XXI.
Og þá árið var umliðið á þeim tíma þá kóngar voru vanir að fara í hernað þá fór Jóab með her og allan styrk herliðsins og eyddi land Ammónsona og fór og settist um borg Rabba. [ En Davíð varð eftir í Jerúsalem. Og Jóab sló Rabba og braut hana niður. Og Davíð tók þeirra kóngs kórónu af hans höfði og hún vóg eitt centener gulls og var sett með dýrmætustu gimsteinum og hún var sett á Davíðs höfuð. Hann flutti og mikið herfang af borginni. En fólkið það sem þar var inni leiddi hann út og skipti því í sundur með sögum og með járnkrókum og fleygum. So gjörði Davíð við allar borgir Ammónsona. Og Davíð fór með fólkinu heim aftur í Jerúsalem.
Þar eftir hófst enn mikið stríð í móti Philisteis í Gaser. [ Þann tíma sló Sibekaí Husathiter þann mann sem hét Sípaí sem var af risanna sonum og hann lægði þeirra ofstopa. [ Enn annan bardaga átti hann við Philisteis. Þá sló Elhanan son Jaír Lahemí bróður Golíat Gathiter hvers spjótskaft var sem einn vefjarrifur. [ Og enn aftur varð bardagi í Gat. Þar var einn stór maður sem hafði sex fingur og sex tær, þeir er að tölu fjórir og tuttugu. [ Hann var og svo fæddur af risakyni. Hann hæddi að Ísrael en Jónatan son Semaja bróður Davíðs sló hann í hel. [ Þessir voru komnir af risunum í Gat og féllu fyrir höndum Davíðs og hans þénara.