Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Aron og segðu til hans: Þá þú setur lampana upp þá skaltu so setja þá að þeir lýsi allir sjö til líka [ framanvert fyrir ljósastikuna.“ Og Aron gjörði so og setti lampana að lýsa framanvert fyrir ljósastikunni, sem Drottinn hafði bífalað Móse. Kertistikan var af slegnu gulli, bæði stjakinn sjálfur og liljurnar. Eftir þeirra líking sem Drottinn hafði sýnt Móse, so gjörði hann ljósastikuna.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tak þú Levítana burt frá Ísraelissonum og hreinsa þá. En so skaltu fara að hreinsa þá: Þú skalt [ stökkva syndavatninu á þá og þeir skulu raka allir sitt hár af og þvo sín klæði, so eru þeir með öllu hreinir. [
Þá skulu þeir taka eirn ungan uxa og hans matoffur, hveitisarla blandað með oleo. Og þú salt taka eirn annan ungan uxa til syndaoffurs. Og þú skalt leiða Levítana fyrir vitnisburðarins tjaldbúð og samansafna öllum Ísraelssonum og leiða Levítana fyrir Drottin. Og Ísraelssynir skulu leggja sínar hendur yfir Levítana. Og Aron skal veifa Levítunum af Ísraelssonum til veifunaroffurs fyrir Drottni so þeir megi þjóna í embættinu fyrir Drottni.
Þá skulu Levítarnir leggja sínar hendur uppá uxanna höfuð og þann eina skaltu færa til syndaoffurs en annan til brennifórnar fyrir Drottni til eirnrar forlíkunar fyrir Levítunum. Og þú skalt skikka Levítana fram fyrir Aron og hans syni og veifa þeim til veifunaroffurs fyrir Drottni og skilja þá so frá Ísarelissonum, að þeir sé mínir. Því næst skulu þeir ganga og þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð. Svo skalt þú hreinsa þá og veifa þeim, því þeir eru mér gefnir af Ísraelssonum og ég hefi þá til mín tekið fyrir allt það sem opnar sinnar móður kvið, sem er fyrir þá frumgetnu af öllum Ísraelssonum.
Því allir frumburðir á meðal Ísraelssona heyra mér til, bæði af mönnum og fénaði, síðan það ég í hel sló alla frumburði á Egyptalandi og helgaði þá mér og tók Levítana af Ísraelssonum so þeir skyldu þjóna í Ísraelssona embætti í vitnisburðarins tjaldbúð, til að gjöra forlíkun fyrir Ísraelssyni, so að þar sé engin plága á meðal Ísraelissona, ef þeir vilja koma nær helgidóminum.“ [
Og Móses og Aron og allur almúginn af Ísraelssonum breytti í öllum hlutum við Levítana svo sem Drottinn hafði boðið Móse. Og Levítarnir hreinsuðu sig og þvoðu sín klæði og Aron upplyfti þeim fyrir Drottni og forlíkti þá, so þeir urðu hreinir. Og eftir það gengu þeir inn og frömdu sitt embætti í vitnisburðarins tjaldbúð fyrir Aroni og hans sonum, sem Drottinn hafði bífalað Móse yfir Levítunum, so gjörðu þeir við þá.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þetta er það sem Levítarnir skulu gjöra: Frá því þeir eru fimm og tuttugu ára og þaðan af eru þeir duganlegir að draga í stríð og þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð. [ En frá fimmtuganda ári skulu þeir vera frjálsir frá sínu embætti og þjónustu og skulu ekki meir þjóna, heldur taka vara á þeirra bræðra þjónustu í vitnisburðarins tjaldbúð. En þeir skulu ekki annast embættið. So skaltu breyta við Levítana svo að hvör vakti sitt varðhald.“