XXVIII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, seg þú þeim höfðingjanumí Tyro: Svo segir Drottinn Drottinn: Fyrir það að þitt hjarta upphefur sig og segir: „Eg er Guð, eg sit á einum veldisstóli Guðs mitt á sjónum“ þó að þú sért maður en enginn Guð en þó forhefur sig samt þitt hjarta líka sem að væri það eitt Guðs hjarta – sjá þú, þú þykist hyggnari en Daníel, að ekki neitt sé hulið fyrir þér og að þú hafir sjálfur komið slíkri magt til vegar fyrir þinn klókskap og hyggjuvit og soddan fjársjóðu samandregið af gulli og silfri og gjörsemisgripum. Og með þínum vísdómi og fyrirsjón hefur þú fengið svo stóra magt, þar út af ertu svo drambsamur orðinn að þú ert orðinn svo megtugur.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Með því að þitt hjarta það forhefur sig líka sem eins Guðs hjarta þar fyrir sjá þú, eg vil innleiða yfir þig þá hinu framandi sem eru þeir víkingarnir heiðinna þjóða. Þeir skulu út draga sín sverð yfir þinni fegurðar visku og gjöra þína stóra vegsemd að vanvirðu. Þeir skulu steypa þér í gröfina niður að þú skulir deyja mitt í sjávarhafinu svo sem þeir hinir í hel slegnu. Hvað skal gilda? Hvert að þú munt þá segja til þeirar sem þig í hel slá: „Eg er Guð“ með því að þú ert þó enginn Guð heldur einn maður og í þeirra höndum sem þig í hel slá? Þú skalt deyja líka sem hinir óumskornu fyrir hendi hinna annarlegu það eg hefi talað það, segir Drotitnn Drottinn.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, gjör einn harmagrát yfir konunginum af Tyro og seg þú um hann: Svo segir Drottinn Drottinn: Þú ert eitt hreinlegt innsigli, fullt af vísdómi og ofsafagurt. Þú ert Guðs lystilegur jurtragarður og prýddur með allsháttuðum gimsteinum, einkum sem er með sardus, topasius, adamas, túrkis, onix, jaspís, saphirus, carbunculus, smaragdus og gull. Upp frá þeim deginum er þú vart skapaður þá hlutu hjá þér reiðubúnar að vera þínar hörpur og hljóðpípur. Þú ert sem einn kerúbím sem sig vítt útbreiðir og hylur sig. Og eg setta þig upp á það heilaga fjallið Guðs að þú skyldir ganga á glóandi steinum og þú varst flekklaus í þínum gjörningum á þeim degi eð þú vart skapaður þangað til og svo lengi það þinn misgjörningur varð fundinn. Því að þú ert vorðinn hið innra fullur af ofstopa af þínum miklum marknaði og þú syndgaðist svo. Þar fyrir vil eg vanhelga þig í frá fjallinu Guðs og eg vil útreka þig, þú hinn útbreiddi kerúbím, af þeim glóandi steinum.

Og með því að þitt hjarta það upphefur sig vegna þinnar fegurðarprýði og þú lést þín klókindi tæla þig í þínu skrauti þar fyrir vil eg kasta þér niður til jarðar og gjöra þig að undrum fyrir konungunum. [ Því að þú hefur fordjarfað þinn helgidóm meður þinni mikilli misgjörð og röngum kaupskap. Þar fyrir vil eg láta einn eld útganga af þér sem þér skal foreyða og eg vil gjöra þig að ösku á jörðunni so að öll veröldin skal sjá upp á það. Allir þeir sem þekkja til þín á meðal heiðinna þjóða skulu hræðast þinna vegna það þú ert so skyndilega í grunn fallinn og kannt aldreigi meir upp að komast.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, set þitt auglit á móti Sídon og spáðu á móti henni og seg þú: Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil til við þig, þú Sídón, og eg vil eiga sigri að hrósa á þér so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn nær að eg læt dóminn ganga yfir hana og auglýsi á henni að eg sé heilagur. Og vil tilsenda henni drepsótt og blóðsúthelling á hennar stræti og þeir skulu með banvænlegum áverkum falla þar inni fyrir sverðinu sem alla vegana skal yfir hana ganga og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn. Og síðan skal þar alla vegana í kringum Ísraels hús sem þeirra óvinir eru engin klungurþyrni vera sem þá skulu stinga eður neitt það illgresi sem þeim skal mein gjöra so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Nær að eg samansafna aftur Ísraels húsi í frá því fólkinu meðal hverra þeir eru í sundur dreifðir þá vil eg auglýsa á þeim fyrir heiðingjunum það eg er heilagur og þeir skulu búa í sínu landi því sem eg gaf mínum þjón Jakob og þeir skulu ugglausir þar inni búa og húsin uppbyggja og víngarðana planta. Já þeir skulu ugglausir búa nær að eg læt dóminn ganga yfir alla þeirra óvini allt um kring. Og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn þeirra Guð.