III.

Fyrir því höfum vér ekki lengur það viljað umlíða og létum oss þóknast það vér værum einir samir látnir til Athenas og höfum útsend Timotheum, vorn bróður og Guðs þénara og vorn hjálparmann í evangelio Christi, til að styrkja og á að minna yður í yðvari trú so að enginn yðar skelfist í þessum hörmungum. [ Því að þér vitið að vér erum þar til settir og þá er vér vorum hjá yður sögðu vér yður það fyrir það vér hlytum mótgang að hafa so sem er skeð og þér vitið. Þar fyrir að eg gat það eigi lengur liðið þá útsenda eg so að eg mætti reyna yðra trú upp á það að eigi mætti ske að freistarinn freistaði yðar og yrði vort erfiði so til ónýtis.

En nú það Tímóteus er í frá yður til vor kominn og hefur kunngjört oss yðra trú og kærleika og það þér hugsið til vor alltíð til hins besta og það yður forlengir eftir að sjá oss so sem oss einnin líka eftir yður, þá urðu vér, kærir braður, huggaðir a yður í allri vorri hörmung og nauð fyrir yðra trú. [ Því að nú erum vér lifandi meðan þér standið í Drottni. Því hverja þakkargjörð getum vér Guði endurgoldið fyrir yður fyrir allan þann fögnuð sem vér höfum yðar vegna fyrir Guði? Vér biðjum dag og nótt mikillega það vér mættum sjá yðart auglit og uppfylla so það hvað ábrestur yðra trú.

En Guð vor faðir og Drottinn vor Jesús Christus greiði vorn veg til yðar. En yður margfaldi Drottinn og láti kærleikinn yfirgnæfa innbyrðis hjá yður og við hvern mann (so sem að vér erum einnin við yður) so að yðar hjörtu sé styrk og óstraffanleg í heilagleik fyrir Guði og vorum föður í tilkomu vors Drottins Jesú Christi með öllum hans heilögum.