S. Páls pistill

til Ephesios

I.

Páll apostuli Jesú Christi fyrir Guðs vilja

þeim heilögum sem eru til Epheso og trúuðum á Christum Jesúm:

Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo.

Blessaður sé Guð og faðir vors Drottins Jesú Christi, sá oss hefur blessað með allsháttaðri andlegri blessan í himneskri auðlegð fyrir Christum, so sem hann útvaldi oss fyrir þann sama áður en veröldin var grundvölluð það vér skyldum vera heilagir og óstraffanlegir fyrir honum í kærleikanum og hefur fyrirhugað oss í sonarleifðina til sjálfs síns fyrir Jesúm Christum, eftir þóknan síns vilja, til lofs sinni dýrðarlegri náð fyrir hverja hann hefur oss þakknæma gjört í sínum elskulega syni, [

í hverjum vér höfum endurlausnina fyrir hans blóð, sem er syndanna fyrirgefning, eftir ríkdómi hans náðar sem oss er gnóglegana útskipt í allsháttuðum vísdómi og forsjáleik, og hefur oss vita látið leyndan dóm síns vilja eftir sinni þóknan og hefur þann sama hér framflutt fyrir hann það hann yrði prédikaður þá uppfylling tímanna var komin, upp á það að hann til samans taki alla hluti í Christo, bæði þá sem á himni og á jörðu eru, fyrir hann sjálfan, fyrir hvern vær erum einnin til arfskiptis komnir, vér sem erum áður fyrir fram fyrirhugaðir eftir forsjó þess sem alla hluti verkar eftir ráði síns vilja, upp á það vér séum hans dýrð til lofs sem áður fyrirfram vonuðum upp á Christum,

fyrir hvern þér hafið heyrt sannleiksins orð, sem er evangelium af yðvari sáluhjálp, fyrir hvert þér (ef þér trúið) eruð innsiglaðir með heilögum anda fyrirheitisins sá sem að er pantur vorrar arfleifðar til vorrar endurlausnar so að vér erum orðnir hans eigin eign til lofs hans dýrðar.

Hvar fyrir eg einnin, eftir því eg hefi heyrt hjá yður út af þeirri trú á Drottin Jesúm og af yðrum kærleika til allra heilagra, þá læt eg eigi af þakkir að gjöra fyri ryður og minnunst yðar í mínum bænum það Guð vors Drottins Jesú Christi, dýrðarinnar faðir, gefi yður vísdómsins og uppbirtingaranda til hans eiginnar viðurkenningar og upplýsi augu yðvars hugskots það þér megið vita hver þar sé von yðrar kallanar og hver þar sé ríkdómur hans dýrðarfullrar arfleifðar til sinna heilagra og hver þar sé hin yfirgnæfanlega stærð hans kraftar við oss, vér sem trúum, eftir verkan hans volduga styrkleiks sem hann hefur verkað í Christo þá hann uppvakti hann af dauða og setti til sinnar hægri handar á himnum yfir allan höfðingskap, valdsstétt, magt og herradóm og allt hvað nefnast má, eigi einasta í þessari veröld heldur jafnvel í tilkomandi. Og alla hluti hefur hann honum undir fætur lagt og setti hann höfuð safnaðarins, [ yfir allt, hver að er hans líkami og fylling hans sem alla hluti í aullum uppfyllir.