Numeri

Fjórða bók Móses

Og Drottinn talaði við Mósen í eyðimörku Sínaí í vitnisburðarbúðinni, á þeim fyrsta degi í öðrum mánaði og á öðru ári eftir það sem þeir voru útgengnir af Egyptalandi, og sagði: „Reiknið manntal alls almúgans Ísraelssona eftir þeirra kynkvíslum og þeira feðra húsum og nöfnum, allt kallkyns, höfuð fyrir höfuð, þeir sem eru tuttugu ára og þaðan af eldri, alla þá sem vopnfærir eru til bardaga af Ísrael. [ Og þú og Aron skuluð telja þá eftir sínum fjölda og þið skuluð taka til ykkar einn af hvörri kynkvísl og setja hann til eins höfðingja yfir síns föðurs hús.

Þessi eru nöfn höfðingjanna sem standa skulu hjá yður: Af Rúben skal vera Elí-Súr son Sedeúr. [ Af Símeon skal vera Selúmíel son Súrí-Sadaí. Af Júda skal vera Nahesson son Ammínadab. Af Ísaskar skal vera Netaneel son Súar. Af Sebúlon skal vera Elíab son Helón. Af Jósefs sonum af Efraím skal vera Elísama son Amíhúd. Af Manasse skal vera Ahíeser son Ammí-Sadaí. Af Asser skal vera Pagíel son Okran. Af Gað skal vera Elíasaf son Degúel. Af Neftalí skal vera Ahíra son Enan.“

Þessir eru þeir yppurstu af almúganum, höfuðsmenn af kyni þeirra feðra, sem voru inu yppustu höfuð og höfðíngjar í Ísrael. [ Og Móses og Aron tóku þá til sín svo sem þeir voru nú nöfnum nefndir. Þeir söfnuðu öllum almúganum til samans á þeim fyrsta degi í öðrum mánuði og reiknuðu þá eftir þeirra fæðingu, kyni, nöfnum og heimkynni, tvítuga og þaðan af eldri, höfuð fyrir höfuð, sem Drottinn hafði boðið Móse. Og þeir töldu þá í eyðimörku Sínaí.

Synir Rúben, Ísraelis frumgetna sonar, eftir þeirra fæðingu, kynslóð, þeirra feðra húsi og nöfnum, höfuð fyrir höfuð, allir kallmenn tvítugir og þaðan af eldri, þeir sem vopnfærir voru, voru reiknaðir af ætt Rúben sex og fjörutygi þúsundir og fimm hundruð. [

Synir Símeon eftir þeirra fæðingu, kyni og heimkynni, nafni og tölu, höfuð fyrir höfuð, allir kallmenn tvítugir og þaðan af eldri sem vopnfærir voru, voru reiknaðir af kyni Símeon níu og fimmtygu þúsundir og þrjú hundruð. [

Synir Gað eftir þeirra fæðingu, kyni, feðra húsi og nafni, frá tuttugu árum og þaðan af, sem færir voru að fara í bardaga, voru reiknaðir af kyni Gað fimm og fjörutygi þúsundir sex hundruð og fimmtygi. [

Synir Júda eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nafni, tvítugir og þaðan af eldri, þeir sem færir voru til bardaga, voru reiknaðir af ætt Júda fjórar og sjötygi þúsundir og sex hundruð. [

Synir Ísaskar eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nöfnum, tuttugu vetra og þaðan af eldri, vopnfærir til bardaga, voru taldir af kyni Ísaskar fjórar og fimmtygi þúsundir og fjögur hundruð. [

Synir Sebúlon eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nöfnum, tvítugir og þaðan af eldri, sem vopnfærir voru, voru reiknaðir af kyni Sebúlon sjö og fimmtygi þúsundir og fjögur hundruð. [

Synir Jósef af Efraím eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra föðurs húsi og nöfnum, tvítugir og þaðan af eldri, sem vopnfærir voru til bardaga, reiknaðir af kyni Efraíms, fjörutygi þúsundir og fimm hundruð. [

Synir Manasses eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nafni, tuttugu vetra og þaðan af eldri, sem duglegir voru að draga í stríð, voru taldir til Manasses ættar tólf og tuttugu þúsundir og tvö hundruð. [

Synir Ben-Jamín eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsum og nöfnum, tuttugu vetra og þaðan af eldri, þeir sem duganlegir voru að dragast í stríð, voru reiknaðir af kyni Ben-Jamín fimm og þrjátygu þúsundir og fjögur hundruð. [

Synir Dan eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nöfnum, tvítugir og þar yfir, þeir sem hraustir voru að draga í stríð, voru taldir af kyni Dan tvær og sextygi þúsundir og sjö hundruð. [

Synir Asser eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nöfnum, tvítugir og þaðan af eldri, sem duglegir voru að draga í stríð, voru taldir af kyni Asser ein og fjörutygi þúsund og fimm hundruð. [

Synir Neftalí eftir þeirra fæðingu, kyni, þeirra feðra húsi og nöfnum, tvítugir menn og þaðan af eldri, sem duganlegir voru að draga í stríð, voru taldir af kyni Neftalí þrjár og fimmtygu þúsundir og fjögur hundruð. [

Þessir eru þeir hverja Móses og Aron reiknuðu og þeir tólf Ísraelis höfðingjar, sérhvör þessara var yfir sinna feðra húsi. [ Og manntal allra Ísraelissona, eftir þeirra feðra húsi, þeir sem tvítugir voru og þaðan af eldri, sem vopnfærir voru til bardaga meðal Ísrael, var sex sinnum hundrað þúsundir manna, þrjár þúsundir fimm hundruð og fimmtygu. En Levítarnir eftir þeirra feðra ætt voru ekki taldir hér með.

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þú skalt ekki telja Leví ætt og eigi reikna þeirra manntal á meðal Ísraelssona, heldur skalt þú skikka þá til vitnisburðarbúðarinnar og til allra hennar kera og til alls hennar umbúnaðar. [ Og þeir skulu bera tjaldbúðina og allan þann umbúnað sem henni fylgir. Og þeir skulu vakta þar uppá og skulu setja sín tjöld kringum tjaldbúðina. Og þegar menn eiga að ferðast þá skulu Levítarnir taka tjaldbúðina ofan. En sem herinn setur sínar tjaldbúðir þá skulu þeir reisa tjaldbúðina upp. [ Og ef nokkur framandi kemur þar við þá skal hann deyja. Ísraelissynir skulu leggja sig, sérhvör í sínum herbúðum, og hjá merki síns liðs. En Levítarnir skulu tjalda í kringum vitnisburðarins tjaldbúð so að þar komi ekki nokkur reiði yfir almúgann Ísraelissona. Því skulu Levítarnir halda varðhald hjá vitnisburðarins tjaldbúð.“ Og Ísraelssynir gjörðu allt so sem Drottinn hafði boðið Móse.