Hinn fyrsti S. Johannis pistill

I.

Það er var af upphafi, hvað vér heyrðum, hvað vér sáum vorum augum og hvað vér skoðuðum og vorar hendur á tóku af orði lífsins (og lífið auðbirtist og vér sáum og vottum og boðum yður lífið það ævinlegt er, hvert að var hjá föðurnum og birtist oss), hvða vér sáum og heyrðum, það boðum vér yður so að þér hefðuð samfélag meður oss og vort samfélag sé meður föðurnum og meður hans syni Jesú Christo. Og þetta skrifum vér yður upp á það yðvar fögnuður sé fullkomlegur. [

Og þessi er boðskapurinn hvern vér heyrðum af honum og boðum yður: [ Það Guð erl jós og engin myrkur eru í honum. Ef að vér segjum það vér höfum samfélag með honum og göngum í myrkrinu, þá ljúgum vér og gjörum ekki sannleik. En ef vér göngum í ljósinu líka sem hann sjálfur í ljósinu er þá höfum vér samfélag innbyrðis. Og blóðið Jesú Christi, hans sonar, hreinsar oss af allri synd.

Ef að vér segum: Vér höfum öngva synd, þá villum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér viðurkennum vorar syndir þá er hann trúr og réttlátur so að hann fyrirgefur oss vorar syndir og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér segjum að eigi syndgum vér þá gjörum vér hann að ljúgara og hans orð eru þá ekki í oss.