III.

Þessir eru synir Davíðs sem honum fæddust í Hebron: [ Sá frumgetni var Ammón af Ahínóam af Jesreel, sá annar Daníel af Abígail af Karmel, en þriðji Absalon sonur Maeka hver eð var dóttir kóngsins Talmaí af Gesúr, en fjórði var Adónía sonur Hagít, en fimmti Safatja af Abítal, en sjötti Jetríam af hans eiginkvinnu [ Egla. Þessir sex voru honum fæddir í Hebron. Því hann ríkti þar í sjö ár og sex mánuði en í Jerúsalem ríkti hann þrjú og þrjátígi ár. Og þessir synir voru honum fæddir í Jerúsalem: Símea, Sóbab, Natan, Salómon, þessir fjórir af Betsúa, dóttur Ammíel. Þar til Jebehar, Elísama, Elífalet, Nóga, Nefeg, Japía, Elísama, Eljada og Elífalet, níu saman. Þetta eru allt synir Davíðs, að auk þeirra sona sem hann átti við sínum frillum. Og Tamar var þeirra systir.

En Salómon átti Róbóam, hans son var Abía, hans son var Assa, hans son var Jósafat, hans son var Jóram, hans son var Ahasía, hans son var Jóas, hans son var Amasía, hans son var Asaría, hans son var Jótan, hans son var Akas, hans son var Esekías, hans son var Manasse, hans son var Amón, hans son var Jósía. [ En synir Jósía voru þessir: Inn fyrsti Jóhanan, annar Jójakím, þriðji Sedekía, fjórði Sallúm. En Jekanja var son Jójakím. Hans son var Sedekía.

En þeir seynir Jekanja sem fanginn varð voru Sealtíel, Malkíram, Pedaja, Senneasar, Jekamja, Hósama, Nebadja. [ Sóróbabel og Símeí voru synir Pedaja. Nesúllam og Hananja og þeirra systir Selómít voru börn Sóróbabel, þar til og Hasúba, Óhel, Berekía, Hasabja, Júsab Heses, þeir fimm. En synir Hananja voru þeir Platía, Jesaja. Hans son var Resaja, hans son var Arnan, hans son var Óbadía, hans son var Sakanja, en son Sakanía var Semaja. Og synir Semaja voru Hatus, Jegeal, Baría, Nearía, Safat, þeir sex. En synir Nearía voru þeir Elíóenaí, Hiskía, Asríkam, þeir þrír. Og synir Elíóenaí voru Hódaí, Eljasíb, Plaja, Akúb, Jóhanan og Delaja og Ananí, þeir sjö.