XVI.

Þar fyrir reisti Jóhannes frá Gasa upp til síns föðurs Símonar og sagði honum frá að Kendebeus væri innfallinn í landið og hefði gjört skaða. [

Þá kallaði Símon sína tvo elstu sonu til sín, Judam og Johannem, og sagði til þeirra: [ „Eg og mínir bræður og míns föðurs hús höfum frá barndómi allt til þessa dags átt orrostur við Ísraelsfólks fjandmenn og Guð hefur gefið oss lukku so að Ísrael er oft frelstur fyrir vorra hendur. En af því að eg er nú gamall og stirður þá skulu þið ganga í minn stað og minna bræðra og þið skuluð reisa út og berjast fyrir yðart fólk. Guð af himnum hjálpi ykkur og veri með ykkur.“

Og hann lét útvelja í landinu tuttugu þúsund manna og nokkra riddara. Með þetta lið réðust þeir Jóhanne og Judas í móti Cendebeo og lágu um nótt í Móden. En að morni þá þeir reistu frá Móden og komu á völluna þá réðst einn mikill her ríðandi manna og fótgönguliðs á móti þeim. Nú var eitt vatsfall á milli hvers tveggja hersins. Þá reisti Jonathas að vatninu og sneri sér til óvinanna. En þegar hann sá að fólkið felmtraði sér að efa sig í vatnið þá hætti hann sér fyrstum og komst yfir um vatsfallið. Þá liðið sá það þá fylgdi það honum eftir.

Því nærst fylkti Jóhannes liði sínu og skikkaði riddarana hjá fótgöngufólkinu. En óvinirnir voru langtum megtugri að riddaraliði. En þá Jóhannes lét básúna með kennimannabásúnum og hóf orrostuna þá flýði Cendebeus og hans her og urðu margir særðir og drepnir en hinir aðrir flýðu í einn sterkan stað. [ Í þessum bardaga varð Júdas Jóhannes bróðir sár. En Jóhannes rak flóttann allt til staðarins Kedron. Og óvinirnir flýðu upp á kastala landsins hjá Asdód. Þá uppbrenndi Jóhannes þá sömu kastala so að þar féllu nær tvö þúsund óvina. [ Því nærst reisti Jóhannes heim aftur í landið Júda.

En þar var einn höfuðsmaður yfir landinu Jeríkó. Sá hét Ptolemeus sonur Abóbí. Hann var mjög auðigur og sá æðsti kennimaður Símon hafði gefið honum sína dóttur. [ Þar fyrir var hann drambsamur og leitaði eftir að verða herra yfir landinu og festi með sér þá ætlan að lífláta Símon og hans sonu með svikum,.

Og þá Símon reisti um kring í landinu Júda að umskoða og að skikka landsins stjórnan. Og er hann kom til Jeríkó með sínum tveimur sonum, Mathatia og Júda, á því hundraðasta sjötugasta og sjöunda ári, á þeim ellefta mánaði sem kallast sabat, þá meðtók sonur Abóbí þá upp á sitt slot sem kallast Dok og bjó til eitt veglegt gestaboð. [ En þetta var einsömun undirhyggja því að hann faldi stríðsfólk leynilega þar inni. Og þá Símon og hans synir voru glaðir og höfðu vel drukkið þá reis Ptolemeus upp með sínum þénurum og tók sín vopn og innféll í gestaherbergið til Símons og sló hann og hans tvo sonu og þénara í hel. [ Þessa skemmilega ótrú framdi Ptolemeus í Ísrael og sýndu honum svoddan illsku fyrir sína velgjörninga.

Því nærst skrifaði hann þetta til kóng Antiochum og bað hann að senda sér stríðsfólk til hjálpar so að hann næði landinu og borgunum með allri þeirra rentu. Hann sendi og einn flokk til Gasa að þeir skyldu drepa Johannem. Og hann skrifaði til höfuðsmönnunum að þeir skyldu koma til hans, þá vildi hann gefa þeim mikinn mála og skenkingar. Sömuleiðis útsendi hann stríðsfólk að inntaka Jerúsalem og helgidóminn.

En þar kom einn sendimaður fyrr til Gasa sem sagði Jóhanni að hans faðir og hans bræður væru í hel slegnir og að so væri ásett að hann skyldi og einnin í hel slást. Þá Jóhannes heyrði þess tíðindi varð hann mjög skelfdur og lét grípa þá menn sem voru útsendir til að slá hann í hel. Og þá hann reyndi að þeir vildu hafa myrt hann þá lét hann slá þá í hel.

En hvað Jóhannes hefur gjört meira eftir þetta og þær orrostur sem hann átti og hvernin hann stjórnaði og uppbyggði það er allt saman skrifað í einni sérlegri bók frá hans valdstjórnartíma so lengi sem hann var ypparsti prestur eftir sinn föður. [

Hér endast sú Fyrsta bók Machabeorum