Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Ísraelissynir skulu reisa þeirra herbúðir utan um kring vitnisburðarbúðina, hvör undir sínu merki og teikni, eftir þeirra feðra húsum. [
Júda skal setja sínar herbúðir fyrir austan fram með sínu merki og öllum her, þeirra höfðingi Nahesson son Ammínadab og hans her, sem er að manntali fjórar og sjötygu þúsundir og sex hundruð. [ Næst honum skal Ísaskar kynkvísl sínar herbúðir reisa, þeirra höfuðsmaður Netaneel son Súar og hans reiknaður her, fjórar og fimmtygi þúsundir og fjögur hundruð. Þar næst Sebúlons ætt, þeirra höfðingi Elíab son Helon og hans reiknaður her, sjö og fimmtygir þúsundir og fjögur hundruð. So að allir þeir sem heyra til Júda herbúðum eru í einni summa hundrað þúsundir og sex og áttatygir þúsundir og fjögur hundruð, sem heyrir til þeirra her, og skulu reisa fremstir.
Í suður skal vera merki Rúben og tjaldbúð með sínum her, þeirra höfðingi Elísúr son Sedeúr og hans reiknaður her, sex og fjörutygir þúsundir og fimm hundruð. [ Næst honum skal Símeons kynþáttur setja sínar herbúðir, þeirra höfðingi Selúmíel son Súrí-Sadaí og hans reiknaður her, níu og fimmtyi þúsundir og þrjú hundruð. Þar næst kyn Gað, þeirra höfðingi Eleasar son Regúels og hans reiknaður her, sem er fimm og fjórutygir þúsundir sex hundruð og fimmtygu. So að allir þeir sem heyra til Rúbens herbúðum eru að manntali reiknaðir hundrað þúsund og eitt og fimmtygu þúsund og fjögur hundruð og fimmtygi, sem heyrir til þeirra her. Og þeir skulu reisa næst þeim fyrstu.
Þar næst skal vitnisburðarins tjaldbúð fara með Levítanna herbúðunum rétt á meðal herbúðanna og allt eftir því sem þeir leggja sig niður so skulu þeir og ferðast, hvör í sínum stað, undir sínu merki. [
Í vestur skulu Efraíms herbúðir og merki liggja með sínum her. [ Þeirra höfðingi skal vera Elísama son Amíhúd og hans reiknaður her er að manntali fjörutíu þúsundir og fimm hundruð. En hjá þeim skal Manasse ætt leggja sig, þeirra höfðingi Gamlíel son Pedasúr og hans reiknaður her, tvær og þrjátyi þúsundir og tvö hundruð. Þar næst Ben-Jamíns kynþáttur, þeirra höfðingi Albídan son Gedeóní, hans reiknaður her að manntali fimm og þrjátygi þúsundir og fjögur hundruð. So að allir þeir sem heyra til Efraíms herbúðum þeir eru samanreiknaðir eftir manntali hundrað þúsund og átta þúsund og eitt hundrað, þeir sem heyra til hans her. Og þeir skulu vera í þriðju fylkingu þá þeir reisa.
Herbúðir Dan og merki skal vera í norður með sínum her, þeirra höfðingi Ahíeser son Ammí-Sadaí, hans reiknaður her tvö og sextygu þúsundruð og sjö hundruð. [ Hjá honum skal Asser kynþáttur leggja sig, þeirra höfðingi Pagíel son Okran, hans reiknaður her eitt og fjórutygi þúsund og fimm hundruð. Þar næst Neftalí ætt, þeirra höfðingi Ahíra son Enan, hans reiknaður her þrjár og fimmtygi þúsundir og fjögur hundruð. So að allir þeir sem heyra til herbúðum Dan eru reiknaðir hundrað þúsund sjö og fimmtygi þúsundir og sex hundruð. Og þeir skulu vera þeir inir seinustu sem að reisa út með þeirra merkjum.“
Þetta er manntalið allra Ísraelissona eftir þeirra feðra húsi og herbúðum, með þeirra her, sex sinnum hundrað þúsunda þrjár þúsundir fimm hundruð og fimmtygi. [ En Levítarnir voru ekki taldir í þessu manntali á meðal Ísraelssona, sem Drottinn hafði bífalað Móse. Og Ísraelissynir gjörðu allt saman so sem Drottinn hafði boðið Móse og settu herbúðirnar undir þeirra merki og drógu út hvör með sínum kynþætti, eftir þeirra feðra húsi.