III.

Það er vissileg sannindi ef að nokkur girnist biskupsembætti, sá girnist ágætt verk. [ En biskupi byrjar að vera óstraffanlegum, einnrar kvinnu eiginmanni, sparneytnum, hógværum, siðsömum, gestrisnum, kenningasömum, enginn vínsvelgjari, eigi baráttusömum, einkis ljótlegs ávinnings gírugur, heldur vingjarnlegur, eigi þráttunarsömum, eigi ágjörnum, sá góða fyrirsjón veitir sínu húsi, hver hlýðug börn hefur með allri virðing (so að ef nokkur kann ei sínu húsi forstöðu að veita, hvernin má hann þá Guðs söfnuði umsjón veita?), eigi nýnæmum so að hann upphrokist ekki og hrapi so í forsmánarans úrskurð. Hann hlýtur og einnin að hafa góðan vitnisburð af þeim sem þar fyrir utan eru upp á það hann hrapi ekki í svívirðing og snöru spéarans.

Líka einnin skulu þjónarnir vera heiðarsamlegir, eigi tvítungaðir, öngvir vínsvelgir, einkis skemmilegs ávinnings gírugir, þeir eð hafa leyndardóm trúarinnar í hreinni samvisku. [ Þá hina sömu lát áður reyna. Eftir það lát þá þjóna nær þeir eru óstraffanlegir.

So og líka skulu þeirra eiginkvinnur vera hóglátar, eigi spésamar, hreinferðugar og trúlyndar í öllum hlutum. Þénarana hvern sem einn lát vera einnrar kvinnu eiginmann, sá vel forstendur sín börn og sín eigin hús. En þeir eð vel þjóna verðskulda sér sjálfum góða stétt og mikið traust í trúnni í Christo Jesú.

Þetta skrifa eg þér og vona sem fyrst til þín að koma. En ef mér seinkar að þú vitir hvernin þú skalt ganga í Guðs húsi, hvert að er söfnuður Guðs lifanda, stólpi og grundvallan sannleiksins. Ómótmælanlega mikill er leyndur dómur guðhræðslunnar. Guð er opinberaður í holdinu, réttlættur í andanum, auglýstur englunum, prédikaður heiðingjum, trúður af heiminum, meðtekinn í vegsemd.