Þá snerum vér oss og drógum til eyðimerkurinnar á þann veginn út til rauða hafsins, so sem það Drottinn sagði til mín, og vér drógum í kringum fjallið Seír í langan tíma. [ Og Drottinn sagði til mín: „Þér hafið nóg farið í kringum þetta fjall. Snúið yður í mót norðrinu. Og bjóð þú fólkinu og seg: Þér skuluð ganga í gegnum landálfur bræðra yðara sona Esaú, sem búa í Seír, og þeir munu óttaslegnir vera fyrir yður. [ En takið yður vel í vakt að þér gjörið þeim öngvan ófrið því að ég vil ekki gefa yður eitt fet af þeirra landi því að fjallið Seír hefi ég gefið sonum Esaú til eignar. [ Þér skuluð kaupa mat af þeim fyrir peninga til að eta og þér skuluð kaupa vatnið af þeim fyrir peninga til að drekka. Því að Drottinn Guð þinn hefur blessað þig í öllum þínum handaverkum. Honum hefur og hugstæð verið þín reisa í gegnum þessa hina miklu eyðimörku og það eru nú fjörutygi ár og Drottinn Guð þinn hefur hjá þér verið svo að þig brast ekki neitt.“
Þá vér vorum nú farnir framhjá bræðrum vorum, sonum Esaú, sem bjuggu á fjallbyggðum Seír, á þeim veginum þess sléttlendis frá Elat og Eseóngaber, þá snerum vér oss og gengum þann veginn til Móabítis eyðimerkur. [ Þá sagði Drottinn til mín: „Þú skalt ei gjöra þeim Móabítis neitt skaðræði og stríða ekki við þá því ég vil ekkert gefa þér af þeirra landi til eignar, af því að ég hefi gefið sonum Lot Ar til eignar. Þeir Emím hafa í forðum tíð búið þar inni, það var eitt stórt og sterkt og langt fólk, so sem þeir Enakím, menn héldu þá fyri risa líka sem Enakím og Móabíte kölluðu þá og so Emím, so bjuggu einnin forðum daga í Seír þeir Hórítis og synir Esaú í burt drifu þá, foreyddu þeim fyrir sér og bjuggu í þeirra stöðum, líka sem Ísrael gjörði við það land sem þeir eignuðust, hvert eð Drottinn gaf þeim. [
So takið yður nú upp og farið yfir lækinn um Sared.“ Og vér fórum þar yfir um. En sá tíminn þá vér reistum frá Kades Barnea allt þangað til er vér komum yfir um lækinn Sared voru átján og tuttugu ár. So þeir allir stríðsmennirnir í burt deyðu út í öllum herbúðunum so sem það Drottinn hafði svarið þeim. Þar með var og hönd Drottins á móti þeim til að foreyða þeim úr herbúðunum so að þeir týndust allir.
Og þá stríðsmennirnir voru allir fallnir so að þeir deyðu niður á meðal fólksins þá talaði Drottinn til mín og sagði: „Þú skalt fara í dag í gegnum landsálfur þeirra Móabítis í hjá Ar og þú munt koma alla leið framhjá sonum Amón, öngvan skaða skalt þú þeim gjöra og eigi heldur berjast við þá því að ég vil öngvan hlut af landi þeirra sona Amón gefa þér til eignar því ég hefi gefið sonum Lot það til eignar.“ [ Það er og haldið fyrir eitt risaland, þar hafa og eirnin forðum daga risar innibúið og þeir Amorítis kölluðu þá Sammesúmím. [ Það var eitt stórt, mikið og hátt fólk so sem Enakím. Og Drottinn afmáði þá fyrir þeim og lét þá eignast það so að þeir bjuggu þar inni í þeirra stöðum allt til þessa dags. Og þeir Kaftórím drógu út frá Kaftór og í eyðilögðu þá Avím sem bjuggu í Haserím allt til Gasa og bjuggu so þar í þeirra stöðum.
Hafið yður af stað og dragið yfir um lækinn Arnon. Sjá þú, ég hefi gefið Síhon kónginn þeirra Amorítis til Hesbon í þínar hendur með hans landi. Tak nú til undir þig að leggja og eig bardaga við hann. Í dag vil ég upphefja að allar þjóðir undir öllum himninum skulu hræðast og skelfast fyrir yður að nær þær heyra yðar getið þá skulu þær fá hræðslu og skulu kvíða fyfir yðar komu.“
Þá senda ég boð úr austanverðri eyðimörkinni til Síhon kóngsins í Hesbon með friðsamlegum orðum og lét segja honum: „Ég vil draga í gegnum þitt land og þar sem vegurinn er, þar vil ég ganga og víkja hverki til hægri handar né vinstri út af veginum. [ Mat skaltu selja mér að eta fyrir peninga og vatn skalt þú selja mér að drekka fyrir peninga. Ég vil ekki utan ganga þar á fæti í gegnum, líka sem synir Esaú þeir eð búa í Seír hafa gjört við mig og þeir Móabítis sem búa í Ar, þangað til ég kem yfir um Jórdan í það land sem Drottinn Guð vor mun gefa oss.“
En Síhon kóngurinn í Hesbon vildi ekki leyfa oss að draga þar í gegnum því að Drottinn Guð þinn forherti hans sinni og forblindaði hans hjarta uppá það að hann vildi gefa hann í þínar hendur so sem að nú sjái þér í dag. [ Og Drottinn sagði til mín: „Sjá þú, ég hefi byrjað að gefa upp fyrir þér Síhon og hans land, tak þú til að eignast og undir þig að leggja hans land.“ Og Síhon dró út í mót oss með allt sitt fólk til að stríða í Jahsa. En Drottinn Guð vor yfirgaf oss hann so að vér slóum hann og hans sonu og allt hans fólk.
Þá unnum vér þann sama tíma alla hans staði og foreyddum alla staði, bæði menn, konur og börn, og létum ekkert eftir lifa, utan fénaðinn hvern vér tókum til vor og herfangið úr stöðunum og kauptúnunum sem vér höfðum unnið, í frá Arper sem liggur við ströndina hjá læknum Arnon og í frá þeim staðnum við vatnið inn til Gíleað. Þar var og engin sá staður sem kunni að verja sig fyrir oss. Drottinn Guð vor gaf þá alla undir oss, utan það eina að þú máttir ekki koma í land þeirra Amónsona og til öngra þeirra sem liggja við lækinn Jabekk, eigi heldur til staðanna í fjallbyggðunum né til nokkra þeirra sem Drottinn Guð hafði fyrirboðið oss.