Bókin Esdra
I.
Á því fyrsta ári Cyri kóngs í Persialandi so að uppfylltist orð Drottins sem hann hafði talað fyrir munn Jeremía spámanns þá uppvakti Drottinn anda Cyri kóngsins í Persia svo hann lét úthrópa um allt sitt kóngsríki og so með bréfum, so segjandi: [ „So segir Cyrus kóngur í Persia: Guð Drottinn himinsins hefur gefið mér öll kóngaríki í löndunum og hann hefur bífalað mér að eg skylda byggja honum eitt hús í Jerúsalem í Júdalandi. Hver þar er á meðal yðar af hans fólki, með honum sé hans Guð og hann skal reisa upp til Jerúsalem í Júdaland og uppbyggja Drottins Israelis Guðs hús. Hann er Guð sem er í Jerúsalem. Og allir aðrir í öllum stöðum, hvar helst þeir búa, þá skulu þess staðarmenn þeim hjálpa með silfur og gull, góss og peninga með einum frjálsum vilja til Guðs húss í Jerúsalem.“
Þá tóku sig upp höfðingjar feðranna af Júda og Benjamín og svo prestarnir og Levítarnir og allir þeir hverra anda Guð uppvakti að fara upp og byggja Drottins hús í Jerúsalem. Og allir þeir sem voru í kringum þá styrktu þeirra hendur með silfurkerum og gullkerum, með góss og fé og gersemum, auk þess sem þeir sjálfviljuglega gáfu.
Og Cyrus kóngur tók fram kerin Drottins húss sem Nabogodonosor hafði burt flutt frá Jerúsalem og hafði sett í síns Guðs hús. En Cyrus kóngur tók þau út fyrir hönd Mitridatis rentumeistara og taldi þau í hendur Sesbasar höfðingja Júda. [ Og þetta er þeirra tala: Þrjátígi munnlaugar af gulli, þúsund silfurmunnlaugar, níu og tuttugu knífar, þrjátígi gullbikarar og þeir aðrir silfurbikarar fjögur hundruð og tíu og önnur ker þúsund, svo að öll ker bæði af gulli og silfri voru fimm þúsund og fjögur hundruð. [ Sessbasar flutti þau öll upp með þeim sem fóru úr herleiðingunni af Babýlon til Jerúsalem.