XIII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, spá þú á móti þeim prophetunum Ísraels og seg til þeirra sem spá út af sínu eigin hjarta: Heyrið orð Drottins. Svo segir Drottinn Drottinn: Vei þeim heimskusamlegum prophetunum sem eftirfylgja sínum eiginlegum anda og hafa þó öngva sýn. Ó Ísrael, þínir prophetar eru líka svo sem refar á eyðimörkum, þeir stíga ekki upp yfir þær jarðholurnar og halda sig ekki til hjarðarinnar í kringum Ísraels hús og þeir standa ekki í stríðinu á degi Drottins. Þeirra sjónir eru hégómi og þeirra spádómar eru lygar. Þeri segja: „Drottinn sagði það“ þó að Drottinn útsendi þá ekki og ómaka sig svo um það að þeir fái sínum efnum fram haldið. Er það eigi svo að yðar sjónir eru hégómi og yðrir spádómar eru lygar? Og þér segið þó samt: „Drottinn talaði það“ þó hann talaði það eigi.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Fyrst að þér prédikið það sem ekki er utan hégómi og spáið fyrir lygum þá vil eg finna yður, segir Drottinn Drottinn, og mín hönd skal koma yfir þá prophetana sem prédika það sem ekki er utan hégómi og spá ekki utan lygar. Þeir skulu ekki vera í samkundu míns fólks og ekki innskrifaðir vera í þá töluna hússins Ísrael og eigi heldur innkoma í landið Ísrael og þér skuluð fornema að eg er Drottinn Drottinn, þar fyrir að þer afvegaleiðið mitt fólk og segið frið þar sem þó er enginn friður. Fólkið það [ uppbyggir vegginn en þeir líma hann með haldillu kalki. Seg þú til þeirra múrsmiðanna sem líma með því haldilla kalkinu að það skuli af falla það þar skal koma ein steypidögg og þar skal koma stórt hagl svo að það hrynji niður og einn hvirfilvindur skal niður slá það. Sjá þú, so skal veggurinn niður hrynja. Hvað gildir það að þá muni svo sagt vera til yðar: „Hvar er nú múrsmíðið það sem þér hafið smíðað?“

Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil láta einn hvirfilvind blása í minni grimmd og eina steypidögg í minni reiði og stórt hagl í minni heiftarbræði. Þau skulu um koll kasta öllum hlutum. Þannin vil eg nú um koll kasta þeim veggnum sem þér hafið límt með því haldillu kalki og eg vil hrinda honum niður til jarðar svo að sjá megi hans grundvöll að hann liggi þar og þér skuluð og einnin tortýnast þar inni og reyna svo það eg sé Drottinn. Svo vil eg fullkomna mína grimmd á þeim veggnum og á þeim sem hann hafa múrað með haldillu kalki og segja til yðar: Hér er hverki veggurinn né múrsmiðurinn. [ Það eru þeir Ísraels prophetar hverjir að spá Jerúsalem og prédika af friði þó að þar sé enginn friður, segir Drottinn Drottinn.

Og þú mannsins son, set þitt andlit á móti dótturinni þíns fólks sem spár af sínu hjarta og spáðu á móti henni og seg þú: So segir Drottinn Drottinn: Vei yður sem gjörið fólkinu hægindin undir handleggina og koddana undir höfuðin, bæði ungum og gömlum, til að veiða með sálirnar! Nær eð þér hafið nú veitt sálirnar á meðal míns fólks þá lofi þér þeim lífinu og vanhelgið mig á mínu fólki fyrir einn hnefa byggmjöls og eitt stykki brauðs, þar með að þér dæmið sálirnar til dauða sem þó áttu ei að deyja og dæmið þeim lífið sem þó áttu ei að lifa, fyrir yðar lygar á meðal míns fólks sem gjarnan heyrir lygarnar.

Þar fyri rsegir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil finna yðar hægindi meður hverjum þér veiðið og oftreystið sálirnar og eg vil í burt slíta þau frá yðar handleggjum og gjöra þá lausa sem þér veiðið og hughreystið. Og eg vil í sundur rífa þá koddana yðar og frelsa mitt fólk af yðvari hendi svo að þér skuluð ekki meir veiða þá og þér skuluð fornema að eg er Drottinn. Þar fyrir að þér hrellduð þau hjörtun réttferðugra sviksamlegana sem eg hafði ekki hrellt og þér styrktuð þær hendurnar hinna óguðlegu að þeir sneri sér ekki í burt frá sínu illskusamlega athæfi svo eð þeir mættu lifa, þar fyrir skulu þér ekki meir prédika og ekki heldur spá fyrir ónytsamlega lærdóma heldur vil eg frelsa mitt fólk úr yðar höndum og þér skuluð fornema að eg er Drottinn.