XIII.
Þá Símon heyrði nú að Trýfon hafði safnað miklum her til að yfirfalla og fordjarfa landið Júda og hann sá að fólkið hafði mikla áhyggju og angist þá kom hann til Jerúsalem og huggaði fólkið og sagði: „Þér vitið hversu þungar orostur eg og mínir bræður og minn faðir höfum átt vegna lögmálsins og helgidómsins og eg hefi séð þá neyð alls Ísraelslýðs í hverri allir mínir bræður hafa farist vegna Ísrael og þar lifir nú enginn eftir utan eg. Nú girnist eg ekki að spara mitt líf í þessari hörmungu. Því að eg er ekki betri bræðrum mínum og eigi girnist eg að hafa betra en þeir heldur vil eg hefna míns fólks, vors helgidóms og vorra kvenna og barna. Því að allir heiðingjar umhverfis eru gramir upp á oss og safnast til samans að afmá oss.“
Af þessari huggun fékk fólkið aftur að nýju eitt hjarta og varð hughraust og svaraði hér til hárri röddu: „Þú skalt vera vor höfuðsmaður í staðinn Judas og Jonathas þinna bræðra að berjast fyrir oss og vér viljum vera þér hlýðnir í öllu því sem þú býður oss.“ [ Þá kallaði Símon stríðsfólkið til samans og hann lét jafnsnart uppbyggja múrvegginn til Jerúsalem so að borgin væri allt um kring sterk og vel forsvöruð. Og hann sendi Jonatham Absalomison með lið til Joppen. Og Jonathas rak óvinina út af Joppe og hélt staðnum.
Þá reisti Trýfon út af Ptolemais með miklu herliði og vildi innfalla í landið Júda og hann flutti Jonathan með sér fangaðan. [ En Símon réðst í móti honum og setti sínar herbúðir framanvert á völlunum hjá Asdód. En þá Trýfon formerkti að Símon var orðinn höfuðsmaður í staðinn síns bróðurs Jonathe og að hann ætlaði sér að halda orrosto við hann þá sendi hann menn til Símonar og lét segja honum: „Eg hef Jonathan í haldi vegna þess fjár sem hann er kónginum skyldugur af forléningum. Viljir þú nú senda mér hundrað centener og gefa mér hans tvo sonu í gísling so að hann snúi sér eigi frá oss og setji sig upp í móti oss þegar hann er laus orðinn þá vil eg gefa þér hann lausan.“
En þó að Símon vel vissi að þetta var eigi utan undirhyggja þá lét hann senda féð og börnin til Trýfon so að fólkið skyldi ekki klaga yfir honum að Jonathas yrði því líflátinn að verða að hann vildi ekki leysa hann. Þar fyrir sendi hann börnin og hundrað centener til Trýfon. En Trýfon hélt öngva lofan og vildi ekki gefa Jonathan lausan. Þar að auki reisti Trýfon fram á veginn að hann kynni að komast í landið og gjöra skaða og hann reisti með landinu á þeim vegi sem liggur til Adór. En Símon með sínu liði var ætíð á aðra hönd og hvar hann vildi inn falla þá hamlaði Símon honum.
Og þeir í kastalanum sendu boð til Trýfon að hann skyldi reisa í gegnum eyðimörk og koma til þeirra áður en Símon yrði var við og hann skyldi láta flytja til þeirra vistir. Þar fyrir vildi Trýfon bráðlega reisa af stað með allt sitt riddaralið og koma til þeirra. En á þeirri sömu nótt féll mjög djúpur snjór og það hamlaði að hann kom ekki. Því nærst reisti hann til Galaad og lét myrða Jonathan og hans sonu hjá Baskama. [ Þar voru þeir grafnir. Eftir þaetta reisti Trýfon heim aftur í sitt land.
Þá sendi Símon þangað og lét sækja síns bróðurs líkama og lagði hann í síns föðurs gröf í Móden. Og allur Ísraelslýður grét Jonatham sárlega í langan tíma. Og Símon lét gjöra háva gröf af höggnum steinum sínum föður og sínum bræðrum og lét þar yfir reisa sjö stólpa hvern hjá öðrum handa föðurnum, móðurinni og þeim fjórum bræðrum. Og hann lét byggja stóra pílára þar um kring. Þar upp á festi hann þeirra spangabrynjur til einnrar eilífrar minningar og uppi yfir brynjunni lét hann setja úthöggvinn skip hver eð sjást máttu af sjónum. Þessi gröf í Móden stendur enn nú á þessum degi.
En Trýfon flutti Antiochum hinn unga aftur og fram um landið sviksamlega allt þangað til að hann drap hann leynilega. [ Því nærst setti hann kórónuna á sjálfan sig ov arð kóngur í Asia og plágaði landið Júda þunglega.
En Símon uppbyggði og styrkti margar borgir í landi Júda með þykkvum steinveggjum og hávum turnum og sterkum borgarhliðum og lét vistir í þær sterku borgirnar. Og hann sendi boð til Demetrium kóngs og bað um linun á þeim þyngslum sem Trýfon hafði upp á þá lagt því að Trýfon framdi ekki utan rán og morð í landinu. Þar til svaraði Demetrius og sagði so:
„Demetrius sendir þeim ypparsta kennimanni Símoni og öldungunum og Gyðingalýð sína kveðju. [
Þá gullkórónu og pálma sem þér senduð mér höfum vér meðtekið og erum reiðubúnir að gjöra góðan frið við yður og að tilskrifa bífalningsmönnunum að þeir lini yður öllum þeim þyngslum sem vér fyrr meir lofuðum að taka af yður. Og hvað vér höfum heitiðyður það skal trúlega í alla staði og fastlega haldið verða. Öllum köstulum skulu þér bíhhalda sem þér hafið uppbyggt og eignast þá. Og vér gefum yður kvitt það sem þér hafið oss í móti gjört þar á milli. Þann krúnuskatt og aðra tolla sem Jerúsalem hlaut að gefa þá gefum vér yður kvitta og þeir sem oss vilja þjóna þá viljum vér taka þá til vor. Og þar skal vera góður friður og samþykki vor á meðal.“
Á hundraðasta og sjötugasta ári var Ísrael fyrst frjáls frá heiðingjum og tók til að skrifa so í þeirra bréfum og gjörningum: [ „Á fyrsta ári Simonis yppasta kennimanns og höfðingja Gyðinga.“
Á þeim tíma settist Símon um borgina Gasa og uppreisti í móti henni vígvélar og skotvopn og stormaði til borgarinnar og vann einn turn. Og þeir sömu sem í turninn komust stukku inn í staðinn. Þá skelfdist fólkið í staðnum og gaf sig öldungis og þeir hlupu upp á múrinn með kvinnum og börnum og sundurrifu sín klæði og kölluðu með hárri röddu og beiddust náðar, segjandi: „Straffa þú oss ekki eftir vorri illsku heldur vert oss náðigur, þá viljum vér gjarna hlýða þér.“ Og Símon sá aumur á þeim so að hann sló þá ekki í hel. En hann bauð þeim að fara úr borginni og lét hreinsa húsin aftur þar sem þeir höfðu sett sín skúrgoð. Því nærst reisti hann inn í staðinn og lét burtu taka og uppræta allar svívirðingar og setti þangað þá menn sem héldu Guðs lögmál. Og hann efldi staðinn og byggði þar eitt hús fyrir sjálfan sig.
Og þeir sem voru í kastalanum til Jerúsalem voru umkringdir so að enginn komst hverki út né inn og hverki gátu þeir keypt né selt og þeir liðu stórt hungur so að þeir fórust margir af hungri. Þar fyrir kölluðu þeir á Símon og báðu um frið og gáfu sig upp. Þá sýndi Símon þeim náð og lét þá lifa en þeir urðu að rýma kastalann. Og Símon lét hreinsa kastalann af öllum svívirðingum. [ Og hann inntók hann á þeim þriðja og tuttugasta degi í öðrum mánuði á því hundraðasta sjötugasta og fyrsta ári. Og hann reisti þangað inn með lofsöngum og pálmviðargreinum og allra handa hljóðfærum, þakkandi Guði að Ísrael var kvittur orðinn þess mikla víkingskapar. Og hann bauð að menn skyldu árlega halda þann dag með fögnuði. Og hann byggði steinveggi á fjallinu kringum musterið fyrir neðan kastalann og gjörði hann enn sterkara og bjó þar, hann og þeir sem hann hafði hjá sér. Og með því að hann sá að hans son Jóhannes var duganlegur maður þá setti hann hann til höfuðsmanns yfir allt stríðsfólkið og lét hann búa í Gasa. [