VIII.

Þá samankallaði Salómon kóngur til sín þá elstu af Ísrael, þá inu yppustu af öllum ættum og feðranna höfðingja á meðal Ísraelssona til Jerúsalem að uppfæra Drottins sáttmálsörk af Davíðs stað, það er Síon. Og allir Ísraelsmenn komu til samans fyrir kóng Salómon í þeim mánaði etaním á hátíðinni, það er sá inn sjöundi mánuður. [

En sem allir þeir inu elstu af Ísrael komu þá tóku prestarnir örk Drottins upp og báru hana upp og þar til vitnisburðarins tjaldbúð og öll helgidómsins verkfæri sem voru í tjaldbúðinni, það gjörðu prestarnir og Levítarnir. En kóng Salómon og allur Ísraelssöfnuður sem saman var kominn til kóngsins, þeir gengu með honum fyrir örkinni og offruðu sauðum og nautum, so mörgum að mann kunni hverki að telja né reikna það.

Svo báru prestarnir Drottins sáttmálsörk til síns staðar í kórinn í húsinu, í það allrahelgasta undir vængi þeirra kerúbím. [ Því kerúbím útbreiddu vængina yfir þeim stað sem örkin stóð og huldu örkina og hennar stengur ofan til og stengurnar voru svo langar að mann kunni að sjá á þeirra hnappa af helgidóminum fyrir framan kórinn. En þeir sem úti voru gátu ekki séð þá og hún er þar allt til þessa dags. Og þar var ekkert í örkinni utan alleinasta þau tvö Móses steinspjöld sem hann lét í hana í Óreb þá að Drottinn gjörði einn sáttmála með Ísraelssonu þá þeir voru útfarnir af Egyptalandi.

En sem prestarnir gengu út úr helgidóminum þá uppfylldi eitt ský hús Drottins svo að prestarnir gátu ekki staðið að sínu embætti fyrir skýinu. Því dýrð Drottin uppfylldi hús Drottins.

Þá sagði Salómon: [ „Drottinn hefur talað að hann vildi búa í dimmunni. Eg hefi þó byggt þér eitt hús til íbyggingar og eitt sæti að þú skulir þar búa ævinlega.“ Og kóngurinn sneri sínu andliti og blessaði allan Israelissöfnuð. En allur Ísraels almúgi stóð. Og kóngurinn sagði:

„Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, sem talaði með sínum munni til míns föðurs Davíðs og fullkomnaði það með sinni hönd og sagði: Frá þeim degi er eg færði mitt fólk Ísrael af Egyptalandi hefi eg ekki útvalið nokkurn stað á meðal nokkrar Ísraels ættar að mér skyldi byggja eitt hús og að mitt nafn skyldi þar inni vera. En eg útvalda Davíð að hann skyldi vera yfir mitt fólk Ísrael. Og minn faðir Davíð hafði huglagt sér að byggja Drottni, Ísraels Guði, eitt hús. En Drottinn sagði til míns föðurs Davíðs: Að þú hefur í sinni að byggja mínu nafni eitt hús, þá gjörðir þú vel að þú tókst þér það fyrir. En þó skalt þú ekki byggja það hús heldur þinn sonur sem koma mun af þínum lendum, hann skal byggja mínu nafni eitt hús. Og Drottinn hefur staðfest sitt orð sem hann talaði því eg er uppkominn í stað míns föðurs Davíðs og sit á stóli Ísraels so sem Drottinn sagði og eg hefi byggt Drottins Ísraels Guðs nafni eitt hús. Og eg hefi tilreitt þar einn stað til arkarinnar í hverri að er Guðs sáttmáli sem han gjörði við vora forfeður þá hann færði þá af Egyptalandi.“

Og Salómon gekk fram fyri Guðs altari í augliti alls Ísraels almúga og útbreiddi sínar hendur til himins og sagði: „Drottinn, Guð Ísraels, þar er enginn Guð þér líkur, hverki á himnum uppi og eigi heldur á jörðu niðri. Þú sem heldur þinn sáttmála og miskunnsemd við þína þénara, þeir sem ganga fyrir þér af öllu hjarta. [ Þú sem og hélst við Davíð minn föður, þinn þénara, allt það þú honum tilsagðir. Þú talaðir það með þínum munni og fullkomnaðir það með þinni hönd sem sjá má á þessum degi. Nú Ísraels Guð, halt þú við þinn þénara Davíð minn föður það þú talaðir til hans og sagðir: [ Þig skal ekki bresta einn mann fyrir mér sem skal sitja á Israelis stóli. Þó so að þínir synir varðveiti sína vegu og að þeir gangi fyrir mér so sem þú hefur gengið fyrir mér. Nú Israelis Guð, staðfestist þitt orð sem þú talaðir til þíns þénara Davíðs míns föðurs.

Hver má so þenkja að Guð búi hér á jörðunni? Sjá, himinninn og himnanna himnar eru þér of litlir, hvað skal þá þetta hús vera sem eg hefi uppbyggt? Snú þér til bænar þín þénara og til hans grátlegrar beiðni, Drottinn, minn Guð, upp á það þú heyrir lofgjörð og bæn þá sem þinn þénari gjörir í dag fyrir þér svo þín augu sé opin yfir þessu húsi nátt og dag, yfir þessum stað sem þú hefur sagt um: [ Mitt nafn skal þar vera. Heyr þú þessa bæn sem þinn þénari biður í þessum stað og að þú viljir heyra bænaákall þíns þénara og þíns fólks Ísraels sem þeir munu biðja í þessum stað, þá bænheyr þú þá þar þú býrð á himnum og nær þú þá bænheyrir þá viljir þú vera náðugur.

Þegar nokkur syndgast í móti sínum náunga og tekur einn eið upp á sig með hverjum hann pliktar sig og sá eiður kemur fyrir þitt altari í þetta hús að þú viljir þau heyra í himninum og dæm þú þínum þénara rétt, fordæmandi þann óguðlega og gjaldandi hans veg yfir hans höfuð og réttlætandi þann réttvísa til að gefa honum eftir sínu réttlæti. [

Þá þitt fólk Ísrael verður slegið af sínum óvinum sökum þess að það hefur syndgast í móti þér og ef þeir snúast til þín so að þeir meðkenna þitt nafn, biðja og beiða þig í þessu húsi, þá bænheyr þú þá í himininn og vert náðugur syndum þíns fólks Ísraels og leið þá í landið aftur það sem þú hefur gefið þeirra forfeðrum. [

Þá að himinninn verður tilluktur svo að þar rignir ekki sökum þess að þeir hafa syndgast í móti þér og þeir biðja þá í þessum stað og meðkenna þitt nafn og snúa sér frá sínum syndum sökum þess að þú plágar þá, að þú viljir þá heyra í himininn og vera náðugur yfir syndum þinna þénara og þíns fólks Ísraels að þú vísir þeim þann góða veg á hverjum þeir skulu ganga og lát svo rigna yfir landið hvert þú hefur gefið þínu fólki til erfðar. [

Nær þá kemur hallæri eða drepsótt eður þurrkur eður bruni eður engisprettur eða kornormar á landið eða þeirra óvinir setjast um þeirra borgarhlið eða nokkursháttar plága eða sjúkdómur, hver þá biður og beiðir hvað hann er fyrir mann af þínu fólki Ísrael, þeir sem formerkja þína plágu, hver í sínu hjarta, og útbreiða sínar hendur í þessu húsi, að þú viljir bænheyra þá í himininn í þeim stað sem þú býr og viljir vera náðigur og gefa hverjum eftir því sem hann hefur gengið, líka sem þú þekkir hans hjarta, því að þú alleina þekkir allra mannasona hjörtu, upp á það að þeir óttist þig ætíð so lengi sem þeir lifa í landinu því sem þú hefur gefið vorum forfeðrum. [

Nær og að nokkur framandi, hann sem ekki er af þínu fólki Ísrael, kemur af fjarlægum löndum fyrir sökum þíns nafns (því þeir munu heyra um þitt stóra nafn og um þína megtugu hönd og um þinn útrétta arm) og hann kemur og biðst fyrir í þessu húsi, að þú viljir þá bænheyra í himninum í sæti þinnar byggingar og gjöra allt það sem sá framandi biður þig um upp á það að allar þjóðir á jörðunni megi þekkja þitt nafn og so óttast þig líka sem þitt fólk Ísrael og að þeir megi vita að þetta hús sem eg hefi byggt kallast eftir þínu nafni. [

Þá að þitt fólk dregur í stríð í móti sínum óvinum á þann veg sem þú sendir þá og þeir biðja til Drottins mót veginum til þess staðar sem þú útvaldir og til þess húss sem eg hefi byggt í þínu nafni, að þú viljir þá heyra þeirra bænir og ákall í himininn og gjöra þeirra dóm. [

Og þá þeir syndgast í móti þér (því þar er enginn maður sem ei syndgast) og þú verður reiður og gefur þá í þeirra óvina hendur svo að þeir færa þá burt hertekna í þeirra óvinaland, langt í burt eða nálægt, og þeir iðrast í sínu hjarta í landinu þar þeir sitja herteknir og þeir umvenda sér og grátbæna þig í þeirra herleiðingarlandi og segja: [ Vér höfum syndgast og gjört illa og vér vorum óguðlegir, og þeir snúa sér svo til þín af öllu hjarta og af allri sinni önd í sinna óvina landi sem burt hafa fært þá og biðja til þín á móti vegi til þeirra lands sem þú hefur gefið þeirra forfeðrum, til þess staðar sem þú útvaldir og til þess húss sem eg hefi byggt þínu nafni, [

heyr þú þá þeirra bæn og grátbeiðni í himninum af þínu heimilissæti og dæm þeim rétt og ver þínu fólki náðigur sem að syndgast hefur í móti þér og öllum þeirra misgjörningum með hverjum þeir hafa misbrotið í móti þér, að þú gefir þeim miskunnsemi fyrir þeim sem þá hertekna halda og að þú miskunnir þig yfir þá. [ Því að þeir eru þitt fólk og þín erfð hverja þú færðir af Egyptalandi, af þeim járnofni. Og að þín augu séu opin til bænaákalls þíns þénara og þíns fólks Israelis, að þú viljir heyra þá í öllu því hvað sem helst þeir biðja þig. því þú útvaldir þá þér til arfleifðar af öllu því fólki sem á jörðunni er so sem þú talaðir við Mosen, þinn þénara, þann tíma þú færðir vora forfeður af Egyptalandi, þú Drottinn, Drottinn.“ [

Og sem Salómon hafði endað allar þessar bænir og ákall fyrir Drottni þá reis hann upp frá altari Drottins og lét þá af að beygja sín kné og út að breiða sínar hendur í himininn og fór til þess að blessa allan Israelissöfnuð með hárri raust, segjandi: [ „Blessaður sé Drottinn sem gefið hefur sínu fólki Ísrael hvíld sem hann hefur lofað og sagt því þar vantar ekki eitt af hans góðum orðum sem hann talaði fyrir sinn þénara Mosen. Drottinn, vor Guð, veri með oss sem hann hefur verið með vorum forfeðrum. Hann yfirgefi oss ekki og taki ekki sína hönd frá oss so að vér hneigjum vor hjörtu að honum og að vér mættum ganga í öllum hans vegum og halda hans boðorð, skikkanir og réttindi sem hann hefur boðið vorum forfeðrum.

Og þessi orð sem eg hefi beðið fyrir Drottni mættu nálægast Drottin, Guð vorn, dag og nótt að hann vilji skikka rétt sínum þénurum og svo sínu fólki Ísrael, hverjum á sínum tíma, so að allt fólk á jörðunni megi viðurkenna að Drottinn er Guð og enginn annar. Og að yðar hjörtu sé réttskikkuð fyrir Drottni, vorum Guði, til að ganga í hans setningum og að halda hans boðorð so sem á þessum degi skeður.“

Og kóngurinn og allur Ísrael færðu fórnir fyrir Drottin. [ Og Salómon færði þakklætisfórnir (þær sem hann offraði Drottni): Tvö og tuttugu þúsund uxa og hundrað og tuttugu þúsund sauða. So vígðu þeir hús Drottins, kóngurinn og allir Ísraelssynir. Þann sama dag vígði og kóngurinn miðgarðinn sem var fyrir Drottins húsi því hann færði þar brennioffur, matoffur og þakkoffursfeiti. Því það koparaltari sem stóð fyrir Drottni var of lítið til brennioffursins, matoffursins og til þakkoffursins feitleika.

Og Salómon hélt á þeim sama tíma eina hátíð og allur Ísrael með honum, einn mikill mannfjöldi, frá Hemat landamerkjum og allt til Egipti lækjar, fyrir Drottni, vorum Guði, í sjö daga og enn aftur sjö daga, það voru fjórtán dagar. Og hann lét fólkið fara þann áttunda dag. Og þeir [ blessuðu kónginn og gengu glaðir í burt til tjaldbúða sinna og fagnandi í sínu hjarta yfir öllu því góða sem Drottinn hafði gjört sínum þénara Davíð og öllu sínu fólki Ísrael.