XVI.
Á því sjötta og tuttugasta ári Asa Júdakóngs varð Ella sonur Baesa kóngur yfir Ísrael í Tirsa tvö ár. [ Og hans þénari Simrí, höfuðsmaður yfir helmingi af hans vögnum, gjörði uppreist í móti honum. Og hann var í Tirsa, drakk og varð drukkinn í húsi Arsa sem var fóviti í Tirsa. Og Simrí kom þar inn og sló hann í hel á því sjöunda og tuttugasta ári Asa kóngs Júda og varð kóngur í hans stað.
En sem hann var kóngur orðinn og sat í sínu hásæti þá sló hann allt Baesa hús og lét ekkert mannsbarn eftir lifa. [ Þar með drap hann hans frændur og vini. Svo eyðilagði Simrí Baesa hús allt saman eftir orði Drottins sem hann talað hafði yfir Baesa fyrir Jehú spámann fyrir sakir allra synda Baesa og hans sonar Ella sem þeir frömdu og komu Ísrael til að syndgast til að móðga og styggja Drottin, Ísraels Guð, með þeirra afguðadýrkan. En hvað meira er að segja um Ella og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku.
Á því sjöunda og tuttugasta ári Asa kóngs varð Simrí kóngur í Tirsa í sjö daga. [ Því Ísraelsfólk sat þá um borg Philisteis Gibeton. En sem fólkið í herbúðum heyrði það að Simrí hafði gjört uppreist í móti kónginum og slegið hann í hel þá gjörði allur Ísrael á þeim sama degi Amrí stríðshöfuðsmann til kóngs yfir allan Ísrael í sínum herbúðum. Og Amrí fór upp og allur Ísrael með honum frá Gibeton og settist um Tirsa. En sem Simrí sá það að þeir mundu vinna staðinn þá gekk hann í kóngshöllina og uppbrenndi sig sjálfan með kóngsins húsi. [ Og svo dó hann fyrir sínar syndir sem hann hafði gjört að hann gjörði það sem Drottni illa líkaði og gekk á Jeróbóams vegum og í hans syndum sem hann gjörði og kom Ísrael til að syndgast. En hvað meira er að segja um Simrí og hvernin hann gjörði eina uppreist, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku.
Á þeim tíma skipti Ísrael sér í tvenna flokka. Helmingur fólksins eftirfylgdi Tibní syni Gínat og gáfu honum kóngsnafn en sá annar helmingur hélt með Amrí. En það fólk sem fylgdi Amrí varð aflameira en það fólk sem fylgdi Tbhní syni Gínat. Og Tibní féll en Amrí varð kóngur.
Á því ellefta og tuttugasta ári Asa Júdakóngs varð Amrí kóngur yfir Ísrael í tólf ár og ríkti í Tirsa sex ár. [ Hann keypti það bjarg Samaria af Semer fyrir tvo sintener silfurs og reysti þar byggð og kallaði þá borg sem hann reisti Samaria eftir Semers nafni sem var herra yfir því fjalli. [ Amrí gjörði það sem Drottni illa líkaði og var verri en allir þeir sem voru fyrir honum og gekk í öllum Jeróbóams vegum sonar Nebat og í hans syndum með hverjum að hann kom Ísrael til að syndgast að þeir styggðu Drottin, Guð Ísraels, með þeirra afguðadýrkan.
En hvað meira er að segja um Amrí og allt það hann gjörði og hans magt sem hann framdi, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Amrí sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Samaria. [ Og hans son Akab varð kóngur í hans stað.
Á því áttunda og þrítuganda ári Asa Júdakóngs tók Akab son Amrí kóngdóm yfir Ísrael og ríkti yfir Ísrael í Samaria tvö og tuttugu ár og gjörði það Drottni illa líkaði, fram yfir alla þá sem verið höfðu fyrir hann. [ Hann lét sér eigi nægja að hann gekk í syndum Jeróbóam sonar Nabat. Þar til tók hann Jesabel, dóttir Etbaals kóngs af Sídon, sér til eiginkvinnu. [ Og hann fór að þjóna Baal og tilbað hann og reisti Baal eitt altari í Baals húsi hvert hann byggði honum í Samaria og plantaði einn lund. So að Akab gjörði framar meir að reita og styggja Drottin, Ísraels Guðs, en allir aðrir Ísraelskonungar þeir sem verið höfðu fyrir hann.
Á þessum sama tíma byggði Híel af Betel Jeríkó. [ Og það kostaði hans hinn fyrsta son Abíram þá hann lagði grundvöllinn og hans yngsta son Segúb þá hann setti pörtin eftir Drottins orði sem hann hafði talað fyrir Jósúa son Nún. [