XVII.
En sem þeir höfðu nú inn fært Guðs örk settu þeir hana í tjaldbúðina þá sem Davíð hafði gjöra látið og færðu brennifórnir og þakklætisfórnir fyrir Guði. [ En sem Davíð hafði fullkomnað þakklætisoffrið og brennioffrið þá blessaði hann fólkið í nafni Drottins. Og hann útskipti sérhverjum manni í Ísrael, bæði körlum og konum, einu brauði og einu stykki af kjöti og einnri nyt fullri víns.
Og hann setti nokkra af Levítunum fyrir örk Drottins til að þjóna þar, að prísa, vegsama og lofa Drottin Guð Ísraels, sem var Assaf sá fyrsti, annar Sakaría, Jeíel, Semíramót, Jeíel, Matitja, Elíab, Benaja, Óbeð Edóm og Jeíel, með psallterio og hörpum og Assaf með vel hljóðandi cymbalis og Benaja og Jehasíel prestar með trametum, alltíð fyrir Guðs sáttmálsörk.
Á þeim tíma samdi Davíð fyrst til þakklætis Drottni fyrir Assaf og hans bræður:
Þakkið Drottni, boðið hans nafn, kunngjörið hans gjörninga meðal fólksins. [
Syngið, spilið og diktið um öll hans dásemdarverk.
Vegsamið hans heilaga nafn, þeirra hjörtu gleðji sig sem leita að Drottni.
Leitið að Drottni og að hans magt, leitið ætíð eftir hans andliti.
Minnist á hans dásemdarverk sem hann hefur gjört, á hans stórmerki og á hans orð.
Israelis sæði, hans þjónar, þér synir Jakobs, hans útvaldir.
Hann er Drottinn vor Guð, hann er dómari yfir allri veröldinni.
Minnist ævinlega á hans sáttmála, hvað hann hefur lofað í þúsund ættir,
hvern hann gjörði við Abraham, og á hans eið við Ísak.
Og hann setti það Jakob til eins boðorðs og Ísrael til eins eilífs sáttmála
og sagði: „Eg vil gefa þér Kanaansland, yðart erfðahlutskipti.“
Þá þér voruð fáir að tölu og litlir og útlendir þar inni.
Og þeir drógu frá einu fólki til annars og frá einu kóngaríki til annars fólks.
Öngvan mann lét hann þeim skaða gjöra og hann straffaði kóngana fyrir þeirra skuld:
„Komið ei við mína smurða og gjörið mínum spámönnum ekkert illt.“
Öll lönd, syngið Drottni, kunngjörið daglega hans hjálpráð.
Framteljið hans dýrð meðal heiðingjanna og dásemdarverk hans á meðal fólksins. [
Því að Drottinn er mikill og mjög loflegur og dýrlegur yfir alla aðra guði.
Allir heiðingjanna guðir eru skúrgoð en Drottinn gjörði himnana.
Þar er dýrð og vegsemd fyrir honum, magt og fögnuður í hans stað.
Þér þjóðir, færið Drottni hingað, færið Drottni hingað heiður og magt.
Veitið dýrð Drottins nafni, veitið honum gáfur og komið fyrir hann og tilbijðið Drottin í heilagri prýði.
Öll veröldin óttist hann. Hann tilreiddi jarðarkringluna að hún skyldi ekki hrærast.
Himinninn gleðji sig og jörðin fagni og segi menn meðal heiðingjanna: „Drottinn ríkir.“
Hafið þjóti upp og hvað þar inni er og akrarnir gleðji sig og allt sem er á þeim.
Látið og öll tré gleðja sig í skóginum fyrir Drottni því hann kemur að dæma jörðina.
Þakki þér Drottni því að hann er góður og hans miskunnsemi varir að eilífu
og segið: „Hjálpi oss Guð vor frelsari og samansafni oss og frelsi oss frá heiðingjunum svo vér mættum þakka þínu heilaga nafni og þér lof segja.“
Lofaður sé Drottinn Ísraels Guð frá eilíf til eilífðar. Og allt fólkið segi: „Amen“ og lofi Drottin.
Svo lét hann nú Assaf og hans bræður þar eftir hjá sáttmálsörkinni Drottins að þjóna fyrir örkinni alltíð hvern dag til skiptis. En Óbeð Edóm og hans bræður, átta og sextígi, og Óbeð Edóm son Jedítún og Hósa setti hann dyraverði.
En Sadók kennimann og hans bræður prestana skikkaði hann fyrir Drottins tjaldbúð á hæðina í Gíbeon að þeir skyldu daglega offra Drottni brennifórnir yfir brennifórnaraltari kveld og morgin sem það stendur skrifað í Drottins lögmáli sem hann bauð Ísrael og Heman og Jedítún með þeim og þá aðra útvalda sem með nafni voru nefndir til að þakka Drottni að hans miskunnsemd varir eilíflega. [ Og Heman og Jedítún sungu með trametum og cymbalis og með Guðs strengleikum. En hann setti syni Jedítún til dyravarðhaldsmanna. Síðan gekk allt fólkið í burt, hver í sitt hús. Davíð sneri og í burt að blessa sitt hús.