VIII.

En um það sem skúrgoðum offrast vitu vér það vér allir höfum skynsemina. Skynsemin hún blæs upp en ástsemin bætir um. Nú ef einhver lætur sér þykja það hann viti nokkuð sá veit enn eigi so sem honum ber að vita. En ef sá er einhver sem elskar Guð hann er af honum þekktur.

So vitum vér nú af þeirri fæðslu sem skúrgoðum offrast það skúrgoðið sé einskis vert í heiminum því enginn er Guð nema einn. Og þó að þar sé nokkrir sem guðir kallast, hvort það er á himni eður á jörðu (með því að margir eru guðir og margir drottnar) þó höfum vér ekki utan einn Guð föður, af hverjum að allir hlutir eru og vér í honum og einn Drottin, Jesúm Christum, fyrir hvern allir hlutir eru og vér fyrir hann.

En þessa skynsemi hafa eigi allir. Því að nokkrir hafa gjört sér samvisku hér til yfir þeim skúrgoðum og átu það fyrir skúrgoðafórnir og með því að þeir voru so veikir þá flekkaðist þeirra samviska í þessu. En fæðan batar oss ekki fyrir Guði. Etum vér þá erum vér ei betri fyrir það, etum vér og ekki þá verðum vér ei verri fyrir það.

En sjáið so til að þetta yðart frelsi verði ei til hindrunar hinum veiktrúuðum. Því ef nokkur sæi þig (þú sem skynsemina hefur) sitja til borðs í goðahúsi verður þá eigi hans samviska, með því hann er breyskur, hvött upp að eta skúrgoðafórnir? Og so forferst þinn breyskvi bróðir í þinni skynsemi fyrir hvern að Kristur er líflátinn. Og nær þér syndgist so við bræðurna og sláið þeirra breyskva samvisku þá syndgist þér við Krist. Hvar fyrir ef að fæðan hindrar bróður minn skylda eg aldrei kjöt eta svo að eg gjörða öngva hindran mínum bróður.