II.

Mín sonakorn, þetta skrifa eg yður so að þér syndgið eigi. Og ef einhver misgjörir þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Christum þann réttláta, og hann sami er forlíkun fyrir vorar syndir. [ En eigi einasta fyrir vorar heldur einnin fyrir allrar veraldarinnar. Og þar af vitum vér það vér kennum hann ef að vér varðveitum hans boðorð. Hver eð segir sig kenna hann og heldur ekki hans boðorð, sá er ljúgari og í þvílíkum er ekki sannleikurinn. En hver hans orð varðveitir, í þeim er sannarlega Guðs kærleiki fullkomlegur. Þar af þekkjum vér það vér í honum erum. Hver hann segir sig í honum vera, sá skal og ganga líka sem hann hefur gengið.

Kærir bræður, eg skrifa yður ekki nýtt boðorð heldur gamalt boðorð það þér hafið frá upphafi haft. [ Það gamla boðorð er það orð hvört þér hafið heyrt frá upphafi. Og enn aftur skrifa eg yður nýtt boðorð það sannarlegt er hjá honum og hjá yður. Því að myrkurin eru forgengin og hið sanna ljósið skín nú. Hver hann segir sig í ljósinu vera og hatar sinn bróður, sá er enn allt hér til í myrkrunum. Hver sinn bróður elskar hann blífur í ljósinu og í hjá honum er engin hneykslan. En hver sinn bróður hatar sá er í myrkrinu og ráfar í myrkrinu og veit eigi hvert hann gengur því að myrkurin hafa hans augu forblindað.

Sonakorn mín, eg skrifa yður það að yður verði syndirnar fyrirgefnar fyrir hans nafn. Eg skrifa yður, feðrunum, því að þér kennið þann sem af upphafi er. Eg skrifa yður æskumönnum því að þér hafið þann hrekkvísa yfirunnið. Eg skrifa yður, smábörnunum, því að þér kennið föðurinn. Eg skrif yður, feðrunum, það þé þekkið hann sem af upphafi er. Eg skrifaði yður, æskumönnum, að þér styrkvir séuð og það Guðs orð blífur hjá yður og hafið þann hrekkvísa hyfirunnið.

Eigi skulu þér heiminn elska né neitt það í honum er. Ef nokkur elskar heiminn, í honum er ekki kærleiki föðursins. Því allt það í heiminum er, sem að er fýsn holdsins og girnd augnanna og drambsamt líferni, það er ekki af föðurnum heldur af heiminum. [ Og heimurinn forgengur og hans girnd en hver að Guðs vilja gjörir sá blífur að eilífu.

Sonakorn, það er hin síðasta stund og sem þér hafið heyrt það Antakristur kemur. Og nú eru margir Antakristar orðnir. Hvar af vér vitum að það er hin síðasta stund. Þeir eru af oss útgengnir en þeir voru ekki með oss. Því ef væri þeir út af oss þá hefðu þeir hjá oss blifið. En upp á það þeir augljósir verði það þeir eru eigi allir af oss.

Og þér hafið smurningina af þeim sem heilagur er og kennið allt. Eg skrifaði yður eigi so sem það vissi þér eigi sannleikinn heldur viti þér hann og vitið það engin lygi út af sannleikanum kemur. Hver er ljúgarinn utan sá sem neitar það að Jesús sé Kristur? Það er sá Antakristur sem föðurinn og soninn neitar. [ Og hver syninum afneitar hann hefur og ekki föðurinn. Hvað þér hafið nú heyrt af upphafi það blífi hjá yður. Ef það blífur hjá yður hvað þér af upphafi hafið heyrt þá munu þér hjá syninum og föðurnum blífa. Og þetta er fyrirheitið hvert hann hefur oss veitt, sem er eilíft líf.

Þetta hefi eg skrifað yður af þeim hverjir yður afvegaleiða. Og smurningin sem þér af honum hafið meðtekið blífur hjá yður og þurfið ei að neinn læri yður heldur so sem sú smurning lærir yður alla hluti þá er það sannindi og engin lygi. Og sem hún hefur yður lært þá blífið hjá þeirri sömu. Og nú, sonakorn mín, blífið í honum upp á það nær hann mun opinberast að vér höfum öruggt traust og verðum eigi fyrir honum að hneykslan í hans tilkomu. Fyrst þér vitið hann er réttvís þá vitið einnin það hver réttvísina gjörir sá er af honum fæddur.