XXXVIII.
Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, snú þér á móti [ Góg sem er í landi Magóg og hinn æðsti höfðingi í Mesek og í Túbal og spáðu af honum og seg þú: [ So segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil yfir þig, Góg, þú sem ert hinn æðsti höfðingi af landsherrunum í Mesek og Túbal. Sjá þú, eg vil um kring snúa þér og leggja þér einn bitil í munn og eg vil útleiða þig með allt þitt herlið, hesta og menn, alla vel búna, og það er einn mikill mannfjöldi, þeir eð allir hafa buklara, skjöldu og sverð. Þú flytur með þér þá úr Persia, Blálandi og Lybia sem allir hafa hjálma og skjöldu. Þar með Gómer og allt hans herlið, með því húsinu Tógorma sem liggur mót norðrinu með öllu hans herliði, já þú flytur margt fólk með þér. Nú vel, bú þig vel út, þú og allur þinn mannflokkur sem er hjá þér, og vertu þeirra höfuðsmaður, þú skalt heimsóttur verða eftir langan tíma umliðinn.
Á þeim hinum síðasta tíma skaltu koma í það landið sem aftur er leift frá sverðinu og til samans er komið af mörgu fólki, sem er upp á Ísraelsfjöll, þau eð í langan tíma hafa í eyði legið og nú útleiddir eru frá mörgu fólki og búa ugglausir. Þú skalt draga upp þangað og koma þangað með einu stóru harki og háreysti og þú skalt vera sem einn skýjaklasi til að hylja landið, þú og allt þitt herlið og það hið mikla fólkið með þér.
So segir Drottinn Drottinn: Á þeim tíma skaltu ásetja þér svoddan og þú munt hafa vondan ásetning og þenkja so: „Eg vil innfalla í það landið sem er án múrveggja og koma yfir þá sem so búa með spekt og ugglausir eru, þeir eð allir sitja utan múrveggja og hafa hvorki vígskörð né borgarhlið“ upp á það að þú kunnir bæði að herja og ræna og láta þína hönd ganga yfir þá hina foreyddu sem komnir eru í búskaparlag aftur og yfir það fólkið sem igen er samansafnað í frá heiðnum þjóðum og hafa útsett sig til útvega aftur og aðdrátta og búa mitt í landinu.
Ríkið Arabia, Dedan og þeirra kaupmennirnir á sjávarhafinu og allir mikilsháttar menn munu segja til þín: „Eg meina það að þú sért réttilega kominn til að ræna og það þú hafir samandregið þinn mannfjölda til að herja so að þú megir í burt taka bæði silfur og gull og safna þér so fé og auðæfum og fremja so eitt mikið hervirki.“
Þar fyrir spáðu, mannsins son, og segðu til Góg: So segir Drottinn Drottinn: Er það eigi so? Þú munt gæta að nær eð mitt fólk býr ugglaust, þá muntu koma af þínu takmarki, einkum sem er af þeirri álfu mót norðrinu, þú og margt fólk með þér, allir á hestum, einn mikill mannfjöldi og eitt megtugt herlið, og þú munt draga upp hingað yfir mitt fólk Ísrael líka sem skýjaklasi til að hylja landið. Þetta skal ske á þeim síðasta tíma. En þar fyrir vil eg láta þig koma í mitt land upp á það að hinir heiðnu skulu þekkja mig, hvernin að eg verð helgaður fyrir þeirra augum á þér, ó þú Góg!
So segir Drottinn Drottinn: Þú ert sá hinn sami af hverjum eg sagða forðum fyrir mína þénara prophetana í Ísrael sem spáðu á þeim sama tíma að eg vildi láta þig koma yfir þá. Og það skal ske á þeim tíma nær eð Góg kemur yfir Ísraelsland, segir Drottinn Drottinn, þá skal mín reiði uppdraga í minni [ grimmd. Og í minni vandlætingu tala eg svoddan og í eldinum minnar reiði. Því að á þeim sama tíma skal þar vera ein stór skelfing í Ísraelslandi so að fiskarnir í sjónum og fuglarnir undir himninum, fénaðurinn á akurlöndunum og allt það sem gengur og hrærir sig á landinu og allir þeir menn sem eru á jörðunni skulu skjálfa fyrir mínu augliti og fjöllin skulu um koll kastast og veggir og allir múrar skulu niðurhrynja.
Og eg vil kalla sverðið yfir hann upp á öllum mínum fjöllum, segir Drottinn Drottinn, so það eina sverðið skal vera á móti hinu öðru. Og eg vil dæma hann með drepsóttum og blóði og láta rigna hreggviðri með hagli, eldi og brennisteini yfir hann og hans herlið og yfir það mikla fólkið sem með honum er. So þá vil eg verða dýrðarsamlegur, heilagur og alkunnigur fyrir mörgum heiðnum þjóðum so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.