XX.
Eftir þetta andaðist Nahas Ammónsona kóngur og hans son varð kóngur í hans stað. [ Þá mælti Davíð: „Eg vil veita miskunn Hanón syni Naas því hans faðir veitti mér miskunn.“ Og Davíð sendi menn þangað að hugga harm hans eftir sinn föður.
En sem Davíðs þénarar komu í Ammónsona land til Hanón að hugga hann þá sögðu höfðingjar sona Ammón til Hanón: „Hyggur þú að Davíð hafi til sæmdar föður þínum sent huggendur til þín? Já, hans þénarar eru komnir til þín að rannsaka og umskoða og að njósna um þitt land.“ Þá tók Hanón Davíðs þénara og lét raka þeirra skegg og skar af þeim hálf klæðin allt að þjóhnöppum og sendi þá svo aftur. En þeir gengu af stað og létu undirvísa þetta Davíð. Og hann sendi í móti þeim (því mennirnir voru mjög lýttir) og kóngurinn sagði: „Verið í Jeríkó þar til yðar skegg vaxa. Eftir það komið aftur.“
Og er synir Ammón sáu það að þeir höfðu misgjört við Davíð þá sendu þeir, bæði Hanón og Ammónsynir, þúsund centener silfurs að leigja sér vagna og riddaralið af Mesopotamia, af Maeka og af Sóba. [ Og þeir leigðu tólf og tuttugu þúsund vagna og kóng Maeka með sínu fólki. Þeir komu og settu herbúðir hjá Medba. Og synir Ammón söfnuðust saman af þeirra borgum og komu til bardagans. En sem Davíð spurði þetta þá sendi hann Jóab með allan sinn stríðsher og sína kappa. Og synir Ammón voru útfarnir og fylktu liði sínu fyrir utan staðarportið. En kóngarnir sem komnir voru þeim til liðs fylktu þeirra liði sér í lagi á völlunum.
Þá Jóab sá nú það að honum var búinn bardagai á bak og fyrir útvaldi hann alla hina hraustustu menn af Ísrael og fylkti liði sínu í mót þeim Syris. [ En fyrir það fólk sem afgangs var setti hann sinn bróður Abísaí og þeir fóru í móti Ammónsonum og sagði: „Ef að þeir Syri bera mig ofurliði þá kom mér til hjálpar en ef Ammónsynir verða þér yfirsterkari þá vil eg hjálpa þér. Vert styrkur og berjunst hraustlega vegna vors fólks og vors Guðs staðar. Drottinn gjöri hvað honum þóknast.“ Og Jóab með það fólk sem var hjá honum réðst til bardaga í móti Syris og þeir flýðu fyrir honum. Og sem synir Ammón sáu það að þeir af Siria flýðu þá héldu þeir og á flótta fyrir hans bróður Abísaí og fóru í borgina. En Jóab hvarf aftur til Jerúsalem.
Sem þeir af Syria sáu ófarar sínar fyrir Ísrael þá sendu þeir út boð og létu sækja þá Syros sem voru hinumegin vatsins. [ Og Sófak stríðshöfuðsmaður Hadadeser var höfðingi yfir þeim. En sem Davíð spurði það kallaði hann saman allan Israelislýð og dró yfir Jórdan. En sem hann kom til þeirra þá bjóst hann í mót þeim. Og Davíð réðist til bardaga við Syros og þeir áttu orostu við hann en Syri flýðu fyrir Ísrael. Og Davíð sló í hel af Syris sjö þúsund vagna og fjörutígi þúsund fótganganda liðs. Þar með drap hann Sófak hershöfðingja. En sem þénarar Hadadesser sáu að þeir voru slegnir af Ísrael þá gjörðu þeir sátt við Davíð og hans þénara. Og þeir Syri vildu ekki upp þaðan veita lið Ammónsonum.