XIIII.

Á þeim tíma varð Abía sonur Jeróbóam sjúkur. [ Og Jeróbóam sagði til sinnar kvinnu: „Tak þig upp og breyt þínum búningi svo að enginn merki að þú sért Jeróbóams kvinna og far burt til Síló. Sjá, þar er Ahía spámaður sem sagði mér fyrir að eg skyldi verða kóngur yfir þessu fólki. Og tak tíu brauð og kökur með þér og eina krús með hunang og gakk til hans því hann mun segja þér hvert sveini þessum mun batna eður ei.“ Og Jeróbóams kvinna gjörði svo, bjó sig til og fram kom í Síló og gekk í hús Ahía. En Ahía kunni ekki að sjá því hans augu voru sjónlítil af elli.

En Drottinn sagði til Ahía: „Sjá, Jeróbóams húsfrú kemur og vill frétta þig eftir um sinn son því hann er sjúkur. Þar fyrir seg þú henni svo og svo.“ En sem hún kom nú inn lét hún sem væri hún önnur kvinna. Og er Ahía heyrði til hennar fóta þá hún gekk inn um dyrnar þá sagði hann: „Kom hér inn, þú Jeróbóams kvinna, því vilt þú dyljast so sem ókunnug? Eg hef hart erindi að bera þér. [

Far þú aftur og seg þú til Jeróbóam: Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Eg hefi upphafið þig af fólkinu og setta eg þig höfðingja yfir mitt fólk Ísrael. Og eg sleit kóngsríkið frá Davíðs húsi og gaf þér það. En þú hefur ekki verið svo sem minn þénari Davíð hver að hélt mín boð og gekk eftir mér af öllu hjarta, gjörandi hvað mér var þægilegt. En þú hefur gjört illa fram yfir alla þá sem verið hafa fyrir þér. Þú fórst og gjörðir þér annarlega guði og steyptar myndir að reita mig þar til með reiði og kastaðir mér so á bak þér aftur.

Sjá, þar fyrir vil eg leiða ólukku yfir Jeróbóams hús og uppræta af Jeróbóam jafnvel þann sem pissar í vegginn, þann innilukta og yfirgefna í Ísrael. [ Og eg vil burt sópa eftirkomendum Jeróbóams húss, svo sem þá maður í burtu sópar óklárindi, þar til þeir eru allir foreyddir. Hver sem deyr í staðnum af Jeróbóam sveitungum, þann skulu hundar upp éta en hver sem deyr út á akri, þann skulu fuglar himins slíta því Drottinn hefur sagt þetta. So tak þig upp og gakk heim. Og þá þú stígur þínum fæti innan borgar þá mun sveinninn deyja og allur Ísrael skal gráta hann. Því að þessi sveinn af Jeróbóam kominn skal alleinasta gröft öðlast sökum þess að þar hefur nokkurt gott fundist með honum fyrir Drottni, Ísraels Guði, í Jeróbóams húsi.

Drottinn Guð mun uppvekja sér einn kóng yfir Ísrael. Hann skal afmá Jeróbóams hús á þeim degi. Og hvað er nú gjört? Og Drottinn skal slá Ísrael líka sem reyr hrærist í vatni og hann skal uppræta Ísrael af þessu góða landi sem hann gaf þeirra feðrum og hann mun burt dreifa þeim yfir um vatnið sökum þess að þeir gjörðu sér lunda og styggðu Drottin þar með. [ Og hann skal yfirgefa Ísrael fyrir Jeróbóams synda sakir sem syndgaðist og kom Ísrael til að syndgast.“

Og Jeróbóams húsfrú stóð upp, gekk burt og kom til Tirsa. En sem hún sté yfir þrösköldinn húsdyranna þá andaðist sveinninn. Og þeir jörðuðu hann og allur Ísrael grét hann eftir Drottins orðum sem hann hafði mælt fyrir sinn þénara Ahía spámann. hvað meira er að segja um Jeróbóam, hvernin hann barðist og ríkti, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. [ En sá tími sem Jeróbóam ríkti var tvö og tuttugu ár og hann sofnaði með sínum feðrum og hans son Nadab varð kóngur í hans stað. [

Róbóam son Salómons var kóngur í Júda. Róbóam var fjörutígi ára gamall þá hann varð kóngur og ríkti setyján ár í Jerúsalemborg hverja eð Drottinn útvaldi af öllum Ísraels ættum að hann vildi þar setja sitt nafn. [ Hans móðir hét Naema, ein ammónítesk kvinna. Og Júda gjörði það sem Drottni illa líkaði og þeir uppvöktu hann meir til vandlætis en allir þeirra forfeður höfðu gjört með þeim syndum sem þeir gjörðu. Því þeir uppbyggðu sér hæðir, stólpa og lunda á öllum hávum hæðum og undir öllum blómguðum trjám. [ Þar voru og saurlifnaðarmenn í landinu og þeir frömdu allra heiðingja svívirðingar hverja að Drottinn hafði útrýmt fyrir Ísraelssonum.

En á því fimmta ári Róbóams kóngs þá fór Sísak Egyptalandskóngur upp til Jerúsalem og tók fjársjóðuna úr Drottins húsi og úr kóngsins húsi og allt það sem hann mátti hönd á koma og hann tók alla þá gullskjöldu sem Salómon hafði látið gjöra. [ En kóng Róbóam lét gjöra aftur eirskjöldu og fékk þá í hendur þeim æðstu skjaldsveinum sem geymdu dyrnar á kóngsins húsi. Og svo oft sem kóngurinn gekk í Drottins hús þá báru fylgdarmenn kóngs þessa skjöldu og báru þá síðan aftur í skjaldsveinanna herbergi.

Hvað sem meir er að segja um Róbóam og það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníkubók. Og ætíð var þar stríð millum Róbóam og Jeróbóam á meðan þeir lifðu. Og Róbóam sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Davíðsborg hjá sínum feðrum. [ Hans móðir hét Naema af ætt þeirra Ammonitarum. Og Abíam hans son tók kóngdóm eftir hann.