias sundurreif sín klæði, hann og hans synir, og íklæddust sekkjum og syrgðu mjög.
Þá eð höfuðsmenn Antiochi komu og þangað að nauðga þeim sem flúið höfðu í þann stað Móden til að falla frá Guðs lögmáli og að offra fórnum og reykelsi þá féllu margir frá Ísraelsfólki til þeirra. [ En Matathias og hans synir blifu staðfastir. Og höfuðsmennirnir Antiochi töluðu til Matathias: „Þú ert einn helsti og megtugasti í þessum stað og þú hefur marga sonu og fjölda ættmanna. Þar fyrir gakktu fyrstur fram og gjör það sem kóngurinn hefur skipað, so sem öll lönd hafa gjört og þeir menn Júda sem enn nú eru í Jerúsalem, þá mun konungurinn náðugur vera þér og þínum sonum og gefa þér gull og silfur og miklar gáfur.“
Þá sagði Matathias djarflega til þeirra: [ „Þó að öll lönd séu Antioco hlýðin og hver maður falli frá lögmáli sinna feðra og verði samþykkir konungsins boði þá skal hverki eg né mínir synir og bræður falla frá lögmáli vorra feðra. Það forbjóði Guð, það er oss ekki gott að vér skulum falla frá Guðs orði og lögmáli. Vér viljum ekki samþykkjast boði Antiochi og eigi viljum vér fórnfæra og falla frá voru lögmáli og upptaka aðra siðu.“
Þá hann hafði þetta talað þá gekk einn Gyðingur fram að í augsýn allra þeirra og offraði skúrgoðinu á altarinu í Móden so sem konungurinn hafði boðið. Það lét Matathias og það særði hans hjarta og hans vandlæting brann vegna lögmálsins og hann hljóp þangað að og í hel sló þann Gyðing hjá altarinu og þann höfuðsmann Antiochi. [ Og hann sló altarið um koll og vandlætti vegna lögmálsins so sem Phineis gjörði við Samrí Salómíson. Og Matathias kallaði með hárri röddu um allan staðinn: „Hver hann vandlætir vegna lögmálsins og vill halda sáttmálann hann dragi með mér út af staðnum!“ So flýði hann og hans synir upp á fjallið og yfirgáfu allt það þeir áttu í staðnum. Og margir góðir menn flýðu burt út í eyðimerkur og héldu sig þar með kvinnum og börnum og þeirra kvikfé því að ofríkið var of mikið orðið.
En þá konungsins fólk til Jerúsalem í Davíðsstað heyrði að nokkrir reistu sig upp á móti konungsins boði og voru burtfarnir af stöðunum að fela sig og halda sig heimuglega í eyðimörku og að margt fólk var útfarið til þeirra þá tóku þeir sig upp með skyndi á þvottdegi að yfirfalla þá og létu segja þeim: „Vilji þér enn nú ekki hlýðnir vera? Farið út héðan og gjörið eftir konungsins skipan, þá skulu þér lifa.“ Þar til svöruðu þeir: „Vér viljum ei fara út, vér hugsum og ekki að saurga þvottdaginn so sem konungurinn býður.“ Og þeir sem utan til voru sóttu að berginu en hinir þar inni veittu öngva vörn og ei köstuðu þeir út einum steinum, luktu og ei bergið aftur og sögðu: „Vér viljum so deyja í voru sakleysi. Himinn og jörð skulu vitni vera að þér deyðið oss með valdi og ofríki.“ Í þann máta urðu þeir þar inni yfirfallnir á þvottdegi og líflátnir með sínum kvinnum, börnum og kvikfé, nær þúsund manna. [
Þá eð Matathias og hans synir heyrðu slíkt hörmuðu þeir það mjög og þeir töluðu sín á milli: „Ef að vér viljum gjöra líka sem vorir bræður og verja oss ekki fyrir heiðingjum að bjarga voru lífi og lögmáli þá verðum vér auðveldlega með öllu af þeim afmáðir.“ Og þeir samtóku það með sér: „Ef að þeir yfirfalla oss á þvottdögum þá viljum vér oss verja so að vér deyjum ekki allir, líka so sem vorir bræður þeir er í hellirnum voru myrtir.“
Og þar kom til samans mikill fjöldi góðra manna þeir eð allir voru staðfastir í lögmálinu. Og allir þeir sem að flýðu fyrir ofríkinu komu til þeirra. Þar fyrir efldu þeir styrk og í hel slógu marga óguðlega og affallna í sinni vandlætingu og reiði. En þeir sem undan komust tóku á rás og flýðu til heiðingja. Því næst fór Matathias og hans vinir djarflega um kring í Ísraelslandi og niðurbrutu aftur öltörin og umskáru börnin þau sem eigi voru enn umskorin og yfirféllu þá óguðlegu. Og það lukkaðist þeim vel að þeir héldu lögmálinu í móti allri magt heiðingjanna og konunganna so að þeir óguðhræddu urðu ekki herrar yfir þeim.
En þá Matathias var mjög á efra aldur hniginn talaði hann til sinna sona áður hann andaðist: [ „Mikið ofríki og ofsókn og ein stór grimmd og þungt straff er komið yfir oss. Þar fyrir, kærir synir, vandlætið vegna lögmálsins og vogið yðru lífi út vegna sáttmálans vorra forfeðra. Og hugsið um þá gjörninga sem vorir feður gjörðu á þeirra dögum, þá munu þér öðlast sannan heiður og eitt eilíft nafn.
Abrahams varð freistað og hann var stöðugur í trúnni. Það varð honum reiknað til réttlætis. [
Jósef hélt boðorðin í sínum mótgangi og er einn herra orðinn í Egyptalandi. [
Phinees vor faðir vandlætti Guði til dýrðar og öðlaðist sáttmálann að kennimannsskapurinn skyldi hjá honum blífa. [
Jósúa gjörði það sem honum var bífalað. [ Þar fyrir varð hann hinn æðsti höfðingi í Ísrael.
Kaleb bar vitni og ávítaði fólkið. [ Þar fyrir öðlaðist hann eitt sérlegt arfskipti.
Davíð var trúfastur og réttvís fyrir Guði. [ Þar fyrir erfði hann kóngsríkið ævinlega.
Elías vandlætti fyrir lögmálið og varn uminn til himins. [
Annanja, Asarja og Mísael trúðu og voru frelstir af eldinum.
Daníel var frelstur frá leónunum fyrir sakir síns sakleysis. [
So skulu þér hugsa hvað á hverjum tíma skeð er, þá munu þér finna að allir þeir sem Guði treysta þeir verða allir varðveittir. Þar fyrir hræðist ekki heitingar þeirra óguðlegu því að þeirra vegsemd er óhreinindi og maðkar. Í dag er hann upphafinn, á morgun liggur hann fallinn og er ekki meir til, þá hann er orðinn aftur að jörðu og hans ásetningur er orðinn að öngvu.
Þar fyrir, kæri börn, verið óhrædd og haldið fastlega lögmálinu, þá mun Guð gjöra yður dýrðlega aftur að nýju. Símon yðar bróðir er hygginn, hlýðið honum so sem föður. Júdas Machabeus er sterkur sem ein kempa, hann skal vera yðar höfuðsmaður og hertugi. Og kallið til yðar alla þá sem lögmálið halda, hefnið þess ofríkis sem gjört er yðru fólki og endurgjaldið heiðingjum svo sem þeir hafa forþént og blífið alvarlega við lögmálið.“
Því næst blessaði hann yfir þá og safnaðist til sinna feðra og andaðist á því hundraðasta sextugasta og sjötta ári. [ Og hans synir jörðuðu hann í sinna feðra gröf til Móden og allur Ísrael harmaði hann mjög.