Og Móses kallaði allan Ísraels lýð og sagði til þeirra: „Heyr þú Ísrael þau boðorð og réttindi sem ég tala í dag fyrir yðar eyrum. Lærið þau og haldið þau so að þér gjörið þar eftir. Drottinn Guð vor gjörði eirn sáttmála við oss í Hóreb og hann hafði ekki gjört þennan sáttmála við vora forfeður heldur við oss sem hér erum allir lifandi til á þessum degi. [ Hann talaði við oss frá augliti til auglitis úr eldinum uppá fjallinu. Ég stóð þann sama tíma á millum Drottins og yðar að ég skylda kunngjöra yður orð Drottins því að þér voruð hræddir fyrir eldinum og genguð ekki uppá fjallið. Og hann sagði:
„Ég er Drottinn Guð þinn sem útleiddi þig af Egyptalandi, af þrældómshúsinu. [ Þú skalt ekki hafa annarlega guði fyrir mér. Þú skalt öngva líkneskju gjöra þér eftir neinni mynd, hverki á himnum uppi né á jörðú niðri, eigi heldur í vatninu undir jörðunni. Þú skalt hverki tilbiðja það og eigi dýrka það því að ég er Drottinn Guð þinn, einn vandlátur Guð, vitjandi ranglætis feðranna á sonunum í þann þriðja og fjórða ættlegg þeirra sem mig hata og ég auðsýni miskunnsemi við margar þúsundir þeim sem mig elska og mín boðorð varðveita.
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma því að Drottinn mun ekki þann óhegndan láta sem hans nafn leggur við hégóma. [
Þú skalt halda þvottdaginn so þú helgir hann so sem það Drottinn Guð þinn hefur boðið þér. [ Sex daga skalt þú erfiða og gjöra allan þinn verknað en sá sjöundi dagurinn er Drottins Guðs þíns þvottdagur. Þá skaltu ekki neitt erfiði fremja, ekki heldur sonur þinn, eigi heldur dóttir þín, ekki heldur þinn þjónustumaður og eigi þín þjónustukvinna, eigi þinn uxi og eigi þinn asni og eigi heldur nokkur af þínum gripum og eigi heldur hinn framandi sem að er innan þinnan borgarhliða, so að þinn þjónustumaður og þín ambátt megi hvíla sig líka sem þú. Því að þér skal til hugar koma að þú hefur og verið einn þjónustumaður í Egyptalandi og Drottinn Guð þinn leiddi þig út þaðan með voldugri hönd og útréttum armlegg. Þar fyrir hefur Drottinn Guð þinn boðið þér að þú skyldir halda þvottdaginn.
Þú skalt heiðra föður þinn og móður þína so sem það Drottinn Guð þinn hefur boðið þér so að þú skulir lengi lifa og að það megi þér vel ganga í landinu því sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér. [
Þú skalt ekki í hel slá.
Þú skalt ekki hórdóm drýgja.
Þú skalt ekki stela.
Þú skalt ekki ljúgvitni mæla á móti náunga þínum.
Þú skalt ekki girnast á húsfreyju náunga þíns.
Þú skalt ekki girnast á þíns náunga hús, akur, þjónustumann, þjónustukvinnu, uxa, asna, né neitt það sem hann á.“ [
Þessi eru þau orð sem Drottinn talaði til alls mannfjölda yðvars á fjallinu úr eldinum, skýinu og myrkrinu með hárri raust og jók þar engu við og skrifaði þau á tvær steintöflur og fékk mér þær.
En þá þér heyrðuð röddina af dimmunni og fjallið brann í eldsloga gengu þér til mín, allir þeir inu æðstu menn yðvara kynkvísla og yðrir öldungar, og sögðuð: „Sjá þú, Drottinn Guð vor hefur látið oss sjá sína dýrð og sitt tignarveldi og vér heyrðum hans raust af eldinum. [ Vér sáum í dag að Guð talar við mennina og þeir halda þó lífinu. Og hvar fyrir skulum vér nú deyja so það þessi hinn mikli eldur skuli nú foreyða oss? [ Ef að vér heyrum nú lengur raustina Drottins Guðs vors þá deyjum vér. Því hvað er allt hold þess að það kunni að heyra raust lifanda Guðs tala af eldinum so sem vér og halda þó lífinu? Gakk þú fram og heyr allt hvað Drottinn Guð vor segir og seg þú oss það, vér viljum heyra og gjöra það allt hvað Drottinn Guð vor talar við þig.“
Þá Drottinn heyrði yðar orð sem þér töluðuð við mig sagði hann til mín: „Ég hefi heyrt orð þessa fólks sem það talaði til þín. Það er allt gott hvað þeir hafa talað. Væri so vel að þeir hefðu soddan hjarta til að óttast mig og að varðveita öll mín boðorð um alla þeirra lífdaga so að þeim mætti það vel ganga og þeirra börnum eilíflegana! Gakk þú burt og seg þú þeim: Gangið heim í yðar landtjöld. En þú skalt standa hér fyrir mér svo að ég segi þér alla þá lagasetninga, boðorð og réttindi sem þú skalt kenna þeim svo að þeir gjöri þar eftir í landinu sem ég mun gefa þeim að eignast.“
So haldið það og gjörið það, líka sem Drottinn Guð yðar hefur boðið yður og víkið hverki til hægri né til vinstri handar, heldur gangið í öllum þeim vegum sem Drottinn Guð yðar hefur boðið yður, svo að þér megið lifa og vel vegna og lifa lengi í því landinu sem þér skuluð eignast.