IIII.

Framar, kærir bræður, biðjum vér yður og áminnum í Drottni Jesú að so sem þér hafið af oss meðtekið hvernin þér skuluð ganga og Guði þóknast svo að þér æ meir og meir fullkomnari verðið. [ Því að þér vitið hvað fyrir boðorð vér höfum gefið yður fyrir drottin Jesúm. Því að það er vilji Guðs: Yðar helgun, að þér haldið yður í frá frillulífi og hver yðar einn kunni að eignast sitt ker í helgan og heiðri og ekki í girndarbruna sem heiðingjar þeir af Guði ekkert vita, og það enginn niðurþrykki né svíki sinn bróður í nokkri höndlun því að Drottinn er hann sem hefnir alls þessa, sem að vér höfum áður fyrri sagt og yður vottað. Því að Guð hefur ekki kallað oss til óhreinleiks heldur til helgunar. Því hver hann nú forsmár hann forsmár öngvan mann heldur Guð, sá sinn heilaga anda hefur í yður gefið.

En af bróðurlegum kærleika er ekki þörf yður að skrifa því að þér eruð sjálfir í Guði lærðir yður innbyrðis að elska og það gjöri þér einnin viður alla bræður sem í öllu Macedonia eru. En vér beiðum yður, kærir bræður, það þér verðið enn algjörðari. Og kostgæfið spakferðugir að vera og yðvart eigið að stunda og erfiðið með yðar eigin höndum so sem að vér höfum boðið yður upp á það þér mættuð ærlega ganga hjá þeim sem þar fyrir utan eru og einskis þeirra við þurfa.

En vér viljum, kærir bræður, eigi dylja fyrir yður af þeim sem sofa upp á það þér séuð eigi hryggvir sem þeir aðrir er öngva von hafa. [ Því fyrst vér vitum það Jesús er dáinn og upp aftur risinn so mun Guð og einnin þá sem sofnaðir eru fyrir Jesúm með honum framleiða. Því segjum vér yður so sem orð Drottins það vér hverjir lifum og yfirblífum í tilkomu Drottins, vér munum ei fyrir þeim koma sem sofa. Því að Drottinn sjálfur mun með herópi og höfuðengilsins raust og Guðs lúðri ofan koma af himnum og hinir dauðu í Christo munu fyrst upp aftur rísa. Eftir á vér, vér sem lifum og yfirblífum, verðum til líka uppnumnir með þeim sömu í skýin til móts við Drottin í loftið og munum so hjá Drottni vera alla tíma. So huggið nú hver annan innbyrðis með þessum orðum.