II.

Nú sem að nálgaðist andlátsdagur Davíðs þá bauð hann syni sínum Salómon og sagði: „Eg geng götu allrar veraldar. Tak þú styrk og vert einn maður að þú varðveitir boðorð Drottins og gangir á hans vegum og haldir hans skikkan, boðorð og réttindi og vitnisburði svo sem skrifað stendur í Móses lögmáli so þú megir vera forsjáll í öllu því sem þú gjörir, hvert sem þú snýr þér, upp á það að Drottinn staðfesti sitt orð sem hann talað hefur til mín, segjandi: [ Ef að þínir synir varðveita mína vegu og ef þeir ganga í sannleika fyrir mér af öllu sínu hjarta og af allri sinni önd þá skal þar aldrei bresta mann af þér yfir Ísraels hásæti.

Og þú veist vel hvað Jóab son Serúja gjörði mér, hvað hann gjörði þeim tveimur hershöfðingjum í Ísrael, Abner syni Ner og Amasa syni Jeter, hverja hann drap og úthellti ófriðarblóði í friði og lét stríðsblóð koma á sitt belti sem var um hans lendar og á hans skó sem að voru á hans fótum. [ Gjör nú þar fyrir eftir þinni visku so að þú leiðir ekki hans gráhár með friði niður til helvítis.

Þú skalt veita sonum Barsillaí Giliadither miskunnsemi so að þeir eti við þitt borð því að þeir komu í móti mér þá að eg flýða fyrir Absaloni, þínum bróður. [

Og sjá, þú hefur hjá þér Símeí, son Gera, sonar Jemini af Bahúrím, hver að skammarlega bölvaði mér á þeim tíma þá eg gekk til Mahanaím. [ En hann kom í móti mér hjá Jórdan. Þá sór ég honum við Drottin og sagði: Eigi vil eg slá þig í hel með sverði. En þú skalt ekki láta hann vera saklausan því að þú ert einn vís maður og veist vel hvað þú skalt gjöra honum að þú leiðir hans grá hár með blóði til helvítis.“

Svo sofnaði Davíð með sínum forfeðrum og var jarðaður í Davíðsborg. [ En sá tími sem Davíð var kóngur yfir Ísrael eru fjörutígi ár. [ Hann var kóngur í Hebron sjö ár og þrjú og þrjátígi ár í Jerúsalem. Og Salómon sat á hásætisstóli síns föðurs Davíðs og hans kóngsríki styrktist harla mjög.

En Adónía son Hagít kom inn fyrir Betsabe, móður Salomonis. Og hún sagði til hans: „Kemur þú með friði?“ Hann sagði: „Já.“ Og hann sagði: „Eg hefi nokkuð að tala við þig.“ Hún sagði: „Seg fram.“ Hann svaraði: „Þú veist vel að kóngsríkið var mitt og er orðið míns bróðurs, af Drottni er það hans orðið. Nú bið eg einnrar bónar af þér að þú viljir ekki afvirða mitt andlit.“ Hún sagði til hans: „Seg fram.“ Hann svaraði: „Eg bið þig að þú viljir tala við kóng Salómon (því ei mun hann segja þér nei) að hann vilji gefa mér Abísag af Súnem til eiginkvinnu.“ Betsabe svaraði: „Nú vel, eg vil tala við kónginn þinna vegna.“

Og Betsabe gekk inn fyrir Salómon kóng að tala við hann vegna Adónía. Og kóngurinn stóð upp og gekk í móti henni og laut henni og settist í hásæti sitt. Hann lét og taka annan stól handa sinni móður og hún sat til hans hægri handar. Og hún sagði: „Einnrar lítillrar bónar bið eg þig og bið eg að þú veitir mér hana.“ Kóngurinn sagði til hennar: „Bið, móðir mín, eg vil ei synja þér.“ Hún sagði: „Lát Abísag af Súnem gefast þínum bróður Adónía til eiginkvinnu.“

Þá svaraði Salómon kóngur og sagði til sinnar móður: „Hvar fyrir biður þú um Abísag af Súnem Adónía til eiginkonu? Bið þú honum og so kóngsríkisins því hann er minn bróðir og eldri en eg o ghann hefur með sér Abjatar kennimann og Jóab son Serúja.“ Og Salómon kóngur sór við Drottin og sagði: „Guð gjöri mér það og það: Adónía skal hafa talað þetta í gegn sínu lífi. [ Og nú svo sannarlega sem Drottinn lifir sá sem mig hefur staðfest og látið sitja á stóli míns föðurs Davíðs og gjörði mér eitt hús sem hann hafði sagt, að Adónía skal deyja þennan dag.“ Og Salómon kóngur sendi ofan Benaja son Jójada. Hann sló hann so að hann lét lífið.

Og kóngurinn sagði til Abjatar kennimanns: [ „Far burt til þíns akurs í Anatót því að ú ert dauðans maður. En eg vil ekki slá þig í hel á þessum degi því þú barst Drottins Guðs örk fyrir Davíð, mínum föður, og þú leiðst (vos og erfiði) með mínum föður.“ Svo út rak Salómon Abjatar að hann mátti ekki vera lengur Guðs kennimann svo að uppfylldist orð Drottins sem hann hafði áður talað yfir hús Elí í Síló.

Og þetta rykti kom fyrir Jóab því að Jóab hélt með Adónía og ekki með Absalon. [ Þá flýði Jóab í tjaldbúð Drottins og hélt um altarishorn. Og það var kunngjört Salómoni að Jóab væri flúinn í tjaldbúð Drottins „og sjá, hann heldur sér við altarið.“ Þá sendi Salómon Benaja son Jójada þangað og sagði: „Far þangað og drep þú hann.“ En sem Benaja kom til tjaldbúðar Drottins þá sagði hann til hans: „Svo segir kóngurinn: Far út héðan.“ Hann sagði: „Nei, hér vil eg deyja.“ Og Benaja kunngjörði þetta kónginum aftur og sagði: „So hefur Jóab talað og þvílíku svaraði hann mér.“

Þá sagði kóngurinn til hans: „Gjör þú svo sem hann sagði og drep þú hann og jarða hann so þú í burt takir það blóð sem Jóab hefur úthellt fyrir sakleysi frá mér og frá míns föðurs húsi. [ Og Drottinn mun bitala honum hans blóð yfir hans höfuð að hann sló þá tvo menn í hel, þeir sem voru réttlátari en hann, og drap þá með sverði so að minn faðir Davíð vissi þar ekki af, sem var Abner son Ner, hershöfðingi yfir Ísrael, og Amasa son Jeter, hershöfðingi yfir Júda. [ Komi þeirra blóð yfir Jóabs höfuð og yfir hans afkvæmi ævinlega. [ En Davíð og hans sæði, hans hús og hans sæði, hafi frið af Drottni ævinlega.“

Og Benaja son Jójada gekk upp og sló hann í hel. Og hann var jarðaður í sínu húsi í eyðimörku. Og kóngurinn setti Benaja son Jójada til hershöfðingja yfir herinn í hans stað. So og setti kóngurinn Sadók prest í stað Abjatar.

Eftir þetta sendi kóngurinn boð og lét kalla Símeí og sagði til hans: [ „Far þú og bygg þér upp eitt hús í Jerúsalem og bú þar og far ekki út þaðan neins staðar, hverki hingað né þangað. En á hverjum degi sem þú gengur út af þínu húsi og fer yfir um lækinn Kedron þá skalt þú víst vita að þú skalt deyja. Þitt blóð sé yfir þínu höfði.“ Símeí sagði til kóngsins: „Þessi orð eru góð. Svo sem minn herra kóngurinn hefur sagt, svo skal þinn þénari gjöra.“ Svo bjó Símeí í Jerúsalem langan tíma.

Eftir þrjú ár varð sá atburður að tveir af þrælum Símeí hlupu til Akís, sonar Maeka, hver eð var kóngur í Gat, og það var Símeí undirvísað: „Sjá, þínir þrælar eru í Gat.“ So tók Símeí sig upp og söðlaði asna sinn og fór til Gat til Akís að leita þræla sinna. En sem hann kom þangað þá flutti hann þræla sína frá Gat.

Þetta fréttir Salómon að Símeí var farinn frá Jerúsalem til Gat og var kominn aftur. Þá sendi kóngur boð og lét kalla Símeí og sagði til hans: „Hefi eg ekki svarið þér við Drottin og vitnað fyrir þér og sagt: Á hverjum degi sem þú fer út af þínu húsi og gengur nokkurs staðar hingað eður þangað þá máttu vissulega vita að þú skalt deyja? En þú svaraðir mér: Þessi kostur þykir mér góður. Því hefur þú þá ekki haldið þig eftir Drottins eiði og því boðorði sem eg bauð þér?“

Og kóngurinn sagði til Símeí: „Þú veist alla þá illsku sem þínu sjálfs hjarta er vitanlegt, hvað þú gjörðir mínum föður Davíð. Drottinn hefur bitalað þér þína illsku yfir þitt eigið höfuð. Og kóng Salómon sé blessaður og Davíðs sæti staðfestist og styrkist fyrir Drottni ævinlega.“ Og kóngurinn bauð Benaja syni Jójada. Hann fór og sló hann í hel. [ Og ríkið staðfestist til handa Salómoni.