Prophetinn Esekíel
I.
Á því þrítugasta árinu þann fimmta daginn þess fjórða mánaðar þá að eg var á meðal þeirra herteknu við vatnið Kebar opnaðist himinninn og Guð vísaði mér sýn. Sá sami fimmti dagurinn mánaðarins var rétt líka so á því fimmta árinu eftir það að Jóakím konungurinn af Júda var hertekinn í burt fluttur. Þá skeði orð Drottins til Esekíel sonar Búsí, kennimannsins í Kaldealandi við vatnið Kebar. Þar kom hönd Drottins yfir hann.
Og eg sá og sjá þú, að þar kom einn stormvindur af norðrinu með miklum skýflóka fullum af eldi so það lýsti allt um kring og mitt í þeim sama eldinum var eitt skært ljós og þar innan í ein mynd þvílíkast sem fjögur dýr og myndin eins á meðal þeirra var svo sem mannsmynd og hvert þeirra hafði fjórar ásjónur og fjóra vængi. [ Og þeirra fótleggir stóðu réttir en þeirra fætur voru svo sem uxafætur og ljómuðu svo sem annað skært sléttalátún. Og höfðu mannshendur undir sínum vængjum á þeim þeirra fjórum áttum það þau höfðu öll fjögur sínar ásjónur og sína vængi og þeir sömu vængirnir samlimuðu sig so hver við annan. Og nær eð þau gengu þá þurftu þau ekki að snúa sér heldur hvert sem þau gengu þá gengu þau beint sem þau horfðu.
Þeirra ásjónur á þeim fjórum til hægri hliðar voru líka sem eins manns og eins leóns en á þeim fjórum til vinstri hliðar voru þeirra ásjónur líka so sem eins uxa og einnrar arnar. Og þeirra ásjónur og vængir voru ofan til aðskiljanlegir so það tveir vængirnir slógu til samans og með tveimur vængjunum huldu þau sína líkami. Og hvert eð þau gengu þá gengu þau það beint fram fyrir sig. En þau gengu í þá áttina þaðan sem vindurinn var og þurftu ekki að snúa sér við nær eð þau gengu. Og dýrinu voru svo álits að sjá sem logandi eldsglæður og líka sem brennandi ljóslogi þá gekk á millum dýranna. En sá eldurinn gaf eina birtu af sér og út af þeim eldinum gekk ein leiftran og þau dýrin hlupu hingað og þangað so sem ein logandi leiftran.
En sem eg sá nú so dýrin, sjá þú, þá stóð þar eitt hjól á jörðunni í hjá þeim fjórum dýrum og það var svo að sjá sem fjögur hjól. Og þau sömu hjólin voru líka sem annar túrkissteinn og öll þau fjögur voru eitt öðru líkt og þau voru svo á að líta líka sem það hvert hjólið væri innan í öðru. Nær eð þau skyldu af stað ganga þá kunnu þau að ganga í allar fjórar áttirnar og þau þurftu ekki að snúa sér við þá eð þau gengu. Rendurnar og þeirra hæð voru hræðilegar, og svo þeirra randir voru fullar með augu allt um kring á öllum þeim fjórum hjólunum. Og nær eð þau dýrin gengu þá gengu og einnin hjólin hjá þeim. Og nær eð dýrin loftuðu sér frá jörðunni þá loftuðu sér og einnin hjólin. Hvaðan sem vindurinn stóð á þaðan gengu þau og einnin og hjólin loftuðu sér upp hjá þeim það það var einn lifandi vindur í hjólunum. Nær eð þau gengu þá gengu og einnin þessi, nær eð þau stóðu þá stóðu og einnin þessi. Og nær eð þau loftuðu sér upp frá jörðunni þá loftuðu sér og einnin hjólin hjá þeim það þar var einn lifandi vindur í hjólunum.
En fyrir ofan dýrin var þvílíkast sem himinn væri so sem ógnarlegur christallus útbreiddur mitt yfir þeim so að þeirra vængir stóðu undir himninum, hvert rétt á móti öðru, og tveir vængirnir skýldu hvers þeirra líkama. Og eg heyrið vængjanna þyt líka sem mikils vatsfalls og so sem gný Hins almáttuga nær eð þau gengu og so sem eitt stórt buldur mikils mannfjölda. En nær eð þau stóðu kyrr þá létu þau vængina niður og nær eð þau stóðu nú kyrr og létu vængina so niður þá ljóstuðu þar reiðarþrumur í himninum uppi yfir þeim.
Og upp yfir þeim himninum sem yfir þeim var þá var þar svo að líta sem annar saphirus, líka sem einn veldisstóll, og þar sat einn á þeim sama stóli so álits sem maður. Og eg sá að hann var eins líka sem eitt skært ljós. Og það var innan allt um kring so að líta sem eldur. Upp frá hans lendum og ofan í frá sá eg að það lýsti sem eldur allt í kringum hann. Líka so sem það regnboginn er álits í skýjunum nær eð dögg hefur verið eins so lýsti það allt um kring. Þessi var sjónin þeirrar dýrðar Drottins. Og þá að eg hafða það séð féll eg fram á mína ásjónu og eg heyrði einn tala.