Og María og Aron átöldu Mósen fyrir hans kvinnu skuld, sem var af Blálandi, þar fyrir að hann hafði tekið eina blálenska konu sér til eiginkvinnu, og sögðu: „Talar þá Drottinn alleinasta fyrir Mósen? [ Talar hann ekki og so fyrir oss?“ Og Drottinn heyrði það. En Móses var eirn mjög [ plágaður maður, framar en allir menn á jörðunni.
Og Drottinn sagði hastarlega til Mósen og til Arons og til Maríu: „Farið út þér þrjú saman til vitnisburðarins tjaldbúðar.“ Og þau öll þrjú gengu þangað. Þá kom Drottinn niður í skýstólpanum og fór í tjaldbúðardyrnar og kallaði á Aron og Maríam og þau gengu bæði fram. Og hann sagði: „Heyrið mín orð. Er þar nokkur spámaður Drottins á meðal yðar, þeim vil ég opinbera mig í einni sýn eða ég vil tala við hann í einum draumi. En ekki er so minn þénari Móses, sem er trúlyndur í öllu mínu húsi. Ég tala munnlega við hann og hann sér Drottinn í sinni mynd, ekki fyri ráðgátu né líkingar. Því óttuðust þið þá ekki að hallmæla mínum þénara Móses?“
Og reiði Drottins gramdist þeim og hann fór í burt. Þar með hvarf og skýið í burt frá tjaldbúðinni. Og sjá, María varð [ spitelsk líka sem snjór. Og Aron sneri sér til Maríam og varð var við að hún var orðin líkþrá og hann sagði til Mósen: „Minn herra, lát ekki þessa synd blífa yfir okkur með hvörri við höfum dárlega gjört og syngast, að þessi sé ekki so sem sá er dauður kemur af sinnar móður lífi, hún hefur allareiðu uppétið hálft hennar hold.“
Þá kallaði Móses til Drottins og sagði: „Drottinn, græð þú hana.“ Drottinn sagði til Mósen: „Ef hennar faðir hefði hrækt í hennar andlit, skyldi hún þá ekki hafa kinnroða í sjö daga? Lát hana vera útilukta í sjö daga utan herbúðanna, eftir það má hún takast aftur til yðar.“ So var María útilukt af herbúðunum í sjö daga. Og fólkið ferðaðist hvörgi fyrr en María var meðtekin aftur. Eftir það dró fólkið frá Haserót og setti herbúðir sínar í þeirri eyðimörku Paran.