XII.
Þá sagði Samúel til alls Israelislýðs: „Sjá, eg var hlýðinn yðar röddu um allt það sem þér sögðuð mér svo eg hefi nú sett einn kóng yfir yður. [ Og sjáið nú, að yðar kóngur gengur frammi fyrir yður. En eg em nú orðinn gamall og gráhærður og mínir synir eru hjá yður. [ Og eg hefi nú gengið fyrir yður frá mínum ungdómi allt til þessa dags. Sjáið, eg em nú hér, svarið nú í móti mér fyrir Drottni og hans smurða: Ef eg hefi tekið frá nokkrum manni hans uxa eður asna eða hafi eg sýnt nokkrum manni ofríki eða órétt eða hafi eg þegið gjafir af nokkurs manns hendi og látið blinda mín augu, þá vil eg gjalda yður það aftur.“
Þeir svöruðu: „Hverki hefur þú sýnt oss órétt né ofríki og ekkert frá nokkrum manni tekið.“ Hann svaraði þeim: „Drottinn sé vitni í gegn yður og hans smurður á þessum degi að þér hafið ekki neitt fundið í minni hendi.“ Þeir sögðu: „Já, sé þeir þess vitni.“ Og Samúel sagði til fólksins: „Já, sá Guð sem skapaði Mosen og Aron og færði yðar forfeður af Egyptalandi. Svo gangið nú fram að eg megi ganga í rétt með yður fyrir Drottni um alla Guðs velgjörninga sem hann hefur veitt yður og yðrum forfeðrum.
Þá Jakob var kominn í Egyptaland kölluðu yðrir forfeður til Drottins. Og hann sendi Mosen og Aron að leiða yðar forfeður af Egyptalandi og lét þá búa í þessum stað. [ En þá þeir gleymdu Drottni sínum Guði seldi hann þá undir vald Síssera hver eð var höfuðsmaður í Hasór og undir vald þeirra Philistinorum og undir vald kóngsins Moabitarum hverjir að herjuðu á þá. En þeir kölluðu til Drottins og sögðu: Vér höfum syndgast í því að vér yfirgáfum vorn Drottin en þjónuðum Baal og Astarót. En frels oss nú af höndum vorra óvina, þá viljum vér þjóna þér. Þá sendi Drottinn Jerúbbaal, Bedan, Jefta og Samúel að frelsa yður af öllum yðar óvina höndum allt um kring og lét yður búa óhrædda.
En þá þér sáuð að Nahas Amónsona kóngur kom í móti yður sögðu þér til mín: Eigi þú, heldur skal einn kóngur ríkja yfir oss, þar þó að Drottinn yðar Guð var yðar kóngur. Þar hafi þér nú yðarn kóng hvern þér hafið útvalið og beðið um. Því sjá, Drottinn hefur sett einn kóng yfir yður. Sé það svo að þér óttist Drottin og þjónið honum og hlýðið hans raust og eruð ekki munni Drottins óhlýðugir þá skulu bæði þér og yðar kóngur sem stjórnar yfir yður fylgja Drottni yðrum Guði. [ En ef þér hlýðið ekki Guðs raust heldur eruð hans munni óhlýðugir þá mun hönd Drottins vera á móti yður og á móti yðar feðrum.
Gangið hér nú fram og sjáið þann mikla hlut sem að Drottinn mun gjöra fyrir yðrum augum. Er nú ekki hveitikornskurðartími? En eg vil ákalla Drottin að hann skal láta koma regn og reiðarþrumur svo að þér skuluð sjá og formerkja þá miklu vonsku sem þér hafið gjört í augliti Drottins að þér hafið beðist kóngs yfir yður.“ Og sem Samúel kallaði til Drottins þá lét Drottinn koma regn og reiðarþrumur á þeim sama degi. [ Þá óttaðist allt fólkið mjög Guð og Samúel og sögðu allir til hans: „Bið Drottin Guð þinn fyrir þínum þénurum so vér deyjum ekki. Því að þá vonsku lögðum vér ofan á allra vorar syndir að vér báðunst kóngs yfir oss.“
Þá sagði Samúel til fólksins: „Óttist þér ekki. Þér hafið sannlega gjört allt það vonda en víkið þó eigi til baka frá Drottni heldur þjónið Drottni af öllu yðar hjarta og snúið yður ekki til þess fáneyta því að það stoðar ekki par og kann ekki að hjálpa því að það er til einskis. [ En Drottinn yfirgefur ekki sitt fólk fyrir sökum síns stóra nafns því að Drottinn hefur uppbyrjað að gjöra yður sér sjálfum til eiginfólks.
En það skal vera langt frá mér að eg syndgist svo í móti Drottni að eg láti af að biðja fyrir yður og að læra yður þann rétta og góða veg. Óttist þar fyrir aðeins Drottin og þjónið honum trúlega af öllu hjarta. Því að þér hafið séð þau stóru dásemdarverk sem hann hefur gjört við yður. En ef þér gjörið það hið illa þá skal bæði kóngur yðar og þér fyrirfarast.“