XXVIII.

En Ísraelssynir eftir þeirra tölu voru feðranna höfðingjar yfir þúsund og hundrað og embættismenn sem þjónuðu kónginum eftir þeirra skipan, gangandi út og inn, einn á hverjum mánaði á öllum mánuðum ársins. [ Og hver skipan hafði fjórar og tuttugu þúsundir manna.

Jasabeam son Sabdíel var settur yfir þá fyrstu skipan og undir hans hendi voru fjórar og tuttugu þúsundir manns. [ Af sonum Peres var sá höfðingi yfir alla stríðshöfðingja í þeim fyrsta mánaði. Dódaí Ahohiter var settur yfir skipan þess annars mánaðar og Miklót var höfðingi yfir hans skipan og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Benaja son Jójada prests var höfðingi þess þriðja mánaðar og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Hann er Benaja hinn sterkasti á meðal þrjátígi og yfir þrjátígi og hans skipan var undir hans syni Ammísadab.

Asael bróðir Jóab var sá fjórði í þeim fjórða mánaði og eftir hann Sabadja hans son og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Samehúd Jesrahiter var í þeim fimmta mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Íra son Kís Thekoiter var sjötti í þeim sjötta mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [

Heles Peloniter af sonum Efraím var í þeim sjöunda mánaði og í hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Sibekaí Husathiter af ætt Saritarum var þann áttundi í þeim áttunda mánuði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Abíeser Antothiter af sonum Jemini var þann níundi í þeim níunda mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [

Maheraí Nethophathiter af Serahiter var sá tíundi í þeim tíunda mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Benaja Pirgathoniter af sonum Efraím var sá ellefti í þeim ellefta mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [ Heldaí Netophathiter af Atníel var sá tólfti í þeim tólfta mánaði og undir hans skipan voru fjórar og tuttugu þúsundir. [

En þessir voru yfir Ísraels ætt: [ Á meðal sona Rúben var höfðingi Elíeser son Sikrí, á meðal sona Símeon var Sefatja son Maeka, á meðal Levítanna Hasabía son Kemúel, á meðal Aroníta var Sadók, á meðal Júda var Elíhú af bræðrum Davíðs, á meðal Ísaskar var Amrí son Míkael, á meðal Sebúlon var Jesmaja son Óbadía, á meðal Neftalí var Jerímót son Asríel, á meðal sona Efraím var Hósea son Asasía, á milli hálfrar Manasse ættar var Jóel son Pedaja og enn á milli hálfrar Manasse ættar í Gíleað var Jeddó son Sakaría, á meðal Benjamín var Jeasíel son Abner, á meðal Dan var Asareel son Jeróham. Þessir eru höfðingjar yfir Ísraels ættkvíslum.

En Davíð reiknaði þá ekki í töluna sem voru fyrir innan tvítugs aldurs því að Drottinn hafði mælt að hann vildi auka og margfalda Ísrael svo sem stjörnur á himnum. En Jóab son Serúja hafði tekið til að telja en fullkomnaði það þó ekki því að reiði var fallin yfir Ísrael þar fyrir og því kom ekki talan í Davíðs kóngs kroníku.

Asmavet son Adíel var settur yfir kóngsins féhirslur. [ Og Jónatan son Úsía var yfir þeim fésjóðum sem voru í landinu og í stöðunum, í kauptúnum og köstulum. Esrí son Kelúb var yfirsettur akurverksmennina að erja landið. Símeí Ramathiter var yfir víngarðsmönnum. Sabdí Siphimiter var yfir vínkjöllurum og vínsins liggjanda fé. Baalhanan Gaderiter var yfir viðsmjörsviðargörðunum og yfir aldingörðunum í dölunum. Jóas var yfir því jurtranna liggjanda fé. Sítan Saroniter var yfir hagauxum sem gengu í Saaron. En Safat son Adlaí var yfir uxunum sem gengu á láglendinu. Óbíl Ismaeliter var yfir kamelunum en Jehedía Meronothiter var yfir ösnunum. Jases Hagariter var yfir sauðunum. Þessir allir voru höfðinjgjar yfir Davíðs kóngs góssi. En Jónatan föðurbróðir Davíðs hann var ráðgjafi og hofmeistari og kanzeler. Og Jehíel son Hakmóní var hjá sonum kóngsins. Akítófel var og kóngsins ráðgjafi. [ Húsaí Arachiter var kóngsins vinur. Eftir Akítófel var Jójada son Benaja og Abjatar. En Jóab var kóngsins hershöfðingi.