Þar skal enginn meiddur maður eða geldingur innkoma í Drottins samkundu. [ Þar skal og engin portkonuson innkoma í samkundu Drottins og ekki eftir tíunda lið heldur þá skal hann aldrei innkoma í samkundu Drottins.
Ammoniter og Móabiter skulu ekki innkoma í samkundu Drottins og ekki eftir tíunda lið heldur skulu þeir aldrei koma þar inn af því að þeir vildu ekki koma í móti yður á veginum með brauði og vatni þann tíð þér fóruð af Egyptalandi. [ Og þar að auki leigðu þeir Balaam son Beór af Petór úr Mesopothamia á móti yður að hann skyldi bölva þér. [ En Drottinn Guð þinn vildi ekki heyra Balaam og sneri þeirri bölvaninni um til blessunar af því að Drottinn Guð þinn elskaði þig. Þú skalt ekki biðja þeim gæfu né neins góðs um alla þína lífdaga ævinlega.
Þú skalt ekki halda Edómítana fyrir neina svívirðing því að þeir eru þínir bræður. Þú skalt og ekki halda þá egypsku fyrir neina svívirðing því að þú hefur verið útlendingur í þeirra landi. Þau börn sem þeir geta í þriðju ættkvísl skulu innkoma í samkundu Drottins.
Nær eð þú gengur út af herbúðum í móti þínum óvinum þá skalt þú vara þig við öllu því sem illt er. Er þar sá nokkur á meðal yðar sem ekki er hreinn fyrir það sem hann kann hafa hent um nóttina, hann skal ganga í burt fyrir utan herbúðirnar og ekki inn aftur koma fyrr en að kveldi nær eð hann hefur þvegið sig í vatni og nær eð sólin er undirgengin, þá skal hann innganga í herbúðirnar aftur.
Þú skalt og hafa eitt takmark fyrir utan herbúðirnar þangað sem þú kannt að fara og gjöra þínar nauðsynjar. Og þú skalt hafa einn lítinn spaða og nær eð þú vilt setja þig niður þá skalt þú grafa þar með og þá þú hefur gjört þínar nauðsynjar þá skalt þú hylja yfir það sem frá þér er gengið. Því að Drottinn Guð þinn gengur á millum þinna herbúða til að frelsa þig og gefa þína óvini fyrir þér. Þar fyrir skulu þínar herbúðir vera heilagar og þar skal ekki neitt skammarlegt sjást á meðal þín að hann skuli ekki snúa sér í burt frá þér.
Þú skalt ekki ofurselja þann þræl í síns herrans hendur sem flúið hefur frá honum til þín. Hann skal vera hjá þér í þeim stað út í einum þinna portdyra sem hann útvelur sér til góða. Og þú skalt ekki gjöra honum neina styggð.
Þar skal engin skækja vera á milli Ísraelisdætra og enginn frillulífismaður á meðal Ísraelssona. [
Þú skalt ekki bera neina skækjutilgjöf eður hundaverð í það húsið Drottins Guðs þíns út í nokkurs konar heitgjöfum því það hverttveggja er Drottni Guði þínum ein svívirðing.
Þú skalt ekki gjöra okur þínum bróður, hverki með peningum né með mat, né með neinum þeim hlutum sem út á má okra. [ Þann framanda máttu okra en ekki þinn bróður so að Drottinn Guð þinn skuli blessa þig í öllu því sem þú ásetur þér í því landinu sem þú skalt innkoma til að eignast.
Nær þú heitir nokkru Drottni Guði þínum þá skalt þú ekki gjöra dvöl á því að enda það því að Drottinn Guð þinn vill krefja þess af þér og það sama verður þér að synd. [ En heitir þú öngvu þá er þér það engin synd. En hvað framgengið er af þínum vörum það skalt þú enda og gjöra líka sem þú hefur með þínum munni heitið Drottni Guði þínum út af þínum sjálfs eiginlegum vilja.
Nær eð þú gengur í víngarð þíns náunga þá máttu eta so mörg vínber sem þig lystir til þess að þér nægir en í þitt ker skalt þú ekki neitt leggja.
Nær eð þú gengur um kornakur þíns náunga þá máttu plokka axin með hendinni en með sigðunum skalt þú ekki neitt skera þar upp.